Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hafa áberandi minnstar áhyggjur af spillingu

Íslendingar hafa nær engar áhyggjur af aðgengi að lánsfé eða hryðjuverkum. Áhyggjur þeirra snúa að heilbrigðisþjónustu, spillingu, húsnæðismálum og félagslegum ójöfnuði. Áhyggjur eru mjög mismunandi eftir stjórnmálaskoðunum.

Mótmæli Landsbankinn fólk
Auglýsing

Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa áberandi minni áhyggjur af því að spilling þrífist í fjármálum og/eða stjórnmálum á Íslandi en kjósendur annarra flokka. Alls hafa 42 prósent landsmanna áhyggjur af slíkri spillingu, en einungis 22 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks hafa þær og 23 prósent kjósenda Framsóknarflokksins.

Til samanburðar hafa 60 prósent kjósenda Pírata áhyggjur af spillingu og 51 prósent kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR.  

Niðurstöðurnar ríma við niðurstöðu alþjóðlegu viðhorfskönnunarinnar, sem lögð var fyrir hérlendis á vormánuðum 2017, og sýndi að langflestir Íslendingar sjá einhverja spillingu á meðal íslenskra stjórnmálamanna og verulegur hluti telur að hún sé mjög mikil. Einungis sjö prósent þátttakenda í þeirri könnun töldu nánast enga stjórnmálamenn spillta, 21 prósent sögðu að það væru fáeinir spilltir stjórnmálamenn, 38 prósent sögðu þá nokkra, 29 prósent töldu þá marga og fimm prósent aðspurðra sögðu að allir stjórnmálamenn væru spilltir. Í alþjóðlegu viðhorfskönnuninni voru kjósendur Sjálfstæðisflokks langólíklegastir til að telja að spilling væri útbreidd á meðal stjórnmálamanna, en 18 prósent þeirra töldu svo vera. Framsóknarmenn voru næst ólíklegastir til þess, en fjórði hver slíkur taldi sig sjá útbreidda spillingu.

Auglýsing

Kjósendur úr mismunandi heimum

Í könnun MMR var einnig kannað hvort að Íslendingar hefðu áhyggjur af ýmsu öðru. Alls sögðust 44 prósent hafa áhyggjur af heilbrigðisþjónustu. Slíkar áhyggjur var síst að finna á meðal kjósenda Flokks fólksins (30 prósent) annars vegar og Framsóknar og Viðreisnar (32 prósent) hins vegar.

Rúmlega þriðjungur landsmanna, 34 prósent, höfðu áhyggjur af húsnæðismálum. Þær áhyggjur voru mestar hjá kjósendum Pírata (41 prósent og Vinstri grænna (40 prósent) en langminnstar hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Miðflokks (26 prósent). Það ætti varla að koma neinum á óvart að húsnæðisáhyggjur voru miklu meiri hjá fólki undir þrítugu (55 prósent) en þeim sem eru komnir yfir fimmtugt (18-20 prósent).

Þegar spurt var um áhyggjur af fátækt og/eða félagslegum ójöfnuði svöruðu 31 prósent aðspurðra þeirri spurningu játandi. Kjósendur Samfylkingarinnar (48 prósent) og Flokks fólksins (43 prósent) höfðu mestar áhyggjur af þeirri breytu en kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru afgerandi þeir sem höfðu minnstar áhyggjur af fátækt og félagslegum ójöfnuði. Einungis tíu prósent kjósenda þess flokks höfðu slíkar áhyggjur.

Einungis eitt prósent landsmanna hafði áhyggjur af aðgengi að lánsfé og tvö prósent höfðu þær vegna hryðjuverka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent