Um 20 starfa hjá RÚV við tekjuöflun – Flestir við auglýsingasölu

Á annan tug manns eru í fullu starfi hjá RÚV til að sinna sölu á auglýsingum, hérlendu sem og erlendu efni og leigu á dreifikerfi. Beinn kostnaður RÚV vegna samkeppnisrekstrar er 256 milljónir á ári.

rúv
Auglýsing

Beinn kostn­aður vegna sam­keppn­is­rekstrar Rík­is­út­varps­ins var 256,5 millj­ónir árið 2017. Hann jókst lít­il­lega milli ára eða um 4,5 millj­ón­ir. Þetta kemur fram í árs­­reikn­ingi RÚV sem birt­ist þann 26. mars síð­ast­lið­inn.

Í svari Rík­is­út­varps­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að sú tala sé sá beini rekst­ar­kostn­aður sem hlýst af tekju­öflun RÚV. Megnið af tekju­öflun RÚV sé vegna sölu á aug­lýs­ingum en einnig vegna leigu­tekna, sölu á efni hér­lendis og erlend­is, leigu á dreifi­kerfi o.s.frv.

Enn fremur kemur fram í svar­inu að þeir starfs­menn sem sinna þessum þáttum séu um 20 í fullu starfi og síðan bæt­ist við hluti af störfum ann­arra starfs­manna sem koma að þessum málum á fjár­mála- og tækni­svið­u­m. 

Auglýsing
Ef reiknað er með að þessi upp­hæð deilist niður á 20 manns þá eru með­al­mán­að­ar­laun rúm­lega ein milljón króna á mann.

Laun útvarps­stjóra hækk­uðu um 16 pró­sent

Kjarn­inn fjall­aði nýverið um launa­kostnað Magn­úsar Geirs Þórð­­ar­­sonar útvarps­­­stjóra en hann var með 22,9 millj­­ónir króna í heild­­ar­­laun og þókn­­anir á síð­­asta ári. Greiðslur til hans hækk­­uðu um 5,7 millj­­ónir króna í fyrra, eða um 33 pró­­sent. Heild­­ar­­laun og þókn­­anir útvarps­­­stjóra voru 1,9 millj­­ónir króna á mán­uði að með­­al­tali árið 2017. Kom þetta fram í árs­reikn­ingi RÚV.

Kjarn­­anum barst árétt­ing frá RÚV þar sem fram kemur að á árinu 2016 hafi útvarps­­­stjóri tekið fæð­ing­­ar­or­lof sem lækk­­aði heild­­ar­greiðslur launa á því ár. Því gefi sam­an­­burður milli launa á árunum 2016 og 2017 ekki rétta mynd af launa­­þró­un. Stjórn RÚV hafi ákveðið að hækka laun útvarps­­­stjóra á árinu 2017 úr 1.550 þús­und krónum á mán­uði í 1.800 þús­und krón­­ur, eða um 16 pró­­sent. 

Segir enn fremur í frétt Kjarn­ans að laun stjórn­­­ar­­manna í RÚV hafi hækkað um 21 pró­­sent á milli ára.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent