Verkefni Barnaheilla, Vináttu, hafnað af borgarstjórn

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík segir borgarstjórn hafa tregðast við að veita fé í forvarnarverkefni gegn einelti.

Auglýsing

Fátt skiptir meira máli fyrir börnin okkar en að þau læri og til­einki sér góða sam­skipta­hætti. Flokkur fólks­ins vill að allt kapp sé lagt á að kenna börn­um, um leið og þroski og aldur leyf­ir, umburð­ar­lyndi fyrir marg­breyti­leik­anum og að bera virð­ingu fyrir hverjum og ein­um.

Vin­áttu­verk­efni Barna­heilla er for­varn­ar­verk­efni gegn ein­elti sem rúm­lega 100 leik­skólar eða 40% allra leik­skóla á land­inu vinna með.

Reykja­vík er eitt af fáum sveit­ar­fé­lögum sem ekki hefur eyrna­merkt fé til Vin­áttu­verk­efn­is­ins í leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Nú hafa Barna­heill einnig gefið út efni fyrir 1.-3. bekk grunn­skóla og er verið að vinna með það í til­rauna­skyni í 15 grunn­skólum í sex sveit­ar­fé­lögum vet­ur­inn 2017-2018. Í fram­haldi af þeirri vinnu mun það standa öllum grunn­skólum til boða.

Flokkur fólks­ins vill að Vin­áttu­verk­efni Barna­heilla á Íslandi verði tekið inn í alla leik­skóla borg­ar­innar og að til­rauna­kennsla með verk­efnið hefj­ist í grunn­skólum borg­ar­innar í haust.

Verk­efnið Vin­átta er danskt að upp­runa og nefn­ist Fri for mobberi á dönsku. Það er gefið út í sam­starfi við syst­ur­sam­tök Barna­heilla; Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Dan­mörku.

Vin­átta hefur hlotið góðar við­tök­ur. Yfir 1000 starfs­menn leik- og grunn­skóla hafa sótt nám­skeið hjá Barna­heillum um notkun verk­efn­is­ins. Vin­átta fékk hvatn­ing­ar­verð­laun á Degi gegn ein­elti árið 2017. Mæli­kvarði á ágæti verk­efn­is­ins er sú mikla útbreiðsla sem það hefur hlotið á stuttum tíma. Umsagnir frá starfs­fólki Vin­átt­u-­leik­skól­anna hafa allar verið jákvæð­ar.

Kostn­aður við að inn­leiða verk­efnið er á bil­inu 100-150 þ.kr. fyrir hvern skóla. Það hlýtur að telj­ast lítið ef sá árangur sem það skilar sér til barna, for­eldra og starfs­fólks skóla er skoð­að­ur.

Borg­ar­stjórn hefur treg­ast til að veita fé til þessa verk­efn­is. Leik­skólar borg­ar­innar sem óskað hafa eftir að fá verk­efnið í sína leik­skóla hafa þurft að sækja fjár­magn í náms­gagna­sjóði leik­skól­anna.

Flokkur fólks­ins vill útrýma ein­elti, í það minnsta gera allt sem hugs­ast getur til að það megi vera hverf­andi. Með þátt­töku sem flestra leik- og grunn­skóla í Vin­áttu eru lögð lóð á þær vog­ar­skál­ar.

Flokkur fólks­ins vill að verk­efnið Vin­átta verði keypt fyrir leik- og grunn­skól­ana í ljósi góðrar reynslu og ekki síst þar sem verk­efnið hjálpar börnum að leysa úr ýmsum til­finn­inga­legum vanda sem mikið ber á núna.

Höf­undur skipar 1. sæti Flokks fólks­ins í Reykja­vík.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar