Árangur bólusetninga ekki sjálfgefinn

Mikilvægt er að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur með nauðsynlegri fræðslu fyrir almenning, heilbrigðisstarfsmenn og heilbrigðisyfirvöld til að tryggja áframhaldandi góða þátttöku, samkvæmt sóttvarnalækni.

Bólusetning Mynd: RÚV
Auglýsing

Þó vel hafi tek­ist til í mál­efnum bólu­setn­inga hér á landi er ljóst að árang­ur­inn er ekki sjálf­gef­inn. Á und­an­förnum árum hefur and­staða gegn bólu­setn­ingum farið vax­andi víða um heim, sem hefur leitt til minni þátt­töku í mörgum löndum með þeim afleið­ingum að bólu­setn­inga­sjúk­dómar hafa blossað upp með skelfi­legum afleið­ing­um. Þó vel­vilji almenn­ings í garð bólu­setn­inga sé mik­ill á Íslandi gæti áróður and­bólu­setn­inga­sinna leitt til minnk­andi þátt­töku sem myndi auka á tíðni bólu­setn­inga­sjúk­dóma. 

Þetta kemur fram í grein um bólu­setn­ingar eftir Þórólf Guðna­son, sótt­varna­lækni hjá emb­ætti land­lækn­is, í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. 

Höf­undur segir að því sé mik­il­vægt að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur með nauð­syn­legri fræðslu fyrir almenn­ing, heil­brigð­is­starfs­menn og heil­brigð­is­yf­ir­völd til að tryggja áfram­hald­andi góða þátt­töku. Einnig sé mik­il­vægt að huga að notkun nýrra bólu­efna hjá börnum hér á landi eins og við hlaupa­bólu, lifr­ar­bólgu B, róta­veiru og árlegri inflú­ensu.

Auglýsing

Bólu­setn­ingar verja einnig þá óbólu­settu

Í grein­inni segir að bólu­setn­ingar séu taldar vera ein arð­bærasta fyr­ir­byggj­andi aðgerð sem völ er á í heil­brigð­is­mál­um. Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) áætli að bólu­setn­ingar komi árlega í veg fyrir um 2 til 3 millj­ónir dauðs­falla og að auki margar millj­ónir alvar­legra afleið­inga bólu­setn­inga­sjúk­dóma. Hins vegar fái millj­ónir manna ekki nauð­syn­legar bólu­setn­ingar með þeim afleið­ingum að um 1,5 milljón deyr árlega af völdum sjúk­dóma sem koma hefði mátt í veg fyr­ir. Óhætt sé því að full­yrða að bólu­setn­ingar hafi komið í veg fyrir hund­ruðir millj­óna alvar­legra afleið­inga smit­sjúk­dóma á þeim rúm­lega 200 árum sem liðið hafa frá því að þær komu fyrst fram.

„Bólu­setn­ingu má flokka sem fyrsta stigs for­vörn og er hún áhrifa­rík­asta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu smit­sjúk­dóma og alvar­legar afleið­ingar þeirra. Bólu­setn­ing er lækn­is­fræði­leg aðgerð sem miðar að því að hindra að næmir ein­stak­lingar sýk­ist af smit­sjúk­dómi. Á síð­ari árum hafa aðrir notk­un­ar­mögu­leikar bólu­setn­inga einnig orðið mönnum ljós­ir, þar á meðal við með­ferð lang­vinnra smit­sjúk­dóma (HIV og lifr­ar­bólgu B) og krabba­meina en þessi notkun er hins vegar ekki orðin eins þróuð og hefð­bundin fyr­ir­byggj­andi með­ferð gegn smit­sjúk­dóm­um.

Bólu­setn­ingar verja ekki ein­ungis þá sem eru bólu­settir heldur einnig þá sem eru óbólu­settir (hjarð­ó­næmi), að því gefnu að almenn þátt­taka í sam­fé­lag­inu sé 80 til 95 pró­sent. Því er mik­il­vægt að halda uppi góðri þátt­töku í bólu­setn­ingum svo koma megi í veg fyrir far­aldra hættu­legra smit­sjúk­dóma.“

Frá­bær árangur almennra bólu­setn­inga á Íslandi

Segir í grein­inni að fá lyf und­ir­gang­ist eins viða­miklar og strangar rann­sóknir hvað öryggi og árangur varðar og bólu­efni áður en þau eru tekin í almenna notk­un. „Áður en bólu­efni eru sett á markað eru þau rann­sökuð hjá mörg þús­und ein­stak­lingum til að kanna árangur þeirra og öryggi. Þessar rann­sóknir geta hins vegar misst af mjög sjald­gæfum auka­verk­unum og því er einnig fylgst náið með hugs­an­legum auka­verk­unum bólu­efna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notk­un. 

Með þessu móti er hægt að finna mjög sjal­dæfar auka­verk­anir og end­ur­meta notkun bólu­efn­anna. Nið­ur­stöður slíkra rann­sókna hafa sýnt að alvar­legar auka­verk­anir bólu­efna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólu­setn­ingum eru mjög fátíð­ar, eða um ein auka­verkun á hverjar 500.000 til 1.000.000 bólu­setn­ing­ar. Þetta þýðir að á Íslandi má búast við einni alvar­legri auka­verkun á um 40 ára fresti. Fjöldi auka­verk­ana er þannig óveru­legur í sam­an­burði við þann árangur sem sést af bólu­setn­ing­um.“

Þórólfur segir að þegar litið er á árangur almennra bólu­setn­inga hér á landi sé hægt að full­yrða að hann sé frá­bær. Allar hafi bólu­setn­ing­arnar nán­ast útrýmt þeim sjúk­dómum sem bólu­sett er gegn og hafi þær þannig komið í veg fyrir fjölda dauðs­falla og ann­arra alvar­legra afleið­inga.

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent