Hlýnar um 1,3 til 2,3 gráður á Íslandi næstu árin

Verði losun mikil gæti hlýnun til loka aldarinnar numið meira en 4°C, með ríflegum óvissumörkum þó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar.

Sólbað
Auglýsing

Lang­tíma­hitafars­breyt­ingar á Íslandi frá lokum síð­asta jök­ul­skeiðs, eða í rúm 10 þús­und ár, hafa verið um 4°C sem er mun meira en hnatt­rænar breyt­ingar á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vís­inda­nefndar um lofts­lags­breyt­ingar sem kynnt var í dag.

Í skýrsl­unni er talið lík­legt að fram að mið­biki ald­ar­innar hlýni á land­inu og haf­svæð­inu umhverfis það og að árin 2046 til 2055 verði að með­al­tali 1,3 til 2,3°C hlýrri en árin 1986 til 2005. Umfang hlýn­unar ráð­ist aðal­lega af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Verði losun mikil gæti hlýnun til loka ald­ar­innar (með­al­tal áranna 2091 til 2100) numið meira en 4°C, með ríf­legum óvissu­mörkum þó. Gangi Par­ís­ar­sam­komu­lagið eft­ir, þar sem minna er losað af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, gæti hlýn­unin til loka ald­ar­innar verið á bil­inu 1,5 til 2,4°C.

Auglýsing

Lík­legt er að hlýn­unin verði meiri að vetri til en að sumri og nemur mun­ur­inn um helm­ingi af hlýnun á árs­grund­velli. Vís­bend­ingar eru um að hlýn­unin verði meiri norð­an­lands en sunnan og víða um landið verði meira en helm­ingur sum­ar­daga við lok ald­ar­innar hlýrri en 15°C.

Meiri óvissa er um úrkomu­breyt­ingar en breyt­ingar á hita en gera má ráð fyrir að úrkoma auk­ist um að minnsta kosti 1,5 pró­sent fyrir hverja gráðu sem hlýn­ar. Í sumum reikni­lík­önum er aukn­ingin allt að 4,5 pró­sent fyrir hverja gráðu. Vís­bend­ingar eru um að úrkomu­á­kefð geti einnig auk­ist og að þrátt fyrir aukna heild­ar­úr­komu geti þurrka­dögum einnig fjölg­að.

Hnatt­rænar breyt­ingar

Hnatt­ræn hlýnun við lok ald­ar­innar verður lík­lega á bil­inu 0,3 til 4,8°C og fer mjög eftir því hversu mikið verður losað af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Meg­in­lönd munu hins vegar hlýna meira en úthöfin og hlýn­unin verður áköfust á heim­skauta­svæðum norð­urs­ins. Nán­ast öruggt er að á flestum svæðum mun heitum dögum fjölga og köldum dögum fækka að sama skapi. Lík­legt er að hita­bylgjur verði lengri og tíð­ari, en eftir sem áður má stöku sinnum búast við köldum vetrum á hærri breidd­argráð­um. Draga mun úr úrkomu á þurrum svæðum á sama tíma og hún eykst á svæðum sem þegar eru úrkomu­söm.

Í skýrsl­unni segir að hlýnun jarðar sé óum­deil­an­leg og bendi margar athug­anir til breyt­inga frá því um mið­bik síð­ustu aldar sem séu for­dæma­lausar hvort sem litið er til ára­tuga eða árþús­unda. Loft­hjúp­ur­inn og heims­höfin hafi hlýn­að, dregið hafi úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjáv­ar­borð hefur hækkað og styrkur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda auk­ist.

„Enn­fremur hefur sýru­stig sjávar lækkað um 0,1 pH stig frá iðn­bylt­ingu og ummerki þess á líf­ríki eru þegar merkj­an­leg. Athafnir manna, sér­stak­lega bruni jarð­efna­elds­neyt­is, hafa aukið styrk gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­hjúpnum og er hann nú mun meiri en vitað er að hann hafi verið að minnsta kosti síð­ustu 800 þús­und ár. Styrkur CO2 í loft­hjúpnum hefur auk­ist um 40 pró­sent frá því fyrir iðn­bylt­ingu. Heims­höfin hafa tekið við um 30 pró­sent af koldí­oxíðslos­un­inni og veldur það súrnun þeirra. Nýlegar rann­sóknir benda til þess að frá mið­biki 8. ára­tugs síð­ustu aldar hafi hlýnun numið um 0,17– 0,19°C á ára­tug og sveiflur yfir styttri tíma­bil víki ekki mark­tækt frá því. Hlýnun síð­ustu ára­tuga er töl­fræði­lega mark­tæk.“

Ábend­ingar um aðgerðir og skort á þekk­ingu

Í síð­ustu skýrslu Vís­inda­nefndar árið 2008 var bent á að umtals­verðar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga á Íslandi verði ekki umflún­ar. Þetta yki þörf á vöktun og rann­sóknum á ýmsum þáttum nátt­úru­fars. Ljúka þyrfti öflun grunn­upp­lýs­inga um nátt­úru­far lands­ins og efla lang­tíma­vöktun á umhverf­is­þáttum og líf­ríki hafs og lands. Þá var bent á að vöktun er lang­tíma­verk­efni sem krefst stöðugra fjár­veit­inga og hentar ekki til fjár­mögn­unar úr sam­keppn­is­sjóð­um.

Síðan sú skýrsla kom út hefur dregið úr almennri vöktun á nátt­úru­fari lands­ins, og gildir það jafnt um veð­ur­at­hug­anir sem og vöktun á líf­ríki lands og sjáv­ar. Vís­inda­nefnd telur í skýrslu sinni mik­il­vægt benda á að skipu­leg við­brögð við lofts­lags­breyt­ingum þurfi að byggja á hald­bærum rann­sóknum og þekk­ingaröfl­un. Marg­vís­legar rann­sóknir hafa þegar verið gerðar sem gefa vís­bend­ingar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ýmsa nátt­úru­þætti.

Engin áætlun er þó til um vöktun á lyk­il­þáttum íslenskrar nátt­úru. Sér­stak­lega vanti rann­sóknir þar sem tengsl við lofts­lags­breyt­ingar eru við­ fangs­efni, en ekki er reynt að skýra út orsaka­sam­hengi breyt­inga á umhverf­is­þáttum og nátt­úru­fari eftir á. Bæta þurfi vöktun sér­stak­lega á þeim þáttum sem lík­leg­astir eru taldir til að breyt­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent