Sex íslensk fyrirtæki fá styrki frá Evrópusambandinu

Nýsköpun sex íslenskra fyrirtækja fær styrki úr sjóðum ESB á grundvelli EES-samningsins.

Hugmyndasmíð
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið til­kynnti fyrr í dag að ákveðið hafi verið að styrkja nýsköp­un­ar­starf­semi 257 lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í 31 landi. Sex íslensk fyr­ir­tæki eru meðal styrk­þega, en Ísland tekur þátt í fjöl­mörgum sam­keppn­is­sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins á grund­velli EES-­sam­starfs­ins – Samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Í henni kemur jafn­framt fram að til­gang­ur­inn sé að hjálpa fyr­ir­tækj­unum til að koma afrakstri nýsköp­un­ar­verk­efna þeirra fyrr á markað en ella.

Auglýsing

Rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sjóð­ur­inn Horizon 2020 styrkir þau fyr­ir­tæki sem höfðu bestu áætl­an­irnar til að klára ýmiss konar nýsköp­un­ar­verk­efni. Alls bár­ust 2009 umsókn­ir, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Michael Mann„Þetta er enn eitt dæmið um þann gíf­ur­lega ávinn­ing sem Ísland hefur af EES-­sam­starf­inu. Íslend­ingar slá á sumum sviðum öll met og fá tvö­falt meira fé til baka úr sam­eig­in­legum sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins miðað við hvað þeir leggja inn í þá. En þetta er bara hálf sag­an. EES-­sam­starfið hefur gert íslenskum frum­kvöðlum – úr atvinnu­líf­inu og í mennta­kerf­inu – kleift að vera í sam­starfi og sam­keppni við kollega sína út um alla Evr­ópu og víð­ar. 

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, sem ættu ef til vill erfitt með að þríf­ast í 350.000 manna umhverfi Íslands, kom­ast beint á 500 millj­óna alþjóða­mark­að, með öllum þeim tæki­færum sem því fylgir, í gegnum EES. Og þau þurfa að stand­ast mjög strangar kröfur til að fá að auki styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu. Það væri athygl­is­vert að sjá úttekt á því, hversu mjög nýsköp­un­ar-, rann­sókna- og vís­inda­starf allt á Íslandi hefur tekið fram­förum á þessum 25 árum, sem bein afleið­ing af þátt­töku í sam­keppn­is­sjóðum ESB,“ segir Mich­ael Mann, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.

Fimmt­ungur íslenskra umsókna skilar árangri

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni að ekk­ert land standi sig betur í að fá SME-­styrki úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins en Ísland, því fimmt­ungur umsókna íslenskra aðila skilar árangri. Næstu lönd á eftir eru með 13 pró­sent árang­urs­hlut­fall, og allt niður í 1 pró­sent.

Íslensku fyr­ir­tækin eru: 

  • Þula á Akur­eyri • Curio í Hafn­ar­firði 

  • ICECAL í Mos­fellsbæ

  • SAReye í Mos­fellsbæ

  • Act­i­vity Str­eam í Reykja­vík

  • Skynjar Technologies í Reykja­vík

Nokkur verk­efni af þeim 257 sem styrkt eru að þessu sinn­i: 

  • Götu­ljós knúin sól­ar­raf­hlöðum

  • Hug­bún­aður sem auð­veldar eft­ir­lit með fram­leiðslu­ferli iðn­fyr­ir­tækja

  • Ný tækni til að greina kæfisvefn

  • Nýtt far­and­greiðslu­kerfi, líkt og posar

  • Pökk­un­ar­vél sem nýtir umhverf­is­vænt efni í umbúðir

Á þessu fyrsta stigi SME-­styrkja fyrir smá og með­al­stór fyr­ir­tæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyr­ir­tæk­is, sem eru tæp­lega 6,1 milljón krón­ur, til að búa til við­skipta­á­ætl­un. Þau munu fá aðgang að sér­stakri þjálfun og aðstoð til að flýta fyrir við­skipt­um, en þetta er þjón­usta Evr­ópska nýsköp­un­ar­ráðs­ins, sem hefur nýlega verið sett á lagg­irn­ar. Einnig verður fyr­ir­tækj­unum veitt færi til að sækja alþjóð­legar við­skipta­kaup­stefnur utan Evr­ópu.

Á Íslandi er það Rannís sem hefur umsjón með sam­starfs­á­ætl­unum ESB og á stóran þátt í árangri Íslands, segir í til­kynn­ingu ESB. „Flest íslensku fyr­ir­tækj­anna hafa til að mynda áður fengið styrki úr Tækni­þró­un­ar­sjóði Rannís og má segja að grunn­ur­inn hafi þar verið lagður að árangri hjá sjóðum ESB. Með styrk­veit­ing­unni í dag eru SME-­styrkir til íslenskra fyr­ir­tækja komnir vel yfir millj­arð króna, sem þó er bara brot af þeim Evr­ópu­sam­bands­styrkjum sem íslenskir aðilar hafa fengið í heild­ina. Full­trúi Rannís situr í stjórn­ar­nefnd SME-­styrkj­anna.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent