Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,1 prósent í marsmánuði samkvæmt nýútgefnum tölum Þjóðskrár Íslands.
Undanfarið ár hefur nafnverð íbúða hækkað um 7,7 prósent, en að raunverð íbúðarhúsnæðis, þ.e. að teknu tilliti til verðlagsþróunar, hefur hækkað um 4,8 prósent á undanförnu ári, að því er segir í umfjöllun Íbúðalánasjóðs.
Fjölbýli hækkaði í verði um 0,2 prósent í mánuðinum en sérbýli lækkaði hins vegar um 1,1 prósent, samkvæmt gögnum Þjóðskrár.
Auglýsing
Raunverð íbúða lækkaði um 0,6% á milli mánaða en verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 2,8 prósent.
Áfram hægir því á hækkunartakti íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.