Demókratar og Repúblikanar sameinaðir gegn íslenska umskurðarfrumvarpinu

Þverpólitískt bréf var sent til íslenska sendiráðsins í Washington frá þingmönnum utanríksimálanefndar bandaríska þingsins vegna umskurðarfrumvarpsins. Argasti yfirgangur segir flutningsmaður frumvarpsins.

alingi-haust-2013_14219217747_o.jpg
Auglýsing

„Stöðvið þetta for­dóma­fulla frum­varp,“ segja bæði þing­menn Repúblik­ana og Demókrata í bréfi sem sent var til íslenska sendi­ráðs­ins í Was­hington, vegna umskurð­ar­frum­varps­ins svo­kall­aða.

Hið þverpóli­tíska bréf, sem vef­síðan The Times of Isr­ael, greinir frá, er ritað af með­limum utan­rík­is­mála­nefndar til að þrýsta á um að umskurða­frum­varp Silju Daggar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manni Fram­sókn­ar, verði dregið til baka.

Í frum­varp­inu er umskurður barna bann­að­ur, og þá sér­stak­lega umskurður ungra drengja, en umskurður stúlkna er nú þegar bann­að­ur. Umskurður drengja yrði refsi­verður sam­kvæmt frum­varp­inu að við­lögðu sex ára fang­elsi. Umskurður af lækn­is­fræði­legum ástæðum yrði þó áfram leyfð­ur.

Auglýsing

Banda­rísku þing­menn­irnir segja í bréfin að þó að fjöldi gyð­inga og múslima á Íslandi sé tak­mark­aður gæti bannið verið nýtt af þeim sem daðri við útlend­inga- og gyð­inga­hatur í löndum þar sem fjöl­menn­ing er meiri.

„Þrátt fyrir að sam­fé­lag gyð­inga á Íslandi sé mögu­lega það fámenn­asta í heimi getur lög­gjöf sem bannar umskurð karla virkað sem mikil árás á trú­frelsi bæði gyð­inga og múslima,“ sagði í yfir­lýs­ingu frá sam­tök­unum Ort­hodox Union sem birtu bréf­ið.

Umskurður er ekki algengur á Íslandi og hefur frá árinu 2001 alls 21 drengur undir átján ára aldri verið umskor­inn hér á landi sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. Þær tölur eru ekki flokk­aðar eftir því hvort aðgerðin er fram­kvæmd af trú­ar­legum eða lækn­is­fræði­legum ástæð­um.

Á Íslandi búa á annað hund­rað gyð­inga og rúm­lega 1.100 múslim­ar.

Silja Dögg tjáð sig um bréf þing­mann­anna í dag á Face­book síðu sinni. Þar seg­ist hún ekki vita til þess að for­dæmi séu fyrir því að þing­menn ann­arra ríkja sendi form­legt bréf til sendi­ráð Íslands til að tjá sig um þing­mál sem séu til umræðu hverju sinni. „Við fyrstu sýn lítur þetta út sem arg­asti yfir­gang­ur.“

Hún segir málið nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. „Allar hót­anir og þrýst­ingur eru vin­sam­leg­ast afþakk­að­ur.“

Um þetta langar mig til að segja: "Íslenskir þing­menn hafa fullt frelsi til að leggja fram mál sem þeim þyk­ir...

Posted by Silja Dögg Gunn­ars­dóttir on Fri­day, April 13, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent