Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hafa áberandi minnstar áhyggjur af spillingu

Íslendingar hafa nær engar áhyggjur af aðgengi að lánsfé eða hryðjuverkum. Áhyggjur þeirra snúa að heilbrigðisþjónustu, spillingu, húsnæðismálum og félagslegum ójöfnuði. Áhyggjur eru mjög mismunandi eftir stjórnmálaskoðunum.

Mótmæli Landsbankinn fólk
Auglýsing

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hafa áber­andi minni áhyggjur af því að spill­ing þrí­fist í fjár­málum og/eða stjórn­málum á Íslandi en kjós­endur ann­arra flokka. Alls hafa 42 pró­sent lands­manna áhyggjur af slíkri spill­ingu, en ein­ungis 22 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks hafa þær og 23 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Til sam­an­burðar hafa 60 pró­sent kjós­enda Pírata áhyggjur af spill­ingu og 51 pró­sent kjós­enda Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR.  

Nið­ur­stöð­urnar ríma við nið­ur­stöðu alþjóð­legu við­horfskönn­un­ar­innar, sem lögð var fyrir hér­lendis á vor­mán­uðum 2017, og sýndi að lang­flestir Íslend­ingar sjá ein­hverja spill­ingu á meðal íslenskra stjórn­mála­manna og veru­legur hluti telur að hún sé mjög mik­il. Ein­ungis sjö pró­sent þátt­tak­enda í þeirri könnun töldu nán­ast enga stjórn­mála­menn spillta, 21 pró­sent sögðu að það væru fáeinir spilltir stjórn­mála­menn, 38 pró­sent sögðu þá nokkra, 29 pró­sent töldu þá marga og fimm pró­sent aðspurðra sögðu að allir stjórn­mála­menn væru spillt­ir. Í alþjóð­legu við­horfskönn­un­inni voru kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks langólík­leg­astir til að telja að spill­ing væri útbreidd á meðal stjórn­mála­manna, en 18 pró­sent þeirra töldu svo vera. Fram­sókn­ar­menn voru næst ólík­leg­astir til þess, en fjórði hver slíkur taldi sig sjá útbreidda spill­ingu.

Auglýsing

Kjós­endur úr mis­mun­andi heimum

Í könnun MMR var einnig kannað hvort að Íslend­ingar hefðu áhyggjur af ýmsu öðru. Alls sögð­ust 44 pró­sent hafa áhyggjur af heil­brigð­is­þjón­ustu. Slíkar áhyggjur var síst að finna á meðal kjós­enda Flokks fólks­ins (30 pró­sent) ann­ars vegar og Fram­sóknar og Við­reisnar (32 pró­sent) hins veg­ar.

Rúm­lega þriðj­ungur lands­manna, 34 pró­sent, höfðu áhyggjur af hús­næð­is­mál­um. Þær áhyggjur voru mestar hjá kjós­endum Pírata (41 pró­sent og Vinstri grænna (40 pró­sent) en lang­minnstar hjá kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks (26 pró­sent). Það ætti varla að koma neinum á óvart að hús­næð­is­á­hyggjur voru miklu meiri hjá fólki undir þrí­tugu (55 pró­sent) en þeim sem eru komnir yfir fimm­tugt (18-20 pró­sent).

Þegar spurt var um áhyggjur af fátækt og/eða félags­legum ójöfn­uði svör­uðu 31 pró­sent aðspurðra þeirri spurn­ingu ját­andi. Kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar (48 pró­sent) og Flokks fólks­ins (43 pró­sent) höfðu mestar áhyggjur af þeirri breytu en kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins voru afger­andi þeir sem höfðu minnstar áhyggjur af fátækt og félags­legum ójöfn­uði. Ein­ungis tíu pró­sent kjós­enda þess flokks höfðu slíkar áhyggj­ur.

Ein­ungis eitt pró­sent lands­manna hafði áhyggjur af aðgengi að lánsfé og tvö pró­sent höfðu þær vegna hryðju­verka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent