Ferðamenn greiddu milljarð fyrir heilbrigðisþjónustu

Heildargreiðslur erlendra ferðamanna, sem ekki eru sjúkratryggðir hér, til heilbrigðisstofnana á árinu 2017 var rúmur milljarður króna og hefur á einu ári hækkað um rúmar 200 milljónir. Fullt verð fyrir komu á bráðadeild er meira en 60 þúsund krónur.

ferðamenn, Hellnar, Snæfellsnes, ferðaþjónusta, tourism 7DM_3198_raw_170617.jpg
Auglýsing

Heild­ar­greiðslur erlendra ferða­manna til íslenskra heil­brigð­is­stofn­ana á árinu 2017 var rúmur millj­arður króna og hefur á einu ári hækkað um meira en 200 millj­ón­ir. Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þeir sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi eiga rétt á neyð­ar­að­stoð hjá hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi hér á landi. Fyrir aðstoð­ina greiða þeir fullt gjald.

Lang­hæstar greiðslur ferða­manna í heil­brigð­is­kerf­inu renna til Land­spít­al­ans eða tæp­lega 871 milljón krón­ur. Þar á eftir kemur Sjúkra­húsið á Akur­eyri en ferða­menn greiddu tæp­lega 100 millj­ónir í sjúkra­kostnað þar í fyrra. Aðrar heil­brigð­is­stofn­anir veita ekki jafn mikla þjón­ustu til erlendra ferða­manna, en þó þannig að það hleypur á millj­ónum króna sem inn­heimtar eru. Engar tölur feng­ust frá Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­lands, en þar er almennt tölu­vert um ferða­menn á hverjum tíma.

Auglýsing

Land­spít­al­inn hefur á síð­ustu 10 árum inn­heimt tæp­lega 4,5 millj­arða króna í greiðslur fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu til erlendra ferða­manna sem ekki eru sjúkra­tryggðir hér á landi.

Tafla: Heilbrigðisráðuneyti

Heil­brigð­is­stofn­anir sjá yfir­leitt sjálfar um inn­heimtu sjúkra­kostn­að­ar. Sem dæmi um ferli inn­heimtu er hjá Land­spít­al­anum lögð mikil áhersla á stað­greiðslu komu­gjalda á bráða-, dag- og göngu­deildir spít­al­ans. Hlut­fall stað­greiddra krafna er nokkuð mis­jafnt eftir deild­um, en að meðal tali er það 80 pró­sent. Ef ekki er stað­greitt er krafa stofnuð í net­banka og greiðslu­seð­ill sendur í pósti. Áminn­ing­ar­bréf er sent 10 dögum eftir eindaga, sem er 30 dag­ar, og ítrek­un­ar­bréf 45 dögum eftir eindaga. Ef ekki er greitt innan þess tíma er krafan send í lög­fræði­inn­heimtu.

Flestir ferða­menn stað­greiða kostn­að­inn

Meiri­hluti þeirra erlendu ferða­manna sem ekki eru með gildar sjúkra­trygg­ingar og nýta sér heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi stað­greiða þjón­ust­una miðað við verð­skrá í reglu­gerð um heil­brigð­is­þjón­ustu við sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi.

Í verð­skránni er til dæmis kveðið á um að koma á heilsu­gæslu­stöð á dag­vinnu­tíma kosti 9.600 krón­ur, en utan dag­vinnu­tíma kosti það 14.200 krón­ur. Koma á slysa­deild og bráða­mót­töku kostar 63.400 krón­ur, auk mögu­legra við­bót­ar­gjalda, líkt og fyrir til dæmis túlka­þjón­ustu, lækn­is­vott­orð eða geisla- og mynd­grein­ing­ar. Fyrir sjúka­flutn­inga skal sjúk­lingur greiða gjald til rekstr­ar­að­ila sjúkra­flutn­inga 42.600 krónur fyrir hverja byrj­aða klukku­stund, auk gjalds til eig­anda sjúkra­bif­reiða, 2.700 krónur á hvern ekinn kíló­metra til og með 65 kíló­metrum, að lág­marki 15 kíló­metra, sem gera því að lág­marki 40.500 krónur og þá sam­tals 83.100 krón­ur. Síðan 620 krónur á hvern ekinn kíló­metra umfram 65 kíló­metra.

Útgjöld Sjúkra­trygg­inga Íslands vegna veittrar heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir ósjúkra­tryggða fást að miklu leyti end­ur­greidd vegna EES-­samn­ings­ins. Heild­ar­kostn­aður SÍ er því ein­ungis vegna Norð­ur­landa­samn­ings og Lúx­em­borg­ar­samn­ings, en í þeim báðum er kveðið á um gagn­kvæmt afsal end­ur­greiðslna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent