Ætla má að ferðamenn sem fari í lúxusferðir hafi lagt að minnsta kosti 10 - 12 milljarða til efnahagslífsins í fyrra.
Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum, fylgiriti Morgunblaðsins, í dag, en mikill ávinningur getur verið af því fyrir íslenskt efnahagslíf, að auka þjónustu á sviði lúxusþjónustu, þar sem ferðamenn sem hana nýta skilja eftir mikið fjármagn í hagkerfinu í hverri ferð.
Talið er að slíkir ferðamenn eyði um einni milljón í fimm daga ferð hingað til lands.
Til samanburðar
eyðir hefðbundinn ferðamaður
um 240 þúsundum í sjö daga
ferð. Oft eyðir fágætisferðamaðurinn
hærri fjárhæð hér á landi en einni
milljón.
Tekjur af fágætisferðamönnum eru að meðaltali sexfalt meiri á gistinótt en af hefðbundnum ferðamönnum. Slíkir fágætisferðamenn eyða um 200 þúsund krónum á dag en hefðbundnir ferðamenn 34.500 krónum.
Í fyrra komu um 2,3 milljónir ferðamanna til landsins og er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti á þessu ári, þó eitthvað muni hægja á honum frá fyrri árum.