Eðlilegt að gera kröfu um ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða

Krefjandi tímar eru nú hjá íslenskum lífeyrissjóðum, sem hafa verið að auka fjárfestingar sínar erlendis að undanförnu.

Peningar
Auglýsing

Eðli­legt er að gera kröfu um að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir horfi til ábyrgra fjár­fest­inga­kosta í fjár­fest­ingum sín­um, og horfi meðal ann­ars til umhverf­is- og sam­fé­lags­legra sjón­ar­miða við fjár­fest­ingar sín­ar.

Þetta er meðal þess sem fjallað er um í ítar­legri grein Krist­jáns Guy Burgess, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ings og ráð­gjafa, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein­inni er fjallað um krefj­andi stöðu sem íslenskir líf­eyr­is­sjóðir standa frammi fyr­ir, þegar kemur að ávöxtun líf­eyris lands­manna.

Auglýsing

Kristján Guy Burgess. Hann hefur víðtæka reynslu af starfi á alþjóðlegum mörkuðum, bæði innan alþjóðastofnanna, sem fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og á einkamarkaði.„En hvernig velja sjóð­irnir fjár­fest­ing­ar­kosti fyrir þessa 1.000-1.500 millj­arða á alþjóð­legum mörk­uðum miðað við núver­andi stærð og þau millj­arða­hund­ruð sem bæt­ast við á næst­unni? Það er ljóst að þeir verða að dreifa áhætt­unni veru­lega og velja fjöl­breyti­lega kosti. Það er aldrei gott að hafa öll egg í sömu körf­unni, jafn­vel þótt karfan sé stór.

Það er full­kom­lega eðli­legt að gera þá kröfu að við allar fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir skuli sjóð­irnir miða við að hafa sem best áhrif á umhverfi, sam­fé­lag og stjórn­ar­hætti og taka ESG-þætti inn í allar ákvarð­an­ir. Það er hægt að gera án þess að afsláttur sé gef­inn af ávöxt­un, enda sýna sam­an­burð­ar­vísi­tölur að hægt er að fá betri ávöxtun víða með því að velja ESG-fjár­fest­ing­ar­leiðir umfram hefð­bundna sjóði. Vanti sjóð­ina fyr­ir­mynd­ir, má horfa til þess hvernig nor­rænu líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa staðið að mál­u­m,“ segir Krist­ján Guy í grein sinni, og rekur meðal ann­ars hvernig nor­rænir líf­eyr­is­sjóðir hafa sett sér stefnu í þessum mál­um.

Eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða fóru fyrir fáeinum vikum yfir 4.000 millj­arða króna og munu vaxa veru­lega á næstu árum og ára­tug­um. Um 75 pró­sent af þessum eignum er bundið í íslenskum fjár­fest­ingum með til­heyr­andi áhrifum á íslenskan mark­að, en innan við 25 pró­sent­um, 972 millj­örðum króna var fjár­fest erlendis skv. tölum Seðla­bank­ans um eigna­stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna í lok jan­ú­ar.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent