Árshækkun íbúða komin niður í 4,8 prósent

Verulega hefur hægt á hækkunum á íbúðaverði að undanförnu

Íbúðaverð
Auglýsing

Vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lækk­aði um 0,1 pró­sent í mars­mán­uði sam­kvæmt nýút­gefnum tölum Þjóð­skrár Íslands. 

Und­an­farið ár hefur nafn­verð íbúða hækkað um 7,7 pró­sent, en að raun­verð íbúð­ar­hús­næð­is, þ.e. að teknu til­liti til verð­lags­þró­un­ar, hefur hækkað um 4,8 pró­sent á und­an­förnu ári, að því er segir í umfjöllun Íbúða­lána­sjóðs.

Fjöl­býli hækk­aði í verði um 0,2 pró­sent í mán­uð­inum en sér­býli lækk­aði hins vegar um 1,1 pró­sent, sam­kvæmt gögnum Þjóð­skrár. 

Auglýsing

Húsnæðisverð hefur hækkað mikið, undanfarin ár.

Raun­verð íbúða lækk­aði um 0,6% á milli mán­aða en verð­bólga á árs­grund­velli mælist nú 2,8 pró­sent.

Áfram hægir því á hækk­un­ar­takti íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Meira úr sama flokkiInnlent