Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hafa áberandi minnstar áhyggjur af spillingu

Íslendingar hafa nær engar áhyggjur af aðgengi að lánsfé eða hryðjuverkum. Áhyggjur þeirra snúa að heilbrigðisþjónustu, spillingu, húsnæðismálum og félagslegum ójöfnuði. Áhyggjur eru mjög mismunandi eftir stjórnmálaskoðunum.

Mótmæli Landsbankinn fólk
Auglýsing

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hafa áber­andi minni áhyggjur af því að spill­ing þrí­fist í fjár­málum og/eða stjórn­málum á Íslandi en kjós­endur ann­arra flokka. Alls hafa 42 pró­sent lands­manna áhyggjur af slíkri spill­ingu, en ein­ungis 22 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks hafa þær og 23 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Til sam­an­burðar hafa 60 pró­sent kjós­enda Pírata áhyggjur af spill­ingu og 51 pró­sent kjós­enda Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR.  

Nið­ur­stöð­urnar ríma við nið­ur­stöðu alþjóð­legu við­horfskönn­un­ar­innar, sem lögð var fyrir hér­lendis á vor­mán­uðum 2017, og sýndi að lang­flestir Íslend­ingar sjá ein­hverja spill­ingu á meðal íslenskra stjórn­mála­manna og veru­legur hluti telur að hún sé mjög mik­il. Ein­ungis sjö pró­sent þátt­tak­enda í þeirri könnun töldu nán­ast enga stjórn­mála­menn spillta, 21 pró­sent sögðu að það væru fáeinir spilltir stjórn­mála­menn, 38 pró­sent sögðu þá nokkra, 29 pró­sent töldu þá marga og fimm pró­sent aðspurðra sögðu að allir stjórn­mála­menn væru spillt­ir. Í alþjóð­legu við­horfskönn­un­inni voru kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks langólík­leg­astir til að telja að spill­ing væri útbreidd á meðal stjórn­mála­manna, en 18 pró­sent þeirra töldu svo vera. Fram­sókn­ar­menn voru næst ólík­leg­astir til þess, en fjórði hver slíkur taldi sig sjá útbreidda spill­ingu.

Auglýsing

Kjós­endur úr mis­mun­andi heimum

Í könnun MMR var einnig kannað hvort að Íslend­ingar hefðu áhyggjur af ýmsu öðru. Alls sögð­ust 44 pró­sent hafa áhyggjur af heil­brigð­is­þjón­ustu. Slíkar áhyggjur var síst að finna á meðal kjós­enda Flokks fólks­ins (30 pró­sent) ann­ars vegar og Fram­sóknar og Við­reisnar (32 pró­sent) hins veg­ar.

Rúm­lega þriðj­ungur lands­manna, 34 pró­sent, höfðu áhyggjur af hús­næð­is­mál­um. Þær áhyggjur voru mestar hjá kjós­endum Pírata (41 pró­sent og Vinstri grænna (40 pró­sent) en lang­minnstar hjá kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks (26 pró­sent). Það ætti varla að koma neinum á óvart að hús­næð­is­á­hyggjur voru miklu meiri hjá fólki undir þrí­tugu (55 pró­sent) en þeim sem eru komnir yfir fimm­tugt (18-20 pró­sent).

Þegar spurt var um áhyggjur af fátækt og/eða félags­legum ójöfn­uði svör­uðu 31 pró­sent aðspurðra þeirri spurn­ingu ját­andi. Kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar (48 pró­sent) og Flokks fólks­ins (43 pró­sent) höfðu mestar áhyggjur af þeirri breytu en kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins voru afger­andi þeir sem höfðu minnstar áhyggjur af fátækt og félags­legum ójöfn­uði. Ein­ungis tíu pró­sent kjós­enda þess flokks höfðu slíkar áhyggj­ur.

Ein­ungis eitt pró­sent lands­manna hafði áhyggjur af aðgengi að lánsfé og tvö pró­sent höfðu þær vegna hryðju­verka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent