Villur í fjármálaáætlun - billjón króna munur

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í síðustu viku hefur verið uppfærð. Villur hafa verið leiðréttar rafrænt. Nýtt upplag farið í prent. Þingmenn hefðu viljað nýta sér helgina til að skoða tölulegar forsendur áætlunarinnar.

Katrín Jakobsdóttir kynnir fjármálaáætlun 2019-2023
Auglýsing

Fjár­mála­á­ætlun fyrir næstu fimm ári, sem rík­is­stjórnin kynnti í síð­ustu viku hefur verið upp­færð. Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu kemur fram að af tækni­legum orsökum höfðu skýr­ing­art­öflur í grein­ar­gerðum til­tek­inna mál­efna­sviða ekki skilað sér með réttum hætti.

„Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan og almenn grein­ar­gerð sem henni fylgdi voru rétt og tóku engum breyt­ing­um. Upp­færðri útgáfu skjals­ins var dreift raf­rænt á föstu­dag,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Áætl­unin er nú komin aftur í prent og verður dreift um miðja viku.

Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunna höfðu kvartað undan því að svo margar villur færi að finna í áætl­un­inni að tím­inn yfir nýliðna helgi hefði ekki nýst sem skildi til að und­ir­búa umræður um mál­ið.

Ég var að frétta af því að það á að prenta upp annað ein­tak af fjár­mála­á­ætl­un­inni vegna þess að það eru svo marg­ar...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, April 6, 2018


Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata sagði á Face­book að hann hefði fundið 10 millj­arða mun á mál­efna­sviði um fjár­magns­kostnað og líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar. Billjón króna mun í áætl­uðu marka­miði um útflutn­ings­tekjur og þó nokkrar afrit­un­ar­villur þar sem mark­miðin eru nákvæm­lega þau sömu og á fyrra ári, þar sem vísað er til árs­ins 2018 en ekki 2019.

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar sagði í Silfr­inu á RÚV í gær að þing­menn hefðu fengið þær fréttir á föstu­dag að ein­staka töflur undir ákveðnum mál­efna­sviðum væru ekki rétt­ar. „Þar eru töl­urn­ar,“ sagði Hanna sem sagð­ist held að hún væri ekki eini þing­mað­ur­inn sem hafði ætlað sér að nota helg­ina til að kafa djúpt ofan í áætl­un­ina. „Það frest­ast.“

Rík­is­stjórnin kynnti fjár­mála­á­ætlun sína á mið­viku­dag í síð­ustu viku. Þar verða inn­viða­fjár­fest­ingar í for­grunni í rík­is­fjár­mál­unum og fjár­fest­ingar auknar og munu nema 338 millj­ónum á næsta fimm ára tíma­bili.

Banka­skattur verður lækk­að­ur, sem og trygg­inga­gjald og neðra tekju­skatt­þrep ein­stak­linga.

Lestu um fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar hér.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent