Guðlaugur Þór: Þá mun kvikna bál að nýju

Utanríkisráðherra ræddi stöðu mála í Sýrlandi og Jemen á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

GuðlaugurÞór
Auglýsing

„Það er til lít­ils að slökkva eld­inn ef upp­tök hans eru ennþá fyrir hendi. Þá mun kvikna bál að nýju. Að ráð­ast að upp­tökum elds­ins er skil­virkara, ódýr­ara og bjargar fleiri manns­líf­um,“ sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra, á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar sem hann ræddi um stöðu mála í Sýr­landi og Jemen.

 Guð­laugur Þór beindi að orðum sínum að aðild­ar­ríkjum Sam­ein­uðu þjóð­anna, og sagði þau þurfa að standa sam­an. „Sam­ein­uðu þjóð­irnar eru aldrei sterk­ari en aðild­ar­ríkin leyfa. Við, aðild­ar­rík­in, verðum að stíga upp og styðja við Sam­ein­uðu þjóð­irnar og störf fram­kvæmda­stjór­ans,“ sagði Guð­laugur Þór, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu

Í New York hefur Guð­laugur Þór einnig átt fund með­ Ine Erik­sen Søreide, utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs, þar sem þróun mála í Evr­ópu, fram­kvæmd EES samn­ings­ins og Brexit voru meðal umræðu­efna. 

Auglýsing

Staðan í Sýr­landi og Jemen er álitin grafal­var­leg, enda hafa langvar­andi átök leitt til hörm­unga fyrir óbreytta borg­ara og dauðs­falla mörg hund­ruð þús­und íbú­a. 

Í Sýr­landi er talið að allt að 10 millj­ónir manna séu á flótta, ýmist inn­an­lands eða utan, en íbúar eru tæp­lega 19 millj­ón­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Alþjóða­bank­ans. Í Jemen er ástandið víða skelfi­legt, þar sem erf­ið­lega hefur gengið að koma hjálp­ar­gögnum og mat­vælum til flótta­manna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent