Eðlilegt að gera kröfu um ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða

Krefjandi tímar eru nú hjá íslenskum lífeyrissjóðum, sem hafa verið að auka fjárfestingar sínar erlendis að undanförnu.

Peningar
Auglýsing

Eðli­legt er að gera kröfu um að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir horfi til ábyrgra fjár­fest­inga­kosta í fjár­fest­ingum sín­um, og horfi meðal ann­ars til umhverf­is- og sam­fé­lags­legra sjón­ar­miða við fjár­fest­ingar sín­ar.

Þetta er meðal þess sem fjallað er um í ítar­legri grein Krist­jáns Guy Burgess, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ings og ráð­gjafa, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein­inni er fjallað um krefj­andi stöðu sem íslenskir líf­eyr­is­sjóðir standa frammi fyr­ir, þegar kemur að ávöxtun líf­eyris lands­manna.

Auglýsing

Kristján Guy Burgess. Hann hefur víðtæka reynslu af starfi á alþjóðlegum mörkuðum, bæði innan alþjóðastofnanna, sem fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og á einkamarkaði.„En hvernig velja sjóð­irnir fjár­fest­ing­ar­kosti fyrir þessa 1.000-1.500 millj­arða á alþjóð­legum mörk­uðum miðað við núver­andi stærð og þau millj­arða­hund­ruð sem bæt­ast við á næst­unni? Það er ljóst að þeir verða að dreifa áhætt­unni veru­lega og velja fjöl­breyti­lega kosti. Það er aldrei gott að hafa öll egg í sömu körf­unni, jafn­vel þótt karfan sé stór.

Það er full­kom­lega eðli­legt að gera þá kröfu að við allar fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir skuli sjóð­irnir miða við að hafa sem best áhrif á umhverfi, sam­fé­lag og stjórn­ar­hætti og taka ESG-þætti inn í allar ákvarð­an­ir. Það er hægt að gera án þess að afsláttur sé gef­inn af ávöxt­un, enda sýna sam­an­burð­ar­vísi­tölur að hægt er að fá betri ávöxtun víða með því að velja ESG-fjár­fest­ing­ar­leiðir umfram hefð­bundna sjóði. Vanti sjóð­ina fyr­ir­mynd­ir, má horfa til þess hvernig nor­rænu líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa staðið að mál­u­m,“ segir Krist­ján Guy í grein sinni, og rekur meðal ann­ars hvernig nor­rænir líf­eyr­is­sjóðir hafa sett sér stefnu í þessum mál­um.

Eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða fóru fyrir fáeinum vikum yfir 4.000 millj­arða króna og munu vaxa veru­lega á næstu árum og ára­tug­um. Um 75 pró­sent af þessum eignum er bundið í íslenskum fjár­fest­ingum með til­heyr­andi áhrifum á íslenskan mark­að, en innan við 25 pró­sent­um, 972 millj­örðum króna var fjár­fest erlendis skv. tölum Seðla­bank­ans um eigna­stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna í lok jan­ú­ar.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent