Rússar beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, til að koma í veg fyrir rannsókn á því hver bæri ábyrgð á árársinni í Douma um helgina þar sem fjöldi fólks lést eftir meinta efnavopnaárás. Eftir fundinn sagði Vasily Nebenzia, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, að Bandaríkjamenn þyrftu að hafa sig hæga og slaka á, í stað þess að grípa til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandsher sem leiðtogi landsins, Assad, stýrir.
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Hann nýtur meðal annars stuðnings Rússa í aðgerðum í heimalandinu, þar sem stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarhópa.
.@POTUS Trump condemns the heinous attack on innocent Syrians with banned chemical weapons. #Syria pic.twitter.com/qiEahlL3Ah
— Department of State (@StateDept) April 9, 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að Bandaríkin muni mögulega grípa til hernaðaraðgerða, vegna árásarinnar í Sýrlandi. Hann boðaði „harðar“ aðgerðir vegna árásarinnar, og beindi orðum sínum að stjórnarher Sýrlands og Assad. Sem hann kallaði skepnu.
Eurocontrol, samevrópsk flugumferðarstjórn, varaði í gær farþegaflugvélar við því að hugsanlega verði gerðar eldflaugaárásir á Sýrland á næstu þremur sólarhringum. Búist er við því að lofthelginni í Sýrlandi verði alveg lokað fyrir farþegaflugi.
Skelfilegar aðstæður eru víða í Sýrlandi, en talið er að allt að helmingur íbúa landsins sé á flótta, ýmist innanlands eða utan. Íbúar í Sýrlandi eru tæplega 20 milljónir.