Fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ári, sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku hefur verið uppfærð. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að af tæknilegum orsökum höfðu skýringartöflur í greinargerðum tiltekinna málefnasviða ekki skilað sér með réttum hætti.
„Þingsályktunartillagan og almenn greinargerð sem henni fylgdi voru rétt og tóku engum breytingum. Uppfærðri útgáfu skjalsins var dreift rafrænt á föstudag,“ segir í tilkynningunni.
Áætlunin er nú komin aftur í prent og verður dreift um miðja viku.
Þingmenn stjórnarandstöðunna höfðu kvartað undan því að svo margar villur færi að finna í áætluninni að tíminn yfir nýliðna helgi hefði ekki nýst sem skildi til að undirbúa umræður um málið.
Ég var að frétta af því að það á að prenta upp annað eintak af fjármálaáætluninni vegna þess að það eru svo margar...
Posted by Björn Leví Gunnarsson on Friday, April 6, 2018
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði á Facebook að hann hefði fundið 10 milljarða mun á málefnasviði um fjármagnskostnað og lífeyrisskuldbindingar. Billjón króna mun í áætluðu markamiði um útflutningstekjur og þó nokkrar afritunarvillur þar sem markmiðin eru nákvæmlega þau sömu og á fyrra ári, þar sem vísað er til ársins 2018 en ekki 2019.
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar sagði í Silfrinu á RÚV í gær að þingmenn hefðu fengið þær fréttir á föstudag að einstaka töflur undir ákveðnum málefnasviðum væru ekki réttar. „Þar eru tölurnar,“ sagði Hanna sem sagðist held að hún væri ekki eini þingmaðurinn sem hafði ætlað sér að nota helgina til að kafa djúpt ofan í áætlunina. „Það frestast.“
Ríkisstjórnin kynnti fjármálaáætlun sína á miðvikudag í síðustu viku. Þar verða innviðafjárfestingar í forgrunni í ríkisfjármálunum og fjárfestingar auknar og munu nema 338 milljónum á næsta fimm ára tímabili.
Bankaskattur verður lækkaður, sem og tryggingagjald og neðra tekjuskattþrep einstaklinga.