Árangur bólusetninga ekki sjálfgefinn

Mikilvægt er að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur með nauðsynlegri fræðslu fyrir almenning, heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðisyfirvöld til að tryggja áframhaldandi góða þátttöku, samkvæmt sóttvarnalækni.

Bólusetning Mynd: RÚV
Auglýsing

Þó vel hafi tek­ist til í mál­efnum bólu­setn­inga hér á landi er ljóst að árang­ur­inn er ekki sjálf­gef­inn. Á und­an­förnum árum hefur and­staða gegn bólu­setn­ingum farið vax­andi víða um heim, sem hefur leitt til minni þátt­töku í mörgum löndum með þeim afleið­ingum að bólu­setn­inga­sjúk­dómar hafa blossað upp með skelfi­legum afleið­ing­um. Þó vel­vilji almenn­ings í garð bólu­setn­inga sé mik­ill á Íslandi gæti áróður and­bólu­setn­inga­sinna leitt til minnk­andi þátt­töku sem myndi auka á tíðni bólu­setn­inga­sjúk­dóma. 

Þetta kemur fram í grein um bólu­setn­ingar eftir Þórólf Guðna­son, sótt­varna­lækni hjá emb­ætti land­lækn­is, í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. 

Höf­undur segir að því sé mik­il­vægt að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur með nauð­syn­legri fræðslu fyrir almenn­ing, heil­brigð­is­starfs­menn og heil­brigð­is­yf­ir­völd til að tryggja áfram­hald­andi góða þátt­töku. Einnig sé mik­il­vægt að huga að notkun nýrra bólu­efna hjá börnum hér á landi eins og við hlaupa­bólu, lifr­ar­bólgu B, róta­veiru og árlegri inflú­ensu.

Auglýsing

Bólu­setn­ingar verja einnig þá óbólu­settu

Í grein­inni segir að bólu­setn­ingar séu taldar vera ein arð­bærasta fyr­ir­byggj­andi aðgerð sem völ er á í heil­brigð­is­mál­um. Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) áætli að bólu­setn­ingar komi árlega í veg fyrir um 2 til 3 millj­ónir dauðs­falla og að auki margar millj­ónir alvar­legra afleið­inga bólu­setn­inga­sjúk­dóma. Hins vegar fái millj­ónir manna ekki nauð­syn­legar bólu­setn­ingar með þeim afleið­ingum að um 1,5 milljón deyr árlega af völdum sjúk­dóma sem koma hefði mátt í veg fyr­ir. Óhætt sé því að full­yrða að bólu­setn­ingar hafi komið í veg fyrir hund­ruðir millj­óna alvar­legra afleið­inga smit­sjúk­dóma á þeim rúm­lega 200 árum sem liðið hafa frá því að þær komu fyrst fram.

„Bólu­setn­ingu má flokka sem fyrsta stigs for­vörn og er hún áhrifa­rík­asta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu smit­sjúk­dóma og alvar­legar afleið­ingar þeirra. Bólu­setn­ing er lækn­is­fræði­leg aðgerð sem miðar að því að hindra að næmir ein­stak­lingar sýk­ist af smit­sjúk­dómi. Á síð­ari árum hafa aðrir notk­un­ar­mögu­leikar bólu­setn­inga einnig orðið mönnum ljós­ir, þar á meðal við með­ferð lang­vinnra smit­sjúk­dóma (HIV og lifr­ar­bólgu B) og krabba­meina en þessi notkun er hins vegar ekki orðin eins þróuð og hefð­bundin fyr­ir­byggj­andi með­ferð gegn smit­sjúk­dóm­um.

Bólu­setn­ingar verja ekki ein­ungis þá sem eru bólu­settir heldur einnig þá sem eru óbólu­settir (hjarð­ó­næmi), að því gefnu að almenn þátt­taka í sam­fé­lag­inu sé 80 til 95 pró­sent. Því er mik­il­vægt að halda uppi góðri þátt­töku í bólu­setn­ingum svo koma megi í veg fyrir far­aldra hættu­legra smit­sjúk­dóma.“

Frá­bær árangur almennra bólu­setn­inga á Íslandi

Segir í grein­inni að fá lyf und­ir­gang­ist eins viða­miklar og strangar rann­sóknir hvað öryggi og árangur varðar og bólu­efni áður en þau eru tekin í almenna notk­un. „Áður en bólu­efni eru sett á markað eru þau rann­sökuð hjá mörg þús­und ein­stak­lingum til að kanna árangur þeirra og öryggi. Þessar rann­sóknir geta hins vegar misst af mjög sjald­gæfum auka­verk­unum og því er einnig fylgst náið með hugs­an­legum auka­verk­unum bólu­efna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notk­un. 

Með þessu móti er hægt að finna mjög sjal­dæfar auka­verk­anir og end­ur­meta notkun bólu­efn­anna. Nið­ur­stöður slíkra rann­sókna hafa sýnt að alvar­legar auka­verk­anir bólu­efna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólu­setn­ingum eru mjög fátíð­ar, eða um ein auka­verkun á hverjar 500.000 til 1.000.000 bólu­setn­ing­ar. Þetta þýðir að á Íslandi má búast við einni alvar­legri auka­verkun á um 40 ára fresti. Fjöldi auka­verk­ana er þannig óveru­legur í sam­an­burði við þann árangur sem sést af bólu­setn­ing­um.“

Þórólfur segir að þegar litið er á árangur almennra bólu­setn­inga hér á landi sé hægt að full­yrða að hann sé frá­bær. Allar hafi bólu­setn­ing­arnar nán­ast útrýmt þeim sjúk­dómum sem bólu­sett er gegn og hafi þær þannig komið í veg fyrir fjölda dauðs­falla og ann­arra alvar­legra afleið­inga.

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent