Villur í fjármálaáætlun - billjón króna munur

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í síðustu viku hefur verið uppfærð. Villur hafa verið leiðréttar rafrænt. Nýtt upplag farið í prent. Þingmenn hefðu viljað nýta sér helgina til að skoða tölulegar forsendur áætlunarinnar.

Katrín Jakobsdóttir kynnir fjármálaáætlun 2019-2023
Auglýsing

Fjár­mála­á­ætlun fyrir næstu fimm ári, sem rík­is­stjórnin kynnti í síð­ustu viku hefur verið upp­færð. Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu kemur fram að af tækni­legum orsökum höfðu skýr­ing­art­öflur í grein­ar­gerðum til­tek­inna mál­efna­sviða ekki skilað sér með réttum hætti.

„Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan og almenn grein­ar­gerð sem henni fylgdi voru rétt og tóku engum breyt­ing­um. Upp­færðri útgáfu skjals­ins var dreift raf­rænt á föstu­dag,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Áætl­unin er nú komin aftur í prent og verður dreift um miðja viku.

Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunna höfðu kvartað undan því að svo margar villur færi að finna í áætl­un­inni að tím­inn yfir nýliðna helgi hefði ekki nýst sem skildi til að und­ir­búa umræður um mál­ið.

Ég var að frétta af því að það á að prenta upp annað ein­tak af fjár­mála­á­ætl­un­inni vegna þess að það eru svo marg­ar...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, April 6, 2018


Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sagði á Face­book að hann hefði fundið 10 millj­arða mun á mál­efna­sviði um fjár­magns­kostnað og líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar. Billjón króna mun í áætl­uðu marka­miði um útflutn­ings­tekjur og þó nokkrar afrit­un­ar­villur þar sem mark­miðin eru nákvæm­lega þau sömu og á fyrra ári, þar sem vísað er til árs­ins 2018 en ekki 2019.

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar sagði í Silfr­inu á RÚV í gær að þing­menn hefðu fengið þær fréttir á föstu­dag að ein­staka töflur undir ákveðnum mál­efna­sviðum væru ekki rétt­ar. „Þar eru töl­urn­ar,“ sagði Hanna sem sagð­ist held að hún væri ekki eini þing­mað­ur­inn sem hafði ætlað sér að nota helg­ina til að kafa djúpt ofan í áætl­un­ina. „Það frest­ast.“

Rík­is­stjórnin kynnti fjár­mála­á­ætlun sína á mið­viku­dag í síð­ustu viku. Þar verða inn­viða­fjár­fest­ingar í for­grunni í rík­is­fjár­mál­unum og fjár­fest­ingar auknar og munu nema 338 millj­ónum á næsta fimm ára tíma­bili.

Banka­skattur verður lækk­að­ur, sem og trygg­inga­gjald og neðra tekju­skatt­þrep ein­stak­linga.

Lestu um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar hér.

BrewDog opnar í Reykjavík
Skoska brugghúsið BrewDog mun opna á horni Frakkastígs og Hverfisgötu í sumar.
Kjarninn 23. apríl 2018
Eimskip er skráð í Kauphöll Íslands.
50 milljón króna stjórnvaldssekt FME á Eimskip stendur
Héraðsdómur hefur hafnað öllum kröfum Eimskip í máli sem höfðað var vegna stjórnvaldssektar sem Fjármálaeftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar úr rekstri sínum nægilega snemma.
Kjarninn 23. apríl 2018
Benedikt Jóhannesson mun kynna skýrslu Talnakönnunar um kaupauka hjá íslenskum fyrirtækjum á fundi sem haldinn er í hádeginu á morgun.
Um 70 prósent stórra fyrirtækja með kaupaukakerfi
Samkvæmt könnun sem Talnakönnun hefur gert eru um 70 prósent af 20 stórum fyrirtækjum sem skráð eru á markað eða eru bankar, með kaupaukakerfi. Laun forstjóra hafa hækkað mikið á skömmum tíma.
Kjarninn 23. apríl 2018
Á heitum degi í hjarta kalda stríðsins
Auður Jónsdóttir og Bára Huld Beck röltu á heitum sunnudegi um sögufrægt svæði í Berlín, Tempelhof-flugvöll og nágrenni, áður hjarta kalda stríðsins en nú hjarta Berlínar-búa í sumarskapi.
Kjarninn 23. apríl 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun á Norðurlöndunum?
Kjarninn 23. apríl 2018
Getur Facebook haft áhrif á íslenskar kosningar?
Facebook hefur birt hnapp á kjördag í kosningum, meðal annars á Íslandi, sem notendur merkja við þegar þeir hafa greitt atkvæði. Fjölmiðlanefnd hefur áhyggjur af áhrifum hnappsins. Þingmenn segja mikilvægt að fá nánari svör um tilgang hans og áhrif.
Kjarninn 23. apríl 2018
Hópurinn Hvar er Haukur
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. apríl 2018
Ljósmæður leggja niður störf
Harðar kjaradeilur ljósmæðra og ríkisins eru langt í frá að leysast.
Kjarninn 23. apríl 2018
Meira úr sama flokkiInnlent