Ferðamenn greiddu milljarð fyrir heilbrigðisþjónustu

Heildargreiðslur erlendra ferðamanna, sem ekki eru sjúkratryggðir hér, til heilbrigðisstofnana á árinu 2017 var rúmur milljarður króna og hefur á einu ári hækkað um rúmar 200 milljónir. Fullt verð fyrir komu á bráðadeild er meira en 60 þúsund krónur.

ferðamenn, Hellnar, Snæfellsnes, ferðaþjónusta, tourism 7DM_3198_raw_170617.jpg
Auglýsing

Heild­ar­greiðslur erlendra ferða­manna til íslenskra heil­brigð­is­stofn­ana á árinu 2017 var rúmur millj­arður króna og hefur á einu ári hækkað um meira en 200 millj­ón­ir. Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þeir sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi eiga rétt á neyð­ar­að­stoð hjá hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi hér á landi. Fyrir aðstoð­ina greiða þeir fullt gjald.

Lang­hæstar greiðslur ferða­manna í heil­brigð­is­kerf­inu renna til Land­spít­al­ans eða tæp­lega 871 milljón krón­ur. Þar á eftir kemur Sjúkra­húsið á Akur­eyri en ferða­menn greiddu tæp­lega 100 millj­ónir í sjúkra­kostnað þar í fyrra. Aðrar heil­brigð­is­stofn­anir veita ekki jafn mikla þjón­ustu til erlendra ferða­manna, en þó þannig að það hleypur á millj­ónum króna sem inn­heimtar eru. Engar tölur feng­ust frá Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­lands, en þar er almennt tölu­vert um ferða­menn á hverjum tíma.

Auglýsing

Land­spít­al­inn hefur á síð­ustu 10 árum inn­heimt tæp­lega 4,5 millj­arða króna í greiðslur fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu til erlendra ferða­manna sem ekki eru sjúkra­tryggðir hér á landi.

Tafla: Heilbrigðisráðuneyti

Heil­brigð­is­stofn­anir sjá yfir­leitt sjálfar um inn­heimtu sjúkra­kostn­að­ar. Sem dæmi um ferli inn­heimtu er hjá Land­spít­al­anum lögð mikil áhersla á stað­greiðslu komu­gjalda á bráða-, dag- og göngu­deildir spít­al­ans. Hlut­fall stað­greiddra krafna er nokkuð mis­jafnt eftir deild­um, en að meðal tali er það 80 pró­sent. Ef ekki er stað­greitt er krafa stofnuð í net­banka og greiðslu­seð­ill sendur í pósti. Áminn­ing­ar­bréf er sent 10 dögum eftir eindaga, sem er 30 dag­ar, og ítrek­un­ar­bréf 45 dögum eftir eindaga. Ef ekki er greitt innan þess tíma er krafan send í lög­fræði­inn­heimtu.

Flestir ferða­menn stað­greiða kostn­að­inn

Meiri­hluti þeirra erlendu ferða­manna sem ekki eru með gildar sjúkra­trygg­ingar og nýta sér heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi stað­greiða þjón­ust­una miðað við verð­skrá í reglu­gerð um heil­brigð­is­þjón­ustu við sem ekki eru sjúkra­tryggðir á Íslandi.

Í verð­skránni er til dæmis kveðið á um að koma á heilsu­gæslu­stöð á dag­vinnu­tíma kosti 9.600 krón­ur, en utan dag­vinnu­tíma kosti það 14.200 krón­ur. Koma á slysa­deild og bráða­mót­töku kostar 63.400 krón­ur, auk mögu­legra við­bót­ar­gjalda, líkt og fyrir til dæmis túlka­þjón­ustu, lækn­is­vott­orð eða geisla- og mynd­grein­ing­ar. Fyrir sjúka­flutn­inga skal sjúk­lingur greiða gjald til rekstr­ar­að­ila sjúkra­flutn­inga 42.600 krónur fyrir hverja byrj­aða klukku­stund, auk gjalds til eig­anda sjúkra­bif­reiða, 2.700 krónur á hvern ekinn kíló­metra til og með 65 kíló­metrum, að lág­marki 15 kíló­metra, sem gera því að lág­marki 40.500 krónur og þá sam­tals 83.100 krón­ur. Síðan 620 krónur á hvern ekinn kíló­metra umfram 65 kíló­metra.

Útgjöld Sjúkra­trygg­inga Íslands vegna veittrar heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir ósjúkra­tryggða fást að miklu leyti end­ur­greidd vegna EES-­samn­ings­ins. Heild­ar­kostn­aður SÍ er því ein­ungis vegna Norð­ur­landa­samn­ings og Lúx­em­borg­ar­samn­ings, en í þeim báðum er kveðið á um gagn­kvæmt afsal end­ur­greiðslna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent