Sex íslensk fyrirtæki fá styrki frá Evrópusambandinu

Nýsköpun sex íslenskra fyrirtækja fær styrki úr sjóðum ESB á grundvelli EES-samningsins.

Hugmyndasmíð
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið til­kynnti fyrr í dag að ákveðið hafi verið að styrkja nýsköp­un­ar­starf­semi 257 lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í 31 landi. Sex íslensk fyr­ir­tæki eru meðal styrk­þega, en Ísland tekur þátt í fjöl­mörgum sam­keppn­is­sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins á grund­velli EES-­sam­starfs­ins – Samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Í henni kemur jafn­framt fram að til­gang­ur­inn sé að hjálpa fyr­ir­tækj­unum til að koma afrakstri nýsköp­un­ar­verk­efna þeirra fyrr á markað en ella.

Auglýsing

Rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sjóð­ur­inn Horizon 2020 styrkir þau fyr­ir­tæki sem höfðu bestu áætl­an­irnar til að klára ýmiss konar nýsköp­un­ar­verk­efni. Alls bár­ust 2009 umsókn­ir, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Michael Mann„Þetta er enn eitt dæmið um þann gíf­ur­lega ávinn­ing sem Ísland hefur af EES-­sam­starf­inu. Íslend­ingar slá á sumum sviðum öll met og fá tvö­falt meira fé til baka úr sam­eig­in­legum sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins miðað við hvað þeir leggja inn í þá. En þetta er bara hálf sag­an. EES-­sam­starfið hefur gert íslenskum frum­kvöðlum – úr atvinnu­líf­inu og í mennta­kerf­inu – kleift að vera í sam­starfi og sam­keppni við kollega sína út um alla Evr­ópu og víð­ar. 

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, sem ættu ef til vill erfitt með að þríf­ast í 350.000 manna umhverfi Íslands, kom­ast beint á 500 millj­óna alþjóða­mark­að, með öllum þeim tæki­færum sem því fylgir, í gegnum EES. Og þau þurfa að stand­ast mjög strangar kröfur til að fá að auki styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu. Það væri athygl­is­vert að sjá úttekt á því, hversu mjög nýsköp­un­ar-, rann­sókna- og vís­inda­starf allt á Íslandi hefur tekið fram­förum á þessum 25 árum, sem bein afleið­ing af þátt­töku í sam­keppn­is­sjóðum ESB,“ segir Mich­ael Mann, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.

Fimmt­ungur íslenskra umsókna skilar árangri

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni að ekk­ert land standi sig betur í að fá SME-­styrki úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins en Ísland, því fimmt­ungur umsókna íslenskra aðila skilar árangri. Næstu lönd á eftir eru með 13 pró­sent árang­urs­hlut­fall, og allt niður í 1 pró­sent.

Íslensku fyr­ir­tækin eru: 

  • Þula á Akur­eyri • Curio í Hafn­ar­firði 

  • ICECAL í Mos­fellsbæ

  • SAReye í Mos­fellsbæ

  • Act­i­vity Str­eam í Reykja­vík

  • Skynjar Technologies í Reykja­vík

Nokkur verk­efni af þeim 257 sem styrkt eru að þessu sinn­i: 

  • Götu­ljós knúin sól­ar­raf­hlöðum

  • Hug­bún­aður sem auð­veldar eft­ir­lit með fram­leiðslu­ferli iðn­fyr­ir­tækja

  • Ný tækni til að greina kæfisvefn

  • Nýtt far­and­greiðslu­kerfi, líkt og posar

  • Pökk­un­ar­vél sem nýtir umhverf­is­vænt efni í umbúðir

Á þessu fyrsta stigi SME-­styrkja fyrir smá og með­al­stór fyr­ir­tæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyr­ir­tæk­is, sem eru tæp­lega 6,1 milljón krón­ur, til að búa til við­skipta­á­ætl­un. Þau munu fá aðgang að sér­stakri þjálfun og aðstoð til að flýta fyrir við­skipt­um, en þetta er þjón­usta Evr­ópska nýsköp­un­ar­ráðs­ins, sem hefur nýlega verið sett á lagg­irn­ar. Einnig verður fyr­ir­tækj­unum veitt færi til að sækja alþjóð­legar við­skipta­kaup­stefnur utan Evr­ópu.

Á Íslandi er það Rannís sem hefur umsjón með sam­starfs­á­ætl­unum ESB og á stóran þátt í árangri Íslands, segir í til­kynn­ingu ESB. „Flest íslensku fyr­ir­tækj­anna hafa til að mynda áður fengið styrki úr Tækni­þró­un­ar­sjóði Rannís og má segja að grunn­ur­inn hafi þar verið lagður að árangri hjá sjóðum ESB. Með styrk­veit­ing­unni í dag eru SME-­styrkir til íslenskra fyr­ir­tækja komnir vel yfir millj­arð króna, sem þó er bara brot af þeim Evr­ópu­sam­bands­styrkjum sem íslenskir aðilar hafa fengið í heild­ina. Full­trúi Rannís situr í stjórn­ar­nefnd SME-­styrkj­anna.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent