Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað árás á Sýrlandsher í Sýrland, en skotmörkin sem ráðist er á, eru sögð vera efnavopnageymslur og skotpallar, þaðan sem efnavopnum á að hafa verið skotið á dögunum.
Bretar og Frakkar taka þátt í aðgerðunum en skotmörkin eru nærri borginni Damaskus, og hafa árásir þegar verið gerðar.
Í ávarpi sagði Trump að einblínt yrði á eyða efnavopnum stjórnarhers Bashars al-Assads Sýrlandsforseta, sem Trump hefur kallað „skepnu“.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 14, 2018
Ráðamenn í Damaskus hafa staðfastlega neitað að bera ábyrgð á efnavopnaárásinni í Douma.
Þá hafa stjórnvöld í Rússlandi varað vesturveldi við hernaðaraðgerðum í Sýrlandi og sagt slíkt geta leitt til enn stærri átaka, enda staðan í landin um margt flókin.
Sergei Lavrov utanríksráðherra Rússlands fullyrðir að efnavopnaárásin hafi verið sviðsett, og segir leyniþjónustur, meðal annars Breta, hafa komið að því verki. Hann segir Rússa ekkert hafa komið að árásinni og segir ekkert benda til þess að Sýrlandsher hafi gert það.
Hafa Rússar hótað því að skjóta niður þær eldflaugar sem beint yrði gegn hersveitum Sýrlands. Engar fregnir hafa enn borist af viðbrögðum Rússa við árásum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka.
Íbúafjöldi í Sýrlandi er um 20 milljónir og ástandið í landinu er víða skelfilegt eftir margra ára borgarastyrjöld. Talið er að meira en 10 milljónir manna, um helmingur íbúafjöldans, sé á flótta, ýmist utan landamæra eða innan.