Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka hafa margfaldast að núvirði, en heildarframlög til flokkanna námu tæplega 650 milljónum króna á fjárlögum þessa árs.
Til samanburðar námu framlögin 291 milljón í fyrra, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar Pírata. Þingflokkur Pírata ákvað að sitja hjá þegar ákveðið var að margfalda framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka.
Björn Leví fjallar um upplýsingarnar á Facebook síðu sinni.
Þar kemur meðal annars fram að framlögin hafi verið lægst árið 2014, miðað við núvirt verðlag, eða 281 milljón.
Þá kemur einnig fram að framlög einkaaðila hafi dregist verulega saman, og að nú séu flokkarnir orðnir meira háðir ríkisframlögum.
Framlögin eftir árum, núvirt miðað við árið 2018, eru svona, sé horft yfir tímabilið 2007 til og með 2018.
2007 511,810,000
2008 545,733,000
2009 501,153,000
2010 416,118,000
2011 364,127,000
2012 335,824,000
2013 317,440,000
2014 281,126,000
2015 302,016,000
2016 296,868,000
2017 291,720,000
2018 648,000,000