Verkefni Barnaheilla, Vináttu, hafnað af borgarstjórn

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík segir borgarstjórn hafa tregðast við að veita fé í forvarnarverkefni gegn einelti.

Auglýsing

Fátt skiptir meira máli fyrir börnin okkar en að þau læri og til­einki sér góða sam­skipta­hætti. Flokkur fólks­ins vill að allt kapp sé lagt á að kenna börn­um, um leið og þroski og aldur leyf­ir, umburð­ar­lyndi fyrir marg­breyti­leik­anum og að bera virð­ingu fyrir hverjum og ein­um.

Vin­áttu­verk­efni Barna­heilla er for­varn­ar­verk­efni gegn ein­elti sem rúm­lega 100 leik­skólar eða 40% allra leik­skóla á land­inu vinna með.

Reykja­vík er eitt af fáum sveit­ar­fé­lögum sem ekki hefur eyrna­merkt fé til Vin­áttu­verk­efn­is­ins í leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Nú hafa Barna­heill einnig gefið út efni fyrir 1.-3. bekk grunn­skóla og er verið að vinna með það í til­rauna­skyni í 15 grunn­skólum í sex sveit­ar­fé­lögum vet­ur­inn 2017-2018. Í fram­haldi af þeirri vinnu mun það standa öllum grunn­skólum til boða.

Flokkur fólks­ins vill að Vin­áttu­verk­efni Barna­heilla á Íslandi verði tekið inn í alla leik­skóla borg­ar­innar og að til­rauna­kennsla með verk­efnið hefj­ist í grunn­skólum borg­ar­innar í haust.

Verk­efnið Vin­átta er danskt að upp­runa og nefn­ist Fri for mobberi á dönsku. Það er gefið út í sam­starfi við syst­ur­sam­tök Barna­heilla; Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Dan­mörku.

Vin­átta hefur hlotið góðar við­tök­ur. Yfir 1000 starfs­menn leik- og grunn­skóla hafa sótt nám­skeið hjá Barna­heillum um notkun verk­efn­is­ins. Vin­átta fékk hvatn­ing­ar­verð­laun á Degi gegn ein­elti árið 2017. Mæli­kvarði á ágæti verk­efn­is­ins er sú mikla útbreiðsla sem það hefur hlotið á stuttum tíma. Umsagnir frá starfs­fólki Vin­átt­u-­leik­skól­anna hafa allar verið jákvæð­ar.

Kostn­aður við að inn­leiða verk­efnið er á bil­inu 100-150 þ.kr. fyrir hvern skóla. Það hlýtur að telj­ast lítið ef sá árangur sem það skilar sér til barna, for­eldra og starfs­fólks skóla er skoð­að­ur.

Borg­ar­stjórn hefur treg­ast til að veita fé til þessa verk­efn­is. Leik­skólar borg­ar­innar sem óskað hafa eftir að fá verk­efnið í sína leik­skóla hafa þurft að sækja fjár­magn í náms­gagna­sjóði leik­skól­anna.

Flokkur fólks­ins vill útrýma ein­elti, í það minnsta gera allt sem hugs­ast getur til að það megi vera hverf­andi. Með þátt­töku sem flestra leik- og grunn­skóla í Vin­áttu eru lögð lóð á þær vog­ar­skál­ar.

Flokkur fólks­ins vill að verk­efnið Vin­átta verði keypt fyrir leik- og grunn­skól­ana í ljósi góðrar reynslu og ekki síst þar sem verk­efnið hjálpar börnum að leysa úr ýmsum til­finn­inga­legum vanda sem mikið ber á núna.

Höf­undur skipar 1. sæti Flokks fólks­ins í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar