Ferðamenn greiddu milljarð fyrir heilbrigðisþjónustu

Heildargreiðslur erlendra ferðamanna, sem ekki eru sjúkratryggðir hér, til heilbrigðisstofnana á árinu 2017 var rúmur milljarður króna og hefur á einu ári hækkað um rúmar 200 milljónir. Fullt verð fyrir komu á bráðadeild er meira en 60 þúsund krónur.

ferðamenn, Hellnar, Snæfellsnes, ferðaþjónusta, tourism 7DM_3198_raw_170617.jpg
Auglýsing

Heild­ar­greiðslur erlendra ferða­manna til íslenskra heil­brigð­is­stofn­ana á árinu 2017 var rúmur millj­arður króna og hefur á einu ári hækkað um meira en 200 millj­ón­ir. Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þeir sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi eiga rétt á neyð­ar­að­stoð hjá hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi hér á landi. Fyrir aðstoð­ina greiða þeir fullt gjald.

Lang­hæstar greiðslur ferða­manna í heil­brigð­is­kerf­inu renna til Land­spít­al­ans eða tæp­lega 871 milljón krón­ur. Þar á eftir kemur Sjúkra­húsið á Akur­eyri en ferða­menn greiddu tæp­lega 100 millj­ónir í sjúkra­kostnað þar í fyrra. Aðrar heil­brigð­is­stofn­anir veita ekki jafn mikla þjón­ustu til erlendra ferða­manna, en þó þannig að það hleypur á millj­ónum króna sem inn­heimtar eru. Engar tölur feng­ust frá Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­lands, en þar er almennt tölu­vert um ferða­menn á hverjum tíma.

Auglýsing

Land­spít­al­inn hefur á síð­ustu 10 árum inn­heimt tæp­lega 4,5 millj­arða króna í greiðslur fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu til erlendra ferða­manna sem ekki eru sjúkra­tryggðir hér á landi.

Tafla: Heilbrigðisráðuneyti

Heil­brigð­is­stofn­anir sjá yfir­leitt sjálfar um inn­heimtu sjúkra­kostn­að­ar. Sem dæmi um ferli inn­heimtu er hjá Land­spít­al­anum lögð mikil áhersla á stað­greiðslu komu­gjalda á bráða-, dag- og göngu­deildir spít­al­ans. Hlut­fall stað­greiddra krafna er nokkuð mis­jafnt eftir deild­um, en að meðal tali er það 80 pró­sent. Ef ekki er stað­greitt er krafa stofnuð í net­banka og greiðslu­seð­ill sendur í pósti. Áminn­ing­ar­bréf er sent 10 dögum eftir eindaga, sem er 30 dag­ar, og ítrek­un­ar­bréf 45 dögum eftir eindaga. Ef ekki er greitt innan þess tíma er krafan send í lög­fræði­inn­heimtu.

Flestir ferða­menn stað­greiða kostn­að­inn

Meiri­hluti þeirra erlendu ferða­manna sem ekki eru með gildar sjúkra­trygg­ingar og nýta sér heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi stað­greiða þjón­ust­una miðað við verð­skrá í reglu­gerð um heil­brigð­is­þjón­ustu við sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi.

Í verð­skránni er til dæmis kveðið á um að koma á heilsu­gæslu­stöð á dag­vinnu­tíma kosti 9.600 krón­ur, en utan dag­vinnu­tíma kosti það 14.200 krón­ur. Koma á slysa­deild og bráða­mót­töku kostar 63.400 krón­ur, auk mögu­legra við­bót­ar­gjalda, líkt og fyrir til dæmis túlka­þjón­ustu, lækn­is­vott­orð eða geisla- og mynd­grein­ing­ar. Fyrir sjúka­flutn­inga skal sjúk­lingur greiða gjald til rekstr­ar­að­ila sjúkra­flutn­inga 42.600 krónur fyrir hverja byrj­aða klukku­stund, auk gjalds til eig­anda sjúkra­bif­reiða, 2.700 krónur á hvern ekinn kíló­metra til og með 65 kíló­metrum, að lág­marki 15 kíló­metra, sem gera því að lág­marki 40.500 krónur og þá sam­tals 83.100 krón­ur. Síðan 620 krónur á hvern ekinn kíló­metra umfram 65 kíló­metra.

Útgjöld Sjúkra­trygg­inga Íslands vegna veittrar heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir ósjúkra­tryggða fást að miklu leyti end­ur­greidd vegna EES-­samn­ings­ins. Heild­ar­kostn­aður SÍ er því ein­ungis vegna Norð­ur­landa­samn­ings og Lúx­em­borg­ar­samn­ings, en í þeim báðum er kveðið á um gagn­kvæmt afsal end­ur­greiðslna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent