Samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu þá hafa Íslendingar aldrei ferðast meira til útlanda, en á síðasta ári, en könnunin hefur verið gerð með sambærilegum hætti frá árinu 2010.
Um 80 prósent svarenda sögðust hafa farið til útlanda, og meðaltalið var um 2,6 ferðir á ári. Bretland var vinsælast en þar á eftir komu Spánn og Portúgal.
Sé horft til ferðalaga innanlands þá fóru um 84 prósent svarenda í 6,2 ferðir á ári, og var megintilgangurinn að taka sér frí eða skemmta sér, eins og von er.
Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010.
Í henni eru þátttakendur beðnir um að taka afstöðu til nokkurra fullyrðinga um áhrif ferðaþjónustu og er áhugavert að sjá hvernig viðhorfin hafa breyst ár frá ári. „Svo virðist sem greina megi aukna jákvæðni til flestra þátta sem spurt er um frá því í fyrra,“ segir í umfjöllun Ferðamálastofu.
Um níu svarendur af hverjum tíu áforma ferðalög á yfirstandandi ári og eru ferðaáform fjölbreytt sem fyrr. Um helmingur nefndi sumarbústaðaferð og borgarferð erlendis, litlu færri heimsókn til vina og ættingja og 37% stefna á sólarlandaferð.