Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury, og komu rússnesk stjórnvöld þar á framfæri harðri gagnrýni á Breta.
Vasily Nebenzya, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði Breta hafa farið framm með offorsi gegn Rússum og að það ætti eftir að koma í bakið á þeim.
Sagði hann bresk stjórnvöld í áróðursstríði vegna málsins, og að opinberar ásakanir og aðgerðir gegn Rússum væru byggðar á sandi.
Bretar hafa fullyrt að rússnesk stjórnvöld eigi þátt í að taugaeitrið Novichok var notað gegn rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, en Sergei liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi, en dóttir hans er á batavegi, samkvæmt frásögn The Times.
28 other countries have been so convinced by UK case they have expelled Russians. In contrast, Jeremy Corbyn chooses to side with the Russian spin machine.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) April 4, 2018
Margar þjóðir hafa tekið þátt í aðgerðum gegn Rússum í kjölfar árásarinnar, og er Ísland þar á meðal. Ráðamenn Íslands munu ekki fara á HM í Rússlandi, og þá munu stjórnvöld ekki funda með rússneskum erindrekum. Aðrar þjóðir, þar á meðal Norðurlöndin og Bandaríkin, hafa gripið til þess að vísa rússneskum sendiráðsstarfsmönnum og mörgum öðrum erindrekum úr landi.
Rússar hafa brugðist við með sama hætti. Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur sagt árásin hrikalega, og að það sé öruggt mál að Rússar standi að baki henni.