Sex íslensk fyrirtæki fá styrki frá Evrópusambandinu

Nýsköpun sex íslenskra fyrirtækja fær styrki úr sjóðum ESB á grundvelli EES-samningsins.

Hugmyndasmíð
Auglýsing

Evrópusambandið tilkynnti fyrr í dag að ákveðið hafi verið að styrkja nýsköpunarstarfsemi 257 lítilla og meðalstórra fyrirtækja í 31 landi. Sex íslensk fyrirtæki eru meðal styrkþega, en Ísland tekur þátt í fjölmörgum samkeppnissjóðum Evrópusambandsins á grundvelli EES-samstarfsins – Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópusambandinu.

Í henni kemur jafnframt fram að tilgangurinn sé að hjálpa fyrirtækjunum til að koma afrakstri nýsköpunarverkefna þeirra fyrr á markað en ella.

Auglýsing

Rannsókna- og nýsköpunarsjóðurinn Horizon 2020 styrkir þau fyrirtæki sem höfðu bestu áætlanirnar til að klára ýmiss konar nýsköpunarverkefni. Alls bárust 2009 umsóknir, samkvæmt tilkynningunni.

Michael Mann„Þetta er enn eitt dæmið um þann gífurlega ávinning sem Ísland hefur af EES-samstarfinu. Íslendingar slá á sumum sviðum öll met og fá tvöfalt meira fé til baka úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins miðað við hvað þeir leggja inn í þá. En þetta er bara hálf sagan. EES-samstarfið hefur gert íslenskum frumkvöðlum – úr atvinnulífinu og í menntakerfinu – kleift að vera í samstarfi og samkeppni við kollega sína út um alla Evrópu og víðar. 

Nýsköpunarfyrirtæki, sem ættu ef til vill erfitt með að þrífast í 350.000 manna umhverfi Íslands, komast beint á 500 milljóna alþjóðamarkað, með öllum þeim tækifærum sem því fylgir, í gegnum EES. Og þau þurfa að standast mjög strangar kröfur til að fá að auki styrki frá Evrópusambandinu. Það væri athyglisvert að sjá úttekt á því, hversu mjög nýsköpunar-, rannsókna- og vísindastarf allt á Íslandi hefur tekið framförum á þessum 25 árum, sem bein afleiðing af þátttöku í samkeppnissjóðum ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

Fimmtungur íslenskra umsókna skilar árangri

Enn fremur segir í tilkynningunni að ekkert land standi sig betur í að fá SME-styrki úr sjóðum Evrópusambandsins en Ísland, því fimmtungur umsókna íslenskra aðila skilar árangri. Næstu lönd á eftir eru með 13 prósent árangurshlutfall, og allt niður í 1 prósent.

Íslensku fyrirtækin eru: 

  • Þula á Akureyri • Curio í Hafnarfirði 
  • ICECAL í Mosfellsbæ
  • SAReye í Mosfellsbæ
  • Activity Stream í Reykjavík
  • Skynjar Technologies í Reykjavík

Nokkur verkefni af þeim 257 sem styrkt eru að þessu sinni: 

  • Götuljós knúin sólarrafhlöðum
  • Hugbúnaður sem auðveldar eftirlit með framleiðsluferli iðnfyrirtækja
  • Ný tækni til að greina kæfisvefn
  • Nýtt farandgreiðslukerfi, líkt og posar
  • Pökkunarvél sem nýtir umhverfisvænt efni í umbúðir

Á þessu fyrsta stigi SME-styrkja fyrir smá og meðalstór fyrirtæki eru veittar 50.000 evrur til hvers fyrirtækis, sem eru tæplega 6,1 milljón krónur, til að búa til viðskiptaáætlun. Þau munu fá aðgang að sérstakri þjálfun og aðstoð til að flýta fyrir viðskiptum, en þetta er þjónusta Evrópska nýsköpunarráðsins, sem hefur nýlega verið sett á laggirnar. Einnig verður fyrirtækjunum veitt færi til að sækja alþjóðlegar viðskiptakaupstefnur utan Evrópu.

Á Íslandi er það Rannís sem hefur umsjón með samstarfsáætlunum ESB og á stóran þátt í árangri Íslands, segir í tilkynningu ESB. „Flest íslensku fyrirtækjanna hafa til að mynda áður fengið styrki úr Tækniþróunarsjóði Rannís og má segja að grunnurinn hafi þar verið lagður að árangri hjá sjóðum ESB. Með styrkveitingunni í dag eru SME-styrkir til íslenskra fyrirtækja komnir vel yfir milljarð króna, sem þó er bara brot af þeim Evrópusambandsstyrkjum sem íslenskir aðilar hafa fengið í heildina. Fulltrúi Rannís situr í stjórnarnefnd SME-styrkjanna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent