Kolbrún Balursdóttir sálfræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í borgarstjórnarskosningunum í maí. Í öðru sæti er Karl Berndsen hárgreiðslumeistari.
Í samtali við mbl.is segir Kolbrún að áherslur flokksins verði staða þeirra sem verst eru settir í borginni. Forgangsraða eigi upp á nýtt og stórar fjárfestingar fari neðar á lista.
1. sæti, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
2. sæti, Karl Berndsen, hárgreiðslumeistari
3. sæti, Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
4. sæti, Þór Elís Pálsson, kvikmyndaleikstjóri
5. sæti, Halldóra Gestsdóttir, hönnuður
6. sæti, Rúnar Sigurjónsson, vélvirki
7. sæti, Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði
8. sæti, Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
9. sæti, Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
10. sæti, Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður