Hefur lengi verið þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði of miklu

Heilbrigðisráðherra var mjög efins um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Í dag er hún sannfærð um að það hafi verið góð hugmynd. Hún segist þó enn þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið of miklu á Íslandi.

Auglýsing

„Ég hef lengi verið þeirrar skoð­unar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ráðið allt of miklu á Íslandi. Hafi ráðið allt of miklu allt of lengi. Ég er ennþá þeirrar skoð­un­ar,“ segir Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra og þing­maður Vinstri grænna. Svan­dís situr í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sem sam­anstendur af Vinstri græn­um, Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Hún er gestur sjón­varps­þáttar Kjarn­ans sem frum­sýndur er á Hring­braut í kvöld klukkan 21. Hægt er að horfa á stiklu úr þætti kvölds­ins í spil­ar­anum hér að ofan.

Í þætti kvölds­ins ræðir Svan­dís vítt og breitt um heil­brigð­is­mál, hvers sé að vænta í þeim mála­flokki á kom­andi miss­erum og hverjar helstu áherslur hennar sem ráð­herra verða.

Svan­dís ræðir líka hið póli­tíska lands­lag og þá óvenju­legu stöðu sem er uppi að flokk­ur­inn sem er lengst til vinstri í íslenskum stjórn­málum sitji í rík­is­stjórn með flokknum sem stað­setji sig lengst til hægri.

Auglýsing

Svan­dís segir rík­is­stjórn­ar­sam­starfið ganga merki­lega vel en við­ur­kennir að þetta sé stórfurðu­leg póli­tísk staða. „Ég, og við vinstri menn, höfum fyrst fremst litið á okkur sem and­stæð­inga Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Það er af ástæðu. Það er vegna þess að við erum hvort á sínum end­anum á hinu póli­tíska lit­rófi.“

Hún telur að sam­fé­lags­legt og póli­tískt lands­lag á Íslandi, sem við hafi verið að glíma eftir hrun, hafi kallað á nýjar lausn­ir. „Ég var mjög efins um þessa leið, að vinna með Sjálf­stæð­is­flokknum og fara svona þvert yfir. En ég er algjör­lega sann­færð um það núna að þetta var mjög góð hug­mynd[...]Mér finnst við pínu­lítið skulda Íslend­ingum að reyna þetta. Auð­vitað er það þannig að undir slíkum kring­um­stæðum erum við ekki að fara fram með ítr­ustu póli­tísku sýn Vinstri grænna. Og heldur ekki ítr­ustu póli­tísku sýn sjálf­stæð­is­manna. En á sama tíma verð ég ekki sjálf­stæð­is­mað­ur. Og Bjarni [Bene­dikts­son] verður mjög seint Vinstri grænn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent