Demókratar og Repúblikanar sameinaðir gegn íslenska umskurðarfrumvarpinu

Þverpólitískt bréf var sent til íslenska sendiráðsins í Washington frá þingmönnum utanríksimálanefndar bandaríska þingsins vegna umskurðarfrumvarpsins. Argasti yfirgangur segir flutningsmaður frumvarpsins.

alingi-haust-2013_14219217747_o.jpg
Auglýsing

„Stöðvið þetta for­dóma­fulla frum­varp,“ segja bæði þing­menn Repúblik­ana og Demókrata í bréfi sem sent var til íslenska sendi­ráðs­ins í Was­hington, vegna umskurð­ar­frum­varps­ins svo­kall­aða.

Hið þverpóli­tíska bréf, sem vef­síðan The Times of Isr­ael, greinir frá, er ritað af með­limum utan­rík­is­mála­nefndar til að þrýsta á um að umskurða­frum­varp Silju Daggar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manni Fram­sókn­ar, verði dregið til baka.

Í frum­varp­inu er umskurður barna bann­að­ur, og þá sér­stak­lega umskurður ungra drengja, en umskurður stúlkna er nú þegar bann­að­ur. Umskurður drengja yrði refsi­verður sam­kvæmt frum­varp­inu að við­lögðu sex ára fang­elsi. Umskurður af lækn­is­fræði­legum ástæðum yrði þó áfram leyfð­ur.

Auglýsing

Banda­rísku þing­menn­irnir segja í bréfin að þó að fjöldi gyð­inga og múslima á Íslandi sé tak­mark­aður gæti bannið verið nýtt af þeim sem daðri við útlend­inga- og gyð­inga­hatur í löndum þar sem fjöl­menn­ing er meiri.

„Þrátt fyrir að sam­fé­lag gyð­inga á Íslandi sé mögu­lega það fámenn­asta í heimi getur lög­gjöf sem bannar umskurð karla virkað sem mikil árás á trú­frelsi bæði gyð­inga og múslima,“ sagði í yfir­lýs­ingu frá sam­tök­unum Ort­hodox Union sem birtu bréf­ið.

Umskurður er ekki algengur á Íslandi og hefur frá árinu 2001 alls 21 drengur undir átján ára aldri verið umskor­inn hér á landi sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. Þær tölur eru ekki flokk­aðar eftir því hvort aðgerðin er fram­kvæmd af trú­ar­legum eða lækn­is­fræði­legum ástæð­um.

Á Íslandi búa á annað hund­rað gyð­inga og rúm­lega 1.100 múslim­ar.

Silja Dögg tjáð sig um bréf þing­mann­anna í dag á Face­book síðu sinni. Þar seg­ist hún ekki vita til þess að for­dæmi séu fyrir því að þing­menn ann­arra ríkja sendi form­legt bréf til sendi­ráð Íslands til að tjá sig um þing­mál sem séu til umræðu hverju sinni. „Við fyrstu sýn lítur þetta út sem arg­asti yfir­gang­ur.“

Hún segir málið nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. „Allar hót­anir og þrýst­ingur eru vin­sam­leg­ast afþakk­að­ur.“

Um þetta langar mig til að segja: "Íslenskir þing­menn hafa fullt frelsi til að leggja fram mál sem þeim þyk­ir...

Posted by Silja Dögg Gunn­ars­dóttir on Fri­day, April 13, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent