Um 70 prósent stórra fyrirtækja með kaupaukakerfi

Samkvæmt könnun sem Talnakönnun hefur gert eru um 70 prósent af 20 stórum fyrirtækjum sem skráð eru á markað eða eru bankar, með kaupaukakerfi. Laun forstjóra hafa hækkað mikið á skömmum tíma.

Benedikt Jóhannesson mun kynna skýrslu Talnakönnunar um kaupauka hjá íslenskum fyrirtækjum á fundi sem haldinn er í hádeginu á morgun.
Benedikt Jóhannesson mun kynna skýrslu Talnakönnunar um kaupauka hjá íslenskum fyrirtækjum á fundi sem haldinn er í hádeginu á morgun.
Auglýsing

Um 70 pró­sent 20 íslenskra fyr­ir­tækja, sem annað hvort eru skráð á hluta­bréfa­markað eða eru banka, greiða út kaupauka, oft einnig kall­aðir bónus­ar. Þetta er nið­ur­staða könn­unar á meðal 20 íslenskra fyr­ir­tækja sem Talna­könnun gerði í mars og apríl 2018. Könn­unin var gerð að beiðni Sam­taka spari­fjár­eig­enda.

Þrettán fyr­ir­tækj­anna segj­ast greiða út kaupauka, sex gera það ekki. Því greiða 68, 4 pró­sent þeirra fyr­ir­tækja sem svör­uðu út kaupauka.

.Eitt fyr­ir­tækj­anna sem spurt var, Kvika banki, svar­aði ekki spurn­ing­unni en greinir samt sem áður frá því í árs­reikn­ingi að það greiði út kaupauka. Ef það er með­talið þá er hlut­fall þeirra fyr­ir­tækja sem könn­unin náði til sem greiða kaupauka 70 pró­sent.

Fyr­ir­tækin 13 sem greiða út kaupauka eru Icelanda­ir, Reit­ir, ™, Origo, Reg­inn, Arion banki, N1, Eim­skip, Öss­ur, Mar­el, Skelj­ung­ur, Voda­fone og Hag­ar. Líkt og áður sagði svar­aði eitt fyr­ir­tæki ekki, Kvika banki. Hann var skráður á First North mark­að­inn í mars meðan á könn­un­ar­tíma­bil­inu stóð. Í árs­reikn­ingum Kviku kemur hins vegar fram að fyr­ir­tækið veitir starfs­mönnum kaup­rétt á hluta­bréf­um.

Auglýsing
Þau sex fyr­ir­tæki sem eru ekki með kaupauka­kerfið eru VÍS, Grandi, Íslands­banki, Lands­banki, Eik og Sjó­vá.

Mis­mun­andi útfærslur

Í nið­ur­stöðu könn­un­ar­innar kemur fram að hjá tveimur fyr­ir­tækjum fá allir starfs­menn kaupauka, en hjá tíu er það for­stjóri og jafn­mörg eru með yfir­stjórn­end­ur. „Í ein­hverjum til­vikum er mynstrið flókn­ara. Stjórn fær ekki kaupauka í neinu fyr­ir­tækj­anna,“ segir í nið­ur­stöðu henn­ar.

Kaupaukar ann­arra starfs­manna en for­stjóra eru í flestum til­vikum innan við 25 pró­sent af laun­um. Þrjú fyr­ir­tæki miða við hærri tölu sem mögu­lega kaupauka og hjá tveimur gildir engin ákveðin regla..

Í skýrslu sem Talna­könnun hefur gert um úttekt á kjörum og kaup­aukum stjórn­­enda í íslenskum fyr­ir­tækj­um, er meðal ann­ars fjallað um könn­un­ina. Þar segir að algeng­ast sé að miða útreikn­ing kaupauka við blöndu af þeim kostum sem boðið var upp á, en fjögur fyr­ir­tæki af 13 miða aðeins við hagn­að, eitt við sölu og eitt hefur ann­ars konar við­mið, sem þó er hagn­að­ar­tengd.

Flest fyr­ir­tækin greiða út kaupauka í lok hvers árs, fjögur dreifa greiðslum á nokkur ár, þrjú eru með kaup­rétt­ar­samn­inga og tvö greiða út bónusa árs­fjórð­ungs­lega.

Afger­andi nið­ur­staða

Hjá sex af þeim þrettán fyr­ir­tækjum sem segj­ast greiða út kaupauka eru þeir innan við 25 pró­sent af föstum laun­um, sem er hámark sam­kvæmt lögum hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Hjá þremur geta þeir legið milli 25 og 50 pró­sent, hjá tveimur milli 50 og 100 pró­sent og tvö hafa ekki ákveðna reglu.

Nið­ur­staða könn­un­ar­innar því afger­andi: íslensk fyr­ir­tæki nýta enn mörg kaupauka­kerfi. Þau virð­ast hins vegar miklu ein­fald­ari en bank­arnir voru með fyrir hrun og bón­usum meira í hóf stillt. í sam­an­tekt­ar­kafla skýrslu Talna­könn­unar seg­ir: „Afar mik­il­vægt er fyrir mark­að­inn og almenna umfjöllun um fyr­ir­tæki að sem mest gagn­sæi gildi um öll kjör í fyr­ir­tækj­um. Annað vekur tor­tryggni. “

Skýrslan kynnt á morgun

Skýrslan um kaupauka í íslenskum fyr­ir­tækjum verður kynnt á fundi í hádeg­inu á morg­un, þriðju­dag­inn 24. apr­íl. Þar mun Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og stofn­andi Við­reisn­ar, gera grein fyrir efni skýrsl­unnar og Katrín Ólafs­­dótt­ir, vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ingur og lektor við Háskól­ann í Reykja­vík tala. Fund­ur­inn fer fram í Öskju, Háskóla Íslands, hann er öllum opinn og hefst klukkan 12. Fund­ar­stjóri verður Vil­hjálmur Bjarna­son.

Um er að ræða annan fund­inn í funda­röð­inni „Aldrei aft­ur“ þar sem Sam­tök spari­­fjár­­eig­enda minn­ast þess að í ár eru tíu ár liðin frá hruni..

Í til­kynn­ingu vegna fund­ar­ins seg­ir: „Eftir hrun var fljót­lega farið að greiða kaupauka hjá íslenskum fyr­ir­tækjum þó ekki væru þeir í sama mæli og tíðkast hafði áður. Einnig varð fljót­lega ljóst að íslenskir for­­­­stjór­ar ætl­uðu sér ekki að búa við „lág“ laun og því fóru tekjur stjórn­enda fljót­lega hækk­­­andi, langt umfram þær launa­hækk­anir sem almenn­ingur hefur mátt sætta sig við. Því þótti Sam­­tökum spari­fjár­eig­enda aftur komið til­efni til að gera úttekt á kjörum og kaup­aukum stjórn­­enda í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Því var með­fylgj­andi úttekt gerð.“

Þar er einnig lagt til, í nafni þess að auka á gegn­sæi og hrein­skipta umræðu um kaup og kjör í land­inu, að „auk hluta­fé­laga skráðra á mark­aði þá myndu sam­tök, félög og stofn­­anir sem eiga allt sitt undir fram­lögum hins opin­bera og/eða vel­vilja almenn­ings, greini opin­­ber­­lega frá því hvað fram­kvæmda­stjóri og helstu stjórn­endur þeirra eru með í laun. Hér mætti nefna íþrótta­fé­lög, góð­gerða­fé­lög og hags­muna­fé­lög eða félög á borð við t.d. Mjólk­ur­sam­söl­una, fyr­ir­tæki sem hefur risið og þrif­ist í skjóli beinnar og óbeinnar rík­is­­­­tryggðrar ein­ok­un­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent