Hugsanlegt að 1.500 félagsmenn VS bætist í hópinn hjá VR

Rætt er um að Verslunarmannafélag Suðurnesja verði sameinað inn í VR. Virkir félagsmenn eru um 1.500, en þar á meðal er stór hópur flugvallarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Á aðal­fundi Versl­un­ar­manna­fé­lags Suð­ur­nesja (VS), sem framundan er síðar í mán­uð­in­um, mun verða borin upp til­laga um að hefja form­legar við­ræður við Versl­un­ar­manna­fé­lag Reykja­víkur (VR) um sam­ein­ingu.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, mun mæta á fund­inn, og tala fyrir kostum þess að félögin verði sam­ein­uð. 

Í sam­tali við Kjarn­ann nú í kvöld, sagð­ist hann hrif­inn af hug­mynd­inni og að reynslan frá fyrri sam­ein­ingum minni félaga við VR sýndi að þær væru til bóta. „Slag­kraft­ur­inn í kjara­bar­átt­unni og allri starf­semi stétt­ar­fé­lag­anna getur auk­ist mikið við þetta,“ sagði Ragnar Þór.

Auglýsing

Í VS eru um 1.500 virkir félags­menn, en þar á meðal eru fjöl­mennir hópar félags­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Heild­ar­fjöldi félags­manna VR er um 30 þús­und, og því myndi félags­mönnum fjölga umtals­vert við þessa sam­ein­ingu. Auk þess kynni það að styrkja VR í harðri kjara­bar­áttu, sem fyr­ir­sjá­an­leg er í haust, að vera með fjölda félags­manna á Kefla­vík­ur­flug­velli, sem í dag má segja að sé lyk­il­vett­vang­ur­inn í íslensku efna­hags­lífi, með hinum mikla vexti ferða­þjón­ustu.

Spár gera ráð fyrir að gjald­eyr­is­tekjur vegna ferða­manna verði 570 millj­arðar á þessu ári, en um 99 pró­sent ferða­manna sem koma til lands­ins koma í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl. 

Tvö stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins eru VR og síðan Efl­ing, þar sem Sól­veig Anna Jóns­dóttir var nýlega kjörin for­mað­ur. Félags­menn í þessum tveimur félögum eru um 60 þús­und, og eru kjara­við­ræður framundan í haust og á næsta ári. 

Búast má við hörðum átökum í kjara­bar­áttu, og segir Ragnar Þór að sam­heldnin sé að aukast í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og að það sé hans mat að nú sé að mynd­ast sögu­legt tæki­færi til að ná fram nauð­syn­legum kjara­bótum fyrir fólkið á gólf­inu og kerf­is­breyt­ingum einnig.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent