Um 20 starfa hjá RÚV við tekjuöflun – Flestir við auglýsingasölu

Á annan tug manns eru í fullu starfi hjá RÚV til að sinna sölu á auglýsingum, hérlendu sem og erlendu efni og leigu á dreifikerfi. Beinn kostnaður RÚV vegna samkeppnisrekstrar er 256 milljónir á ári.

rúv
Auglýsing

Beinn kostn­aður vegna sam­keppn­is­rekstrar Rík­is­út­varps­ins var 256,5 millj­ónir árið 2017. Hann jókst lít­il­lega milli ára eða um 4,5 millj­ón­ir. Þetta kemur fram í árs­­reikn­ingi RÚV sem birt­ist þann 26. mars síð­ast­lið­inn.

Í svari Rík­is­út­varps­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að sú tala sé sá beini rekst­ar­kostn­aður sem hlýst af tekju­öflun RÚV. Megnið af tekju­öflun RÚV sé vegna sölu á aug­lýs­ingum en einnig vegna leigu­tekna, sölu á efni hér­lendis og erlend­is, leigu á dreifi­kerfi o.s.frv.

Enn fremur kemur fram í svar­inu að þeir starfs­menn sem sinna þessum þáttum séu um 20 í fullu starfi og síðan bæt­ist við hluti af störfum ann­arra starfs­manna sem koma að þessum málum á fjár­mála- og tækni­svið­u­m. 

Auglýsing
Ef reiknað er með að þessi upp­hæð deilist niður á 20 manns þá eru með­al­mán­að­ar­laun rúm­lega ein milljón króna á mann.

Laun útvarps­stjóra hækk­uðu um 16 pró­sent

Kjarn­inn fjall­aði nýverið um launa­kostnað Magn­úsar Geirs Þórð­­ar­­sonar útvarps­­­stjóra en hann var með 22,9 millj­­ónir króna í heild­­ar­­laun og þókn­­anir á síð­­asta ári. Greiðslur til hans hækk­­uðu um 5,7 millj­­ónir króna í fyrra, eða um 33 pró­­sent. Heild­­ar­­laun og þókn­­anir útvarps­­­stjóra voru 1,9 millj­­ónir króna á mán­uði að með­­al­tali árið 2017. Kom þetta fram í árs­reikn­ingi RÚV.

Kjarn­­anum barst árétt­ing frá RÚV þar sem fram kemur að á árinu 2016 hafi útvarps­­­stjóri tekið fæð­ing­­ar­or­lof sem lækk­­aði heild­­ar­greiðslur launa á því ár. Því gefi sam­an­­burður milli launa á árunum 2016 og 2017 ekki rétta mynd af launa­­þró­un. Stjórn RÚV hafi ákveðið að hækka laun útvarps­­­stjóra á árinu 2017 úr 1.550 þús­und krónum á mán­uði í 1.800 þús­und krón­­ur, eða um 16 pró­­sent. 

Segir enn fremur í frétt Kjarn­ans að laun stjórn­­­ar­­manna í RÚV hafi hækkað um 21 pró­­sent á milli ára.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent