Ferðamenn greiddu milljarð fyrir heilbrigðisþjónustu

Heildargreiðslur erlendra ferðamanna, sem ekki eru sjúkratryggðir hér, til heilbrigðisstofnana á árinu 2017 var rúmur milljarður króna og hefur á einu ári hækkað um rúmar 200 milljónir. Fullt verð fyrir komu á bráðadeild er meira en 60 þúsund krónur.

ferðamenn, Hellnar, Snæfellsnes, ferðaþjónusta, tourism 7DM_3198_raw_170617.jpg
Auglýsing

Heild­ar­greiðslur erlendra ferða­manna til íslenskra heil­brigð­is­stofn­ana á árinu 2017 var rúmur millj­arður króna og hefur á einu ári hækkað um meira en 200 millj­ón­ir. Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þeir sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi eiga rétt á neyð­ar­að­stoð hjá hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi hér á landi. Fyrir aðstoð­ina greiða þeir fullt gjald.

Lang­hæstar greiðslur ferða­manna í heil­brigð­is­kerf­inu renna til Land­spít­al­ans eða tæp­lega 871 milljón krón­ur. Þar á eftir kemur Sjúkra­húsið á Akur­eyri en ferða­menn greiddu tæp­lega 100 millj­ónir í sjúkra­kostnað þar í fyrra. Aðrar heil­brigð­is­stofn­anir veita ekki jafn mikla þjón­ustu til erlendra ferða­manna, en þó þannig að það hleypur á millj­ónum króna sem inn­heimtar eru. Engar tölur feng­ust frá Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­lands, en þar er almennt tölu­vert um ferða­menn á hverjum tíma.

Auglýsing

Land­spít­al­inn hefur á síð­ustu 10 árum inn­heimt tæp­lega 4,5 millj­arða króna í greiðslur fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu til erlendra ferða­manna sem ekki eru sjúkra­tryggðir hér á landi.

Tafla: Heilbrigðisráðuneyti

Heil­brigð­is­stofn­anir sjá yfir­leitt sjálfar um inn­heimtu sjúkra­kostn­að­ar. Sem dæmi um ferli inn­heimtu er hjá Land­spít­al­anum lögð mikil áhersla á stað­greiðslu komu­gjalda á bráða-, dag- og göngu­deildir spít­al­ans. Hlut­fall stað­greiddra krafna er nokkuð mis­jafnt eftir deild­um, en að meðal tali er það 80 pró­sent. Ef ekki er stað­greitt er krafa stofnuð í net­banka og greiðslu­seð­ill sendur í pósti. Áminn­ing­ar­bréf er sent 10 dögum eftir eindaga, sem er 30 dag­ar, og ítrek­un­ar­bréf 45 dögum eftir eindaga. Ef ekki er greitt innan þess tíma er krafan send í lög­fræði­inn­heimtu.

Flestir ferða­menn stað­greiða kostn­að­inn

Meiri­hluti þeirra erlendu ferða­manna sem ekki eru með gildar sjúkra­trygg­ingar og nýta sér heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi stað­greiða þjón­ust­una miðað við verð­skrá í reglu­gerð um heil­brigð­is­þjón­ustu við sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi.

Í verð­skránni er til dæmis kveðið á um að koma á heilsu­gæslu­stöð á dag­vinnu­tíma kosti 9.600 krón­ur, en utan dag­vinnu­tíma kosti það 14.200 krón­ur. Koma á slysa­deild og bráða­mót­töku kostar 63.400 krón­ur, auk mögu­legra við­bót­ar­gjalda, líkt og fyrir til dæmis túlka­þjón­ustu, lækn­is­vott­orð eða geisla- og mynd­grein­ing­ar. Fyrir sjúka­flutn­inga skal sjúk­lingur greiða gjald til rekstr­ar­að­ila sjúkra­flutn­inga 42.600 krónur fyrir hverja byrj­aða klukku­stund, auk gjalds til eig­anda sjúkra­bif­reiða, 2.700 krónur á hvern ekinn kíló­metra til og með 65 kíló­metrum, að lág­marki 15 kíló­metra, sem gera því að lág­marki 40.500 krónur og þá sam­tals 83.100 krón­ur. Síðan 620 krónur á hvern ekinn kíló­metra umfram 65 kíló­metra.

Útgjöld Sjúkra­trygg­inga Íslands vegna veittrar heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir ósjúkra­tryggða fást að miklu leyti end­ur­greidd vegna EES-­samn­ings­ins. Heild­ar­kostn­aður SÍ er því ein­ungis vegna Norð­ur­landa­samn­ings og Lúx­em­borg­ar­samn­ings, en í þeim báðum er kveðið á um gagn­kvæmt afsal end­ur­greiðslna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent