Villur í fjármálaáætlun - billjón króna munur

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í síðustu viku hefur verið uppfærð. Villur hafa verið leiðréttar rafrænt. Nýtt upplag farið í prent. Þingmenn hefðu viljað nýta sér helgina til að skoða tölulegar forsendur áætlunarinnar.

Katrín Jakobsdóttir kynnir fjármálaáætlun 2019-2023
Auglýsing

Fjár­mála­á­ætlun fyrir næstu fimm ári, sem rík­is­stjórnin kynnti í síð­ustu viku hefur verið upp­færð. Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu kemur fram að af tækni­legum orsökum höfðu skýr­ing­art­öflur í grein­ar­gerðum til­tek­inna mál­efna­sviða ekki skilað sér með réttum hætti.

„Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan og almenn grein­ar­gerð sem henni fylgdi voru rétt og tóku engum breyt­ing­um. Upp­færðri útgáfu skjals­ins var dreift raf­rænt á föstu­dag,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Áætl­unin er nú komin aftur í prent og verður dreift um miðja viku.

Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunna höfðu kvartað undan því að svo margar villur færi að finna í áætl­un­inni að tím­inn yfir nýliðna helgi hefði ekki nýst sem skildi til að und­ir­búa umræður um mál­ið.

Ég var að frétta af því að það á að prenta upp annað ein­tak af fjár­mála­á­ætl­un­inni vegna þess að það eru svo marg­ar...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, April 6, 2018


Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sagði á Face­book að hann hefði fundið 10 millj­arða mun á mál­efna­sviði um fjár­magns­kostnað og líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar. Billjón króna mun í áætl­uðu marka­miði um útflutn­ings­tekjur og þó nokkrar afrit­un­ar­villur þar sem mark­miðin eru nákvæm­lega þau sömu og á fyrra ári, þar sem vísað er til árs­ins 2018 en ekki 2019.

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar sagði í Silfr­inu á RÚV í gær að þing­menn hefðu fengið þær fréttir á föstu­dag að ein­staka töflur undir ákveðnum mál­efna­sviðum væru ekki rétt­ar. „Þar eru töl­urn­ar,“ sagði Hanna sem sagð­ist held að hún væri ekki eini þing­mað­ur­inn sem hafði ætlað sér að nota helg­ina til að kafa djúpt ofan í áætl­un­ina. „Það frest­ast.“

Rík­is­stjórnin kynnti fjár­mála­á­ætlun sína á mið­viku­dag í síð­ustu viku. Þar verða inn­viða­fjár­fest­ingar í for­grunni í rík­is­fjár­mál­unum og fjár­fest­ingar auknar og munu nema 338 millj­ónum á næsta fimm ára tíma­bili.

Banka­skattur verður lækk­að­ur, sem og trygg­inga­gjald og neðra tekju­skatt­þrep ein­stak­linga.

Lestu um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar hér.

Norska hagkerfið finnur fyrir viðskiptastríði Bandaríkjanna við Rússland, Evrópusambandið og Kína.
Tollastríðið lækkar olíuverð og norsku krónuna
Tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir þeirra hefur leitt til lægri verðs á hrávörum sem og veikingu á gengis norsku krónunnar.
Kjarninn 23. júlí 2018
Færri nota innanlandsflug
Um 8 þúsund færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi þessa árs, aðra en Keflavíkurflugvöll, en á sama tímabili í fyrra. Rúmlega 377 þúsund farþegar fóru um flugvelli landsins á þessum tíma.
Kjarninn 23. júlí 2018
Sumarútsölur ná að draga vísitöluna niður og halda henni óbreyttri milli mánaða.
Mikil hækkun á flugmiðum annan mánuðinn í röð
Flugfargjöld hækkuðu um 23% milli júní og júlí, í kjölfar 15,2% mánuðinn á undan. Samhliða verðlækkun á fötum og skóm hélst vísitalan þó nær óbreytt í júlí , en 12 mánaða verðbólga mælist í 2,7 prósentum.
Kjarninn 23. júlí 2018
Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Nær 40% Spánverja á móti lýðræði
Tæplega fjórir af hverjum tíu Spánverjum og 35% Bandaríkjamanna eru hlynntir ólýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi með sterkum leiðtoga.
Kjarninn 23. júlí 2018
Hótanir á Twitter
Donald Trump forseti Bandaríkjanna fór mikinn á Twitter í nótt, eins og oft áður, og hótaði Írönum öllu illu.
Kjarninn 23. júlí 2018
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent