Sex íslensk fyrirtæki fá styrki frá Evrópusambandinu

Nýsköpun sex íslenskra fyrirtækja fær styrki úr sjóðum ESB á grundvelli EES-samningsins.

Hugmyndasmíð
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið til­kynnti fyrr í dag að ákveðið hafi verið að styrkja nýsköp­un­ar­starf­semi 257 lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í 31 landi. Sex íslensk fyr­ir­tæki eru meðal styrk­þega, en Ísland tekur þátt í fjöl­mörgum sam­keppn­is­sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins á grund­velli EES-­sam­starfs­ins – Samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Í henni kemur jafn­framt fram að til­gang­ur­inn sé að hjálpa fyr­ir­tækj­unum til að koma afrakstri nýsköp­un­ar­verk­efna þeirra fyrr á markað en ella.

Auglýsing

Rann­sókna- og nýsköp­un­ar­sjóð­ur­inn Horizon 2020 styrkir þau fyr­ir­tæki sem höfðu bestu áætl­an­irnar til að klára ýmiss konar nýsköp­un­ar­verk­efni. Alls bár­ust 2009 umsókn­ir, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Michael Mann„Þetta er enn eitt dæmið um þann gíf­ur­lega ávinn­ing sem Ísland hefur af EES-­sam­starf­inu. Íslend­ingar slá á sumum sviðum öll met og fá tvö­falt meira fé til baka úr sam­eig­in­legum sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins miðað við hvað þeir leggja inn í þá. En þetta er bara hálf sag­an. EES-­sam­starfið hefur gert íslenskum frum­kvöðlum – úr atvinnu­líf­inu og í mennta­kerf­inu – kleift að vera í sam­starfi og sam­keppni við kollega sína út um alla Evr­ópu og víð­ar. 

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, sem ættu ef til vill erfitt með að þríf­ast í 350.000 manna umhverfi Íslands, kom­ast beint á 500 millj­óna alþjóða­mark­að, með öllum þeim tæki­færum sem því fylgir, í gegnum EES. Og þau þurfa að stand­ast mjög strangar kröfur til að fá að auki styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu. Það væri athygl­is­vert að sjá úttekt á því, hversu mjög nýsköp­un­ar-, rann­sókna- og vís­inda­starf allt á Íslandi hefur tekið fram­förum á þessum 25 árum, sem bein afleið­ing af þátt­töku í sam­keppn­is­sjóðum ESB,“ segir Mich­ael Mann, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.

Fimmt­ungur íslenskra umsókna skilar árangri

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unni að ekk­ert land standi sig betur í að fá SME-­styrki úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins en Ísland, því fimmt­ungur umsókna íslenskra aðila skilar árangri. Næstu lönd á eftir eru með 13 pró­sent árang­urs­hlut­fall, og allt niður í 1 pró­sent.

Íslensku fyr­ir­tækin eru: 

  • Þula á Akur­eyri • Curio í Hafn­ar­firði 

  • ICECAL í Mos­fellsbæ

  • SAReye í Mos­fellsbæ

  • Act­i­vity Str­eam í Reykja­vík

  • Skynjar Technologies í Reykja­vík

Nokkur verk­efni af þeim 257 sem styrkt eru að þessu sinn­i: 

  • Götu­ljós knúin sól­ar­raf­hlöðum

  • Hug­bún­aður sem auð­veldar eft­ir­lit með fram­leiðslu­ferli iðn­fyr­ir­tækja

  • Ný tækni til að greina kæfisvefn

  • Nýtt far­and­greiðslu­kerfi, líkt og posar

  • Pökk­un­ar­vél sem nýtir umhverf­is­vænt efni í umbúðir

Á þessu fyrsta stigi SME-­styrkja fyrir smá og með­al­stór fyr­ir­tæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyr­ir­tæk­is, sem eru tæp­lega 6,1 milljón krón­ur, til að búa til við­skipta­á­ætl­un. Þau munu fá aðgang að sér­stakri þjálfun og aðstoð til að flýta fyrir við­skipt­um, en þetta er þjón­usta Evr­ópska nýsköp­un­ar­ráðs­ins, sem hefur nýlega verið sett á lagg­irn­ar. Einnig verður fyr­ir­tækj­unum veitt færi til að sækja alþjóð­legar við­skipta­kaup­stefnur utan Evr­ópu.

Á Íslandi er það Rannís sem hefur umsjón með sam­starfs­á­ætl­unum ESB og á stóran þátt í árangri Íslands, segir í til­kynn­ingu ESB. „Flest íslensku fyr­ir­tækj­anna hafa til að mynda áður fengið styrki úr Tækni­þró­un­ar­sjóði Rannís og má segja að grunn­ur­inn hafi þar verið lagður að árangri hjá sjóðum ESB. Með styrk­veit­ing­unni í dag eru SME-­styrkir til íslenskra fyr­ir­tækja komnir vel yfir millj­arð króna, sem þó er bara brot af þeim Evr­ópu­sam­bands­styrkjum sem íslenskir aðilar hafa fengið í heild­ina. Full­trúi Rannís situr í stjórn­ar­nefnd SME-­styrkj­anna.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent