Mörg hundruð milljarða eignir skráðra fasteignafélaga

Tvö fasteignafélög eru á leið á markað, en þrjú slík félög eru þar fyrir. Þau eru öll fjársterkt og hefur efnahagur þeirra notið góðs af uppgangi á fasteignamarkaði á undanförnum árum.

hús íbúð fasteignir
Auglýsing

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga nú allt að 60 pró­sent hluta­fjár í fast­eigna­fé­lög­unum þremur í kaup­höll Íslands, Reit­um, Eik og Reg­inn.

Sam­an­lagt mark­aðsvirði þeirra nemur um 137,5 millj­örðum króna, en þau hafa öll hækkað umtals­vert í verði frá skrán­ingu þeirra. Verð­mið­inn hefur þó ekki mikið hækkað að und­an­förnu, enda hefur vísi­tala hluta­bréfa­mark­að­ars­ins svo til staðið í stað á und­an­förnu ári, en hækk­unin nemur um 0,1 pró­senti á því tíma­bili.

Virði fast­eigna þess­ara félaga hefur hækkað hratt á und­an­förnum árum, með hækkun fast­eigna­mats hús­næðis og hækkun leigu­tekna, en í lok árs nam virði eigna félag­anna þriggja 330,5 millj­örðum króna.

Auglýsing

Reitir tilkynntu nýverið um kaup á fasteignafélaginu Vínlandsleið ehf. Verðmiðinn var upp 5,9 milljarða. Félagið er stærsta fasteignafélagið í kauphöllinni.

Reitir er stærsta félagið en virði eigna félags­ins á þeim tíma nam 140,5 millj­örð­um. Hjá Eik nam virði eigna félags­ins um 91 millj­arði og hjá Reg­inn tæp­lega 100 millj­örð­um.

Tvö fast­eigna­fé­lög til við­bótar eru á leið á markað en það eru Heima­vell­ir, þar sem útboð er fyr­ir­hugað í byrjun maí, og síðan Almenna leigu­fé­lag­ið, sem er í eigu Gamma.

Heima­vellir voru með eignir upp á um 50 millj­arða í lok árs í fyrra, hagn­að­ur­inn var 2,7 millj­arðar og eigið féð 17,5 millj­arð­ur.

Nú þegar hefur banda­rískur fjár­fest­inga­sjóður keypt hlut í félag­inu fyrir um 300 millj­ónir króna en hann end­ur­fjár­magn­aði einnig skuldir félags­ins, upp á um þrjá millj­arða, fyrir milli­göngu Fossa mark­aða.

Heild­ar­eignir Almenna leigu­fé­lags­ins námu um 42 millj­örðum í loka árs í fyrra, og eigið féð nam 11,4 millj­örð­um. Hagn­aður af rekstri félags­ins var 1,5 millj­arður króna.

Íslenskur almenn­ingur á drjúgan hluta hluta­fjár í þeim félögum sem er skráður á mark­að, eins og fyrr seg­ir, í gegnum eign­ar­hluti líf­eyr­is­sjóð­anna.

Sam­an­lagðar eignir þess­ara fimm félaga voru í lok árs í fyrra 422,5 millj­arðar króna, og eru að mestu í fast­eignum og leigu­samn­ing­um. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent