315 milljóna króna kröfum lýst í bú Pressunnar

Einni stórri kröfu sem lýst var í þrotabú Pressunnar var hafnað af skiptastjóra. Alls nema samþykktar kröfur í búið 110 milljónum króna. Allt logar í illdeilum og kærumálum milli fyrrverandi eigenda og stjórnenda félagsins.

Björn Ingi Hrafnsson stýrði Pressusamstæðunni árum saman.
Björn Ingi Hrafnsson stýrði Pressusamstæðunni árum saman.
Auglýsing

Alls var kröfum upp á 315 millj­ónir króna lýst í þrotabú Pressunn­ar. Skipta­stjóri bús­ins hefur við­ur­kennt kröfur upp á 110 millj­ónir króna en hafnað öðr­um. Þar munar mest um eina stóra kröfu sem skipta­stjóri hefur hafn­að. Frá þessu er greint á vef RÚV.

­Pressan var um tíma stór­tækt á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði, undir stjórn Björns Inga Hrafns­sonar og við­skipta­fé­laga hans Arn­ars Ægis­son­ar, og sankað að sér alls kyns fjöl­miðlum með skuld­settum yfir­tök­um.

Síð­asta yfir­takan var á tíma­rita­út­gáf­unni Birt­ingi í lok árs 2016 og eftir hana voru tæp­lega 30 miðlar í Pressu­sam­stæð­unni. Þeirra þekkt­­astir voru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­varps­­stöðin ÍNN og tíma­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Í apríl 2017 var til­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­ar. Sá aðili sem ætl­aði að koma með mest fé inn í rekst­ur­inn var Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn, félag í eigu Róberts Wess­man, Árna Harð­ar­sonar og þriggja ann­arra manna. Með þeim var hópur ann­arra fjár­festa og svo virt­ist sem Pressu­sam­stæð­unni væri borg­ið.

Nýju fjár­fest­arnir komust þó fljót­lega að því að mun meira vant­aði til þess að rétta af rekst­ur­inn en þeir höfðu talið áður. Um miðjan maí voru þeir hættir við aukna fjár­fest­ingu en áttu þó enn meiri­hluta hluta­fjár í sam­stæð­unni. Á sama tíma var kaupum Pressunnar á Birt­ingi rift og Dal­ur­inn keypti í kjöl­farið allt hlutafé þess fyr­ir­tæk­is.

Kært til lög­reglu vegna gruns um lög­brot

Drama­tík­inni var þó hvergi nærri lok­ið. Í byrjun sept­em­ber var til­kynnt að Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­maður hef­ði ásamt hópi fjár­­­­­festa keypt flesta lyk­ilmiðla Pressu­sam­stæð­unnar með hluta­fjár­aukn­ingu. Um var að ræða DV, DV.is, Press­una, Eyj­una, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eign­ar­halds­fé­lag­inu voru skildir hér­aðs­frétta­miðl­ar. For­svars­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn.

Auglýsing
Óljóst er hvort að ofan­greind við­skipti muni halda. Pressan var tekin til gjald­þrota­skipta í des­em­ber 2017 og skipta­stjóri skip­aður yfir búið. Grunur er uppi um lög­­brot í starf­­semi félags­­ins, og hefur ný stjórn kært Björn Inga og Arnar Ægis­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna lög­­brota. Þá verður skoðað hvort kröfu­höfum Pressunnar hafi verið mis­munað og hvort það eigi að rifta sölu á miðlum félags­ins.

Reyndi að greiða skuldir með steikum

Björn Ingi og Arnar lögðu fram kæru gegn Árna Harð­ar­syni Hall­­dóri Krist­­manns­­syni og lög­­­manni þeirra, Bjarka Diego, til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fyrir fjársvik, skila­­svik og skjala­brot í febr­ú­ar. Í henni er m.a. lýst „hvernig hinir kærðu hafi blekkt Björn Inga og Arnar til að und­ir­­­rita sam­komu­lag um riftun á kaup­­­samn­ingi um alla hluti í Birt­ing­i, undir því yfir­­­skini að um mála­­­mynda­­­gern­ing væri að ræða, en svo notað umrætt skjal til að yfir­­­­­taka ­kaup­­­samn­ing um Birt­ing og þann hlut, sem Pressan ehf. hafði þeg­ar greitt fyr­ir, án end­­­ur­gjalds með því að beita blekk­ingum og rang­­­færslu skjala, þrátt fyrir að gjald­­­þrot Press­unn­ar væri yfir­­­vof­andi og óum­flýj­an­­­leg­t.“

Árni sendi frá sér yfir­lýs­ingu sama dag þar sem hann sagði Björn Inga ítrekað hafa haft í hót­­unum við sig per­­són­u­­lega og aðra eig­endur Dals­ins.

Mark­mið þeirra hót­­ana hafi verið að kom­­ast hjá „skoðun opin­berra aðila á bók­haldi og fjár­­reiðum Press­unar og tengdra miðla.“

Þá sagði Árni að Björn Ingi hafi reynt að greiða fá að greiða fyrir hlutafé í Press­unni með steikum frá veit­inga­hús­inu Argent­ínu, að Björn Ingi hafi fengið per­­són­u­­lega greiddar 80 milj­­ónir króna þegar hann seldi allar eignir DV og Pressunnar og að í smá­skila­­boðum sem hann hafi sent Árna á kjör­degi í fyrra hafi Björn Ingi sagt: „Er núna að klastra saman rík­­is­­stjórn og langar að koma á friði okkar í mill­u­m“. Þetta kemur fram í yfir­­lýs­ingu sem Árni hefur sent frá sér vegna fréttar um kæru Björns Inga á hendur hon­um, Hall­­dóri Krist­­manns­­syni og lög­­­manni þeirra, Bjarka Diego, til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fyrir fjársvik, skila­­svik og skjala­brot.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent