Villur í fjármálaáætlun - billjón króna munur

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í síðustu viku hefur verið uppfærð. Villur hafa verið leiðréttar rafrænt. Nýtt upplag farið í prent. Þingmenn hefðu viljað nýta sér helgina til að skoða tölulegar forsendur áætlunarinnar.

Katrín Jakobsdóttir kynnir fjármálaáætlun 2019-2023
Auglýsing

Fjár­mála­á­ætlun fyrir næstu fimm ári, sem rík­is­stjórnin kynnti í síð­ustu viku hefur verið upp­færð. Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu kemur fram að af tækni­legum orsökum höfðu skýr­ing­art­öflur í grein­ar­gerðum til­tek­inna mál­efna­sviða ekki skilað sér með réttum hætti.

„Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan og almenn grein­ar­gerð sem henni fylgdi voru rétt og tóku engum breyt­ing­um. Upp­færðri útgáfu skjals­ins var dreift raf­rænt á föstu­dag,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Áætl­unin er nú komin aftur í prent og verður dreift um miðja viku.

Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunna höfðu kvartað undan því að svo margar villur færi að finna í áætl­un­inni að tím­inn yfir nýliðna helgi hefði ekki nýst sem skildi til að und­ir­búa umræður um mál­ið.

Ég var að frétta af því að það á að prenta upp annað ein­tak af fjár­mála­á­ætl­un­inni vegna þess að það eru svo marg­ar...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, April 6, 2018


Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sagði á Face­book að hann hefði fundið 10 millj­arða mun á mál­efna­sviði um fjár­magns­kostnað og líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar. Billjón króna mun í áætl­uðu marka­miði um útflutn­ings­tekjur og þó nokkrar afrit­un­ar­villur þar sem mark­miðin eru nákvæm­lega þau sömu og á fyrra ári, þar sem vísað er til árs­ins 2018 en ekki 2019.

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar sagði í Silfr­inu á RÚV í gær að þing­menn hefðu fengið þær fréttir á föstu­dag að ein­staka töflur undir ákveðnum mál­efna­sviðum væru ekki rétt­ar. „Þar eru töl­urn­ar,“ sagði Hanna sem sagð­ist held að hún væri ekki eini þing­mað­ur­inn sem hafði ætlað sér að nota helg­ina til að kafa djúpt ofan í áætl­un­ina. „Það frest­ast.“

Rík­is­stjórnin kynnti fjár­mála­á­ætlun sína á mið­viku­dag í síð­ustu viku. Þar verða inn­viða­fjár­fest­ingar í for­grunni í rík­is­fjár­mál­unum og fjár­fest­ingar auknar og munu nema 338 millj­ónum á næsta fimm ára tíma­bili.

Banka­skattur verður lækk­að­ur, sem og trygg­inga­gjald og neðra tekju­skatt­þrep ein­stak­linga.

Lestu um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar hér.

Flestir þeirra kvótaflóttamanna sem koma til Íslands eru Sýrlendingar sem dvelja í Líbanon. Á meðan að kvótaflóttamönnum fjölgar fækkar þeim sem koma hingað á eigin vegum til að sækja um hæli.
Mun færri flóttamenn hafa sótt um hæli í ár en árin á undan
Miðað við þann fjölda flóttamanna sem sótt hefur um hæli hérlendis það sem af er ári mun þeim sem sækja hér um hæli fækka um rúmlega 40 prósent milli ára. Til stendur að borga flóttamönnum fyrir að draga umsóknir til baka.
Kjarninn 19. október 2018
Veraldarvarpið
Veraldarvarpið
Veraldarvarpið – Morðið á Khashoggi og ímynd krónprinsins
Kjarninn 19. október 2018
Auðun Freyr Ingvarsson
Telur túlkun Innri endurskoðunar villandi
Fráfarandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur túlkun Innri endurskoðunar ekki vera í samræmi við þær áætlanir sem kynntar voru fyrir stjórn árin 2015 og 2016, þar sem gerð hafi verið grein fyrir stöðu verkefnisins við endurbætur á íbúðum við Írabakka.
Kjarninn 19. október 2018
Þórður Snær Júlíusson
Réttur ríkra til að vera látnir í friði
Kjarninn 19. október 2018
Upp og niður
Fasteignaverð er eitthvað sem fólk hefur jafnan augun á enda er sparnaður fólks oft bundinn í húsnæði. Mikill uppgangur hefur verið á fasteignamarkaði á undanförnum árum, en nú er verulega farið að hægja á hækkun fasteignaverðs.
Kjarninn 19. október 2018
Stórfelld svikamylla afhjúpuð
Átján evrópskir fjölmiðlar hafa undir hafa undir verkstjórn þýsku rannsóknarfréttastofunnar Correctiv afhjúpað einhver mestu skattsvik sögunnar. Nokkrir af stærstu bönkum heims eru flæktir í svikamylluna.
Kjarninn 19. október 2018
Tveir frambjóðendur til formennsku hjá BSRB
Tveir bítast um embætti formanns BSRB. Lögfræðingur og stuðningsfulltrúi á Kleppi.
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppniseftirlitið ógildir lyfjasamruna í Mosfellsbæ
Samkeppniseftirlitið segir reynsluna af virkri samkeppni á lyfjamarkaði í Mosfellsbæ hafa verið góða.
Kjarninn 18. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent