Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að bregðast við samstilltum aðgerðum Breta, Bandaríkjamanna og fleiri þjóða, með því að vísa bandarískum og völdum evrópskum erindrekum úrlandi. Munu starfsmenn ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborga verða sendir úr landi og henni lokað, og það sama mun gilda um fleiri evrópska erindreka.
Samtals hafa þjóðir heimsins, einkum Bandaríkin og Evrópuríki, vísað 130 erindrekum úr landi, eftir að Bretar lýstu því yfir að Rússar bæru ábyrgð á eiturgasárás á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi. Þau liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi.
#Russia's state media quotes an unidentified senior Trump administration official, who reportedly said that the number of Russian diplomatic staff in the U.S. is not being cut (60 expelled spies could be replaced by others). pic.twitter.com/AXDmcjxjFh
— Julia Davis (@JuliaDavisNews) March 30, 2018
Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn Rússum, en þó ekki með því að vísa erindrekum úr landi. Íslenskir ráðamenn munu sniðganga HM í fótbolta í Rússlandi, og ekki eiga í samskiptum við Rússa á næstu misserum.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að aðgerðirnar séu hneyksli og hann neitar með öllu að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Það sama hefur komið frá rússneskum yfirvöldum formlega, og segja þau að viðbrögð Bandaríkjanna og Breta einkennast af ofsa og taktleysi.
Lavrov hefur sagt, að nú séu samskiptin við Bandaríkin í frosti og það sama eigi við um Bretland.