Eðlilegt að gera kröfu um ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða

Krefjandi tímar eru nú hjá íslenskum lífeyrissjóðum, sem hafa verið að auka fjárfestingar sínar erlendis að undanförnu.

Peningar
Auglýsing

Eðli­legt er að gera kröfu um að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir horfi til ábyrgra fjár­fest­inga­kosta í fjár­fest­ingum sín­um, og horfi meðal ann­ars til umhverf­is- og sam­fé­lags­legra sjón­ar­miða við fjár­fest­ingar sín­ar.

Þetta er meðal þess sem fjallað er um í ítar­legri grein Krist­jáns Guy Burgess, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ings og ráð­gjafa, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Í grein­inni er fjallað um krefj­andi stöðu sem íslenskir líf­eyr­is­sjóðir standa frammi fyr­ir, þegar kemur að ávöxtun líf­eyris lands­manna.

Auglýsing

Kristján Guy Burgess. Hann hefur víðtæka reynslu af starfi á alþjóðlegum mörkuðum, bæði innan alþjóðastofnanna, sem fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra og á einkamarkaði.„En hvernig velja sjóð­irnir fjár­fest­ing­ar­kosti fyrir þessa 1.000-1.500 millj­arða á alþjóð­legum mörk­uðum miðað við núver­andi stærð og þau millj­arða­hund­ruð sem bæt­ast við á næst­unni? Það er ljóst að þeir verða að dreifa áhætt­unni veru­lega og velja fjöl­breyti­lega kosti. Það er aldrei gott að hafa öll egg í sömu körf­unni, jafn­vel þótt karfan sé stór.

Það er full­kom­lega eðli­legt að gera þá kröfu að við allar fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir skuli sjóð­irnir miða við að hafa sem best áhrif á umhverfi, sam­fé­lag og stjórn­ar­hætti og taka ESG-þætti inn í allar ákvarð­an­ir. Það er hægt að gera án þess að afsláttur sé gef­inn af ávöxt­un, enda sýna sam­an­burð­ar­vísi­tölur að hægt er að fá betri ávöxtun víða með því að velja ESG-fjár­fest­ing­ar­leiðir umfram hefð­bundna sjóði. Vanti sjóð­ina fyr­ir­mynd­ir, má horfa til þess hvernig nor­rænu líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa staðið að mál­u­m,“ segir Krist­ján Guy í grein sinni, og rekur meðal ann­ars hvernig nor­rænir líf­eyr­is­sjóðir hafa sett sér stefnu í þessum mál­um.

Eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða fóru fyrir fáeinum vikum yfir 4.000 millj­arða króna og munu vaxa veru­lega á næstu árum og ára­tug­um. Um 75 pró­sent af þessum eignum er bundið í íslenskum fjár­fest­ingum með til­heyr­andi áhrifum á íslenskan mark­að, en innan við 25 pró­sent­um, 972 millj­örðum króna var fjár­fest erlendis skv. tölum Seðla­bank­ans um eigna­stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna í lok jan­ú­ar.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent