Hildur leiðir lista Sjálfstæðismanna í Eyjum

Bæjarstjórinn Elliði Vignisson tekur sæti á listanum sem er litið er á sem sæti varabæjarfulltrúa.

Hildur
Auglýsing

Á fundi full­trúa­ráðs Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Vest­manna­eyjum nú í kvöld var sam­þykktur fram­boðs­listi fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 26. maí, og verður Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri og odd­viti, í fimmta sæti list­ans. 

Í til­kynn­ingu seg­ist hann taka alvar­lega þá umræðu sem hefur verið á meðal Sjálf­stæð­is­manna í Vest­manna­eyjum að und­an­förnu, um þörf­ina á vald­dreif­ingu. „Eftir að hafa leitt list­ann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvar­lega umræðu um þörf­ina á vald­dreif­ing­u.  Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýð­ræð­is­halli að vera í senn í örugg­asta sæt­inu, vera bæj­ar­stjóra­efni, odd­viti og sá sem er með lang­mestu reynsl­una.  Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í fram­boðs­sæti sem að við lítum á sem sæti vara­bæj­ar­full­trú­a.  Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem ann­ars hefði ef til vill orðið að víkja af vett­vangi bæj­ar­mál­anna.  Ég kvíði því ekki að leiða list­ann sem vara­bæj­ar­full­trúi enda ríkir mik­ill ein­hugur hjá því góða fólki sem skipar fram­boðlist­ann.  Saman ætlum við leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn til sig­urs og gera góðan bæ enn betri á kom­andi kjör­tíma­bil­i,“ segir í Ellið­i. 

Hildur Sól­veig Sig­urð­ar­dóttir skipar fyrsta sæti list­ans, en þetta er í fyrsta skipti í 20 ár sem kona skipar fyrsta sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna í Eyj­um.

Auglýsing

„Ég er í senn auð­mjúk og þakk­lát fyrir það traust sem mér er sýnt með því að taka fyrsta sæti á fram­boðs­list­an­um. Það er ekki sjálf­gefið að ungri konu sé falið hlut­verk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sæt­in.  Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslu­mikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst ein­kennir okkur fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ein­lægur vilji til þess að halda áfram að gera sam­fé­lagið okkar betra og til að gera það mögu­legt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hags­munum fyrir hags­muni heild­ar­inn­ar. Við viljum öll taka þátt í þeim verk­efnum sem framundan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vest­manna­eyja,“ segir Hildur í til­kynn­ingu.

Fram­boðs­list­inn er sem hér seg­ir:

  

1.Hildur Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, sjúkra­þjálf­ari

2.Helga Kristín Kol­beins, skóla­meist­ari

3.Trausti Hjalta­son, fram­kvæmda­stjóri

4.Ey­þór Harð­ar­son, útgerð­ar­stjóri

5.Elliði Vign­is­son, odd­viti og bæj­ar­stjóri

6.Mar­grét Rós Ing­ólfs­dótt­ir, félags­fræð­ingur

7.Sig­ur­sveinn Þórð­ar­son, svæð­is­stjóri

8.Páll Mar­vin Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri

9.Andrea Guð­jóns Jón­as­dótt­ir, sjúkra­liði

10.Gísli Stef­áns­son, æsku­lýðs­full­trúi

11.Agnes Stef­áns­dótt­ir, fram­halds­skóla­nemi

12.Vignir Arnar Svaf­ars­son, sjó­maður

13.Klaudia Beata Wró­bel, nemi og túlkur

14.Bragi Ingi­berg Ólafs­son, eldri borg­ari

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent