Mörg hundruð milljarða eignir skráðra fasteignafélaga

Tvö fasteignafélög eru á leið á markað, en þrjú slík félög eru þar fyrir. Þau eru öll fjársterkt og hefur efnahagur þeirra notið góðs af uppgangi á fasteignamarkaði á undanförnum árum.

hús íbúð fasteignir
Auglýsing

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga nú allt að 60 pró­sent hluta­fjár í fast­eigna­fé­lög­unum þremur í kaup­höll Íslands, Reit­um, Eik og Reg­inn.

Sam­an­lagt mark­aðsvirði þeirra nemur um 137,5 millj­örðum króna, en þau hafa öll hækkað umtals­vert í verði frá skrán­ingu þeirra. Verð­mið­inn hefur þó ekki mikið hækkað að und­an­förnu, enda hefur vísi­tala hluta­bréfa­mark­að­ars­ins svo til staðið í stað á und­an­förnu ári, en hækk­unin nemur um 0,1 pró­senti á því tíma­bili.

Virði fast­eigna þess­ara félaga hefur hækkað hratt á und­an­förnum árum, með hækkun fast­eigna­mats hús­næðis og hækkun leigu­tekna, en í lok árs nam virði eigna félag­anna þriggja 330,5 millj­örðum króna.

Auglýsing

Reitir tilkynntu nýverið um kaup á fasteignafélaginu Vínlandsleið ehf. Verðmiðinn var upp 5,9 milljarða. Félagið er stærsta fasteignafélagið í kauphöllinni.

Reitir er stærsta félagið en virði eigna félags­ins á þeim tíma nam 140,5 millj­örð­um. Hjá Eik nam virði eigna félags­ins um 91 millj­arði og hjá Reg­inn tæp­lega 100 millj­örð­um.

Tvö fast­eigna­fé­lög til við­bótar eru á leið á markað en það eru Heima­vell­ir, þar sem útboð er fyr­ir­hugað í byrjun maí, og síðan Almenna leigu­fé­lag­ið, sem er í eigu Gamma.

Heima­vellir voru með eignir upp á um 50 millj­arða í lok árs í fyrra, hagn­að­ur­inn var 2,7 millj­arðar og eigið féð 17,5 millj­arð­ur.

Nú þegar hefur banda­rískur fjár­fest­inga­sjóður keypt hlut í félag­inu fyrir um 300 millj­ónir króna en hann end­ur­fjár­magn­aði einnig skuldir félags­ins, upp á um þrjá millj­arða, fyrir milli­göngu Fossa mark­aða.

Heild­ar­eignir Almenna leigu­fé­lags­ins námu um 42 millj­örðum í loka árs í fyrra, og eigið féð nam 11,4 millj­örð­um. Hagn­aður af rekstri félags­ins var 1,5 millj­arður króna.

Íslenskur almenn­ingur á drjúgan hluta hluta­fjár í þeim félögum sem er skráður á mark­að, eins og fyrr seg­ir, í gegnum eign­ar­hluti líf­eyr­is­sjóð­anna.

Sam­an­lagðar eignir þess­ara fimm félaga voru í lok árs í fyrra 422,5 millj­arðar króna, og eru að mestu í fast­eignum og leigu­samn­ing­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent