Nef- og munntóbakssala ÁTVR aldrei verið meiri í byrjun árs

ÁTVR, sem framleiðir og selur grófkornað nef- og munntóbak og er í einokunarstöðu á íslenska markaðnum, seldi meira af slíku á fyrstu tveimur mánuðum ársins en fyrirtækið hefur nokkru sinni gert áður.

neftobak_800_030214.jpg
Auglýsing

Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins (ÁTVR), sem hefur einka­rétt á að fram­leiða og selja gróf­kornað nef- og munn­tó­bak, seldi 37,6 tonn af slíku í fyrra. Það er aðeins minna en fyr­ir­tækið seldi árið 2016, þegar salan var rétt tæp­lega 40 tonn, sem var sölu­met. Þetta má sjá yfir­liti yfir mán­að­ar­legar sölu­tölur ÁTVR.

Þar kemur einnig fram að á fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins hefur selst meira af nef- og munn­tó­baki en nokkru sinni áður á því tíma­bili. Á metár­inu 2016 seld­ust 5,3 tonn af nef- og munn­tó­baki. Í jan­úar og febr­úar 2018 hafa selst 6,2 tonn, eða 17 pró­sent meira en á fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins 2016.

Fjór­fald­ast frá ald­ar­mótum

Ástæðu þess að tóbaks­sala dróst saman í fyrra má ugg­laust rekja til þess að tóbaks­gjald var hækkað í byrjun árs 2017. Við það hækk­aði verð á dós af nef- og munn­tó­baki sem ÁTVR fram­leið­ir, og er oft­ast kallað „Rudd­i“, um 60 pró­sent í verði. Algengt smá­sölu­verð eftir þá hækkun var um þrjú þús­und krónur á dós.

Auglýsing

Svo virð­ist sem að not­endur tóbaks­ins setji þá hækkun ekki lengur mikið fyrir sig því að neyslan hefur auk­ist á ný það sem af er árinu 2018.

Salan á gróf­korn­uðu tóbaki hefur auk­ist feyki­lega mikið á und­an­förnum árum. Árið 2000 seld­ust til að mynda ríf­­­lega 10 tonn af nef­tó­baki, og því hefur salan fjór­fald­ast frá þeim tíma.

Það hefur áður gerst að hækkun á tóbaks­gjaldi hefur hægt á sölu tóbaks­ins. Það gerð­ist árin 2012 og 2013 eftir að tóbaks­gjald var tvö­fald­að. Eftir þau ár fór salan hins vegar að aukast aftur á ný og náði, líkt og áður sagði, 40 tonnum árið 2016.

Ein­okun frá árinu 2002

Í jan­úar 2002 var fín­kornað munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi. Það þýðir að ­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­­­leiðir hefur verið í nán­­­­­ast ein­ok­un­­­­­ar­­­­­stöðu á mark­aðnum síðan lögin voru sett. Sam­hliða hefur neysla á munn­tó­baki auk­ist tölu­vert og þeir sem neyta þess kaupa ann­að­hvort smygl­varn­ing á svörtum mark­aði, þar sem er mikið fram­­­­­boð, eða nota ­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­­­leið­ir sem munn­tó­bak.

Þessi aukna neysla hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­­­­­ar, bæði vegna hækk­­­­­unar á tóbaks­­­­­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­­­­­spurn­­­­­ar. Í fyrra skil­aði til að mynda tóbaks­gjald, sem leggst á allar tóbaks­vör­ur, hvort sem um er að ræða vind­l­inga og sígar­ettur eða hið gróf­korn­aða nef- og munn­tó­bak sem ÁTVR fram­­leiðir og sel­­ur, um sex millj­örðum króna í rík­is­kass­ann. Því er um umtals­verða tekju­lind að ræða fyrir rík­is­sjóð.

Miklar tekjur af sölu á rík­­is­fram­­leiddu tóbaki

Tekjur ÁTVR af sölu tóbaks dróg­ust í heild saman á árinu 2016. Þær voru tveimur pró­­sentum lægri en árið 2015 eða alls 9,3 millj­­arðar króna. Þar mun­aði mestu um að sala á sígar­ettum dróst saman um 6,1 pró­­sent og á vindlum um 7,5 pró­­sent.

Sala á nef­- og munn­tó­baki hélt hins veg­­ar, líkt og áður sagði, áfram að aukast og jókst sam­tals um 10,7 pró­­sent á árinu. Salan skil­aði alls 827,6 millj­­ónum króna í kass­ann árið 2016 án virð­is­auka­skatts. Árið 2015 var selt rík­­is­fram­­leitt tóbak fyrir 748 millj­­ónir króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent