Hildur leiðir lista Sjálfstæðismanna í Eyjum

Bæjarstjórinn Elliði Vignisson tekur sæti á listanum sem er litið er á sem sæti varabæjarfulltrúa.

Hildur
Auglýsing

Á fundi full­trúa­ráðs Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Vest­manna­eyjum nú í kvöld var sam­þykktur fram­boðs­listi fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 26. maí, og verður Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri og odd­viti, í fimmta sæti list­ans. 

Í til­kynn­ingu seg­ist hann taka alvar­lega þá umræðu sem hefur verið á meðal Sjálf­stæð­is­manna í Vest­manna­eyjum að und­an­förnu, um þörf­ina á vald­dreif­ingu. „Eftir að hafa leitt list­ann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvar­lega umræðu um þörf­ina á vald­dreif­ing­u.  Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýð­ræð­is­halli að vera í senn í örugg­asta sæt­inu, vera bæj­ar­stjóra­efni, odd­viti og sá sem er með lang­mestu reynsl­una.  Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í fram­boðs­sæti sem að við lítum á sem sæti vara­bæj­ar­full­trú­a.  Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem ann­ars hefði ef til vill orðið að víkja af vett­vangi bæj­ar­mál­anna.  Ég kvíði því ekki að leiða list­ann sem vara­bæj­ar­full­trúi enda ríkir mik­ill ein­hugur hjá því góða fólki sem skipar fram­boðlist­ann.  Saman ætlum við leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn til sig­urs og gera góðan bæ enn betri á kom­andi kjör­tíma­bil­i,“ segir í Ellið­i. 

Hildur Sól­veig Sig­urð­ar­dóttir skipar fyrsta sæti list­ans, en þetta er í fyrsta skipti í 20 ár sem kona skipar fyrsta sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna í Eyj­um.

Auglýsing

„Ég er í senn auð­mjúk og þakk­lát fyrir það traust sem mér er sýnt með því að taka fyrsta sæti á fram­boðs­list­an­um. Það er ekki sjálf­gefið að ungri konu sé falið hlut­verk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sæt­in.  Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslu­mikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst ein­kennir okkur fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ein­lægur vilji til þess að halda áfram að gera sam­fé­lagið okkar betra og til að gera það mögu­legt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hags­munum fyrir hags­muni heild­ar­inn­ar. Við viljum öll taka þátt í þeim verk­efnum sem framundan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vest­manna­eyja,“ segir Hildur í til­kynn­ingu.

Fram­boðs­list­inn er sem hér seg­ir:

  

1.Hildur Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, sjúkra­þjálf­ari

2.Helga Kristín Kol­beins, skóla­meist­ari

3.Trausti Hjalta­son, fram­kvæmda­stjóri

4.Ey­þór Harð­ar­son, útgerð­ar­stjóri

5.Elliði Vign­is­son, odd­viti og bæj­ar­stjóri

6.Mar­grét Rós Ing­ólfs­dótt­ir, félags­fræð­ingur

7.Sig­ur­sveinn Þórð­ar­son, svæð­is­stjóri

8.Páll Mar­vin Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri

9.Andrea Guð­jóns Jón­as­dótt­ir, sjúkra­liði

10.Gísli Stef­áns­son, æsku­lýðs­full­trúi

11.Agnes Stef­áns­dótt­ir, fram­halds­skóla­nemi

12.Vignir Arnar Svaf­ars­son, sjó­maður

13.Klaudia Beata Wró­bel, nemi og túlkur

14.Bragi Ingi­berg Ólafs­son, eldri borg­ari

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent