Er þeirrar skoðunar að embættisfærsla dómsmálaráðherra hafi verið röng

Svandís Svavarsdóttir segir að hún hafi ekki skipt um skoðun á embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen í Landsréttarmálinu. Hún hafi verið röng og dómstólar hafi einnig komist að þeirri niðurstöðu.

Auglýsing

„Ég er áfram þeirrar skoðunar að þessi embættisfærsla hafi verið röng. Og raunar er þar sammála dómstólum um þá niðurstöðu.“ Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að leggja fram tillögu um 15 dómara við nýjan Landsrétt fyrir tæpu ári síðan, sem vék frá tillögu dómnefndar um hverja ætti að skipa án þess að rökstuðningur ráðherrans væri nægjanlegur. 

Svandís segist þó ekki hafa litið svo á að vantrauststillaga sem lögð var fram á Sigríði í mars, og hún kaus gegn, hafi snúist um þá embættisfærslur heldur hvort að Vinstri græn styddu áfram ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þetta er meðal þess sem fram kom í sjónvarpsþætti Kjarnans á Hringbraut í gærkvöldi. Hægt er að sjá stiklu úr þættinum í spilaranum hér að ofan.

Vantraustið snerist um ríkisstjórnarsamstarfið

Í júní 2017 skrif­aði Svandís, ásamt,  Katrínu Jak­obs­dótt­ur, nú for­sæt­is­ráð­herra, grein á vef Vinstri grænna sem fjall­aði meðal ann­ars um Lands­rétt­ar­mál­ið. Þar stóð: „Upp­­­­­nám milli­­­­­dóm­­­stigs­ins er nú algjört, á ábyrgð dóms­­­mála­ráð­herr­ans og rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar all­r­­­ar. Enn er ekki séð fyrir endan á mála­­­lyktum þessa og gæti svo farið að Lands­­­réttur yrði að glíma við van­­­traust og skort á trú­verð­ug­­­leika um ára­bil.“

Auglýsing
Aðspurð hvort að Svandís telji að ábyrgð dómsmálaráðherra á málinu sé ekki lengur til staðar, í ljósi þess að hún og Katrín kusu báðar gegn vantrauststillögu á Sigríði í marsmánuði, sagði Svandís svo ekki vera og að hún hafi ekki skipt um skoðun í þessu máli. Hún telji enn að embættisfærsla Sigríðar hafi verið röng.

Á sínum tíma hafi hún ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu um skipun Landsréttardóma vegna persónulegra tengsla hennar við einn þeirra sem dómnefnd hafði metið hæfasta til að sitja í réttinum en Sigríður hafði ákveðið að skipa ekki. Þau tengsl eru við Ástráð Haraldsson, nú héraðsdómara, sem er fyrrverandi eiginmaður og barnsfaðir Svandísar. Þegar Vinstri græn hafi ákveðið að fara í ríkisstjórnarsamstarf þá sagði Svandís að þau hafi áttað sig á því að flokkurinn væri að fara að gera það eins og gerist og gengur í íslenskum stjórnmálum. „Það eru flokkarnir sem sammælast um það að ganga til samstarfs og flokkarnir velja sér síðan sín ráðherraefni. Og við það situr. Hér erum við að tala um embættisfærslur frá fyrri tíð, sem eru frá því fyrir kosningar, og þær voru ekki til umfjöllunar í þessu vantrausti að mínu mati heldur í raun og veru hvort að við ætluðum að halda áfram að styðja þetta samstarf.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent