Hlýnar um 1,3 til 2,3 gráður á Íslandi næstu árin

Verði losun mikil gæti hlýnun til loka aldarinnar numið meira en 4°C, með ríflegum óvissumörkum þó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar.

Sólbað
Auglýsing

Lang­tíma­hitafars­breyt­ingar á Íslandi frá lokum síð­asta jök­ul­skeiðs, eða í rúm 10 þús­und ár, hafa verið um 4°C sem er mun meira en hnatt­rænar breyt­ingar á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vís­inda­nefndar um lofts­lags­breyt­ingar sem kynnt var í dag.

Í skýrsl­unni er talið lík­legt að fram að mið­biki ald­ar­innar hlýni á land­inu og haf­svæð­inu umhverfis það og að árin 2046 til 2055 verði að með­al­tali 1,3 til 2,3°C hlýrri en árin 1986 til 2005. Umfang hlýn­unar ráð­ist aðal­lega af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Verði losun mikil gæti hlýnun til loka ald­ar­innar (með­al­tal áranna 2091 til 2100) numið meira en 4°C, með ríf­legum óvissu­mörkum þó. Gangi Par­ís­ar­sam­komu­lagið eft­ir, þar sem minna er losað af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, gæti hlýn­unin til loka ald­ar­innar verið á bil­inu 1,5 til 2,4°C.

Auglýsing

Lík­legt er að hlýn­unin verði meiri að vetri til en að sumri og nemur mun­ur­inn um helm­ingi af hlýnun á árs­grund­velli. Vís­bend­ingar eru um að hlýn­unin verði meiri norð­an­lands en sunnan og víða um landið verði meira en helm­ingur sum­ar­daga við lok ald­ar­innar hlýrri en 15°C.

Meiri óvissa er um úrkomu­breyt­ingar en breyt­ingar á hita en gera má ráð fyrir að úrkoma auk­ist um að minnsta kosti 1,5 pró­sent fyrir hverja gráðu sem hlýn­ar. Í sumum reikni­lík­önum er aukn­ingin allt að 4,5 pró­sent fyrir hverja gráðu. Vís­bend­ingar eru um að úrkomu­á­kefð geti einnig auk­ist og að þrátt fyrir aukna heild­ar­úr­komu geti þurrka­dögum einnig fjölg­að.

Hnatt­rænar breyt­ingar

Hnatt­ræn hlýnun við lok ald­ar­innar verður lík­lega á bil­inu 0,3 til 4,8°C og fer mjög eftir því hversu mikið verður losað af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Meg­in­lönd munu hins vegar hlýna meira en úthöfin og hlýn­unin verður áköfust á heim­skauta­svæðum norð­urs­ins. Nán­ast öruggt er að á flestum svæðum mun heitum dögum fjölga og köldum dögum fækka að sama skapi. Lík­legt er að hita­bylgjur verði lengri og tíð­ari, en eftir sem áður má stöku sinnum búast við köldum vetrum á hærri breidd­argráð­um. Draga mun úr úrkomu á þurrum svæðum á sama tíma og hún eykst á svæðum sem þegar eru úrkomu­söm.

Í skýrsl­unni segir að hlýnun jarðar sé óum­deil­an­leg og bendi margar athug­anir til breyt­inga frá því um mið­bik síð­ustu aldar sem séu for­dæma­lausar hvort sem litið er til ára­tuga eða árþús­unda. Loft­hjúp­ur­inn og heims­höfin hafi hlýn­að, dregið hafi úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjáv­ar­borð hefur hækkað og styrkur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda auk­ist.

„Enn­fremur hefur sýru­stig sjávar lækkað um 0,1 pH stig frá iðn­bylt­ingu og ummerki þess á líf­ríki eru þegar merkj­an­leg. Athafnir manna, sér­stak­lega bruni jarð­efna­elds­neyt­is, hafa aukið styrk gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­hjúpnum og er hann nú mun meiri en vitað er að hann hafi verið að minnsta kosti síð­ustu 800 þús­und ár. Styrkur CO2 í loft­hjúpnum hefur auk­ist um 40 pró­sent frá því fyrir iðn­bylt­ingu. Heims­höfin hafa tekið við um 30 pró­sent af koldí­oxíðslos­un­inni og veldur það súrnun þeirra. Nýlegar rann­sóknir benda til þess að frá mið­biki 8. ára­tugs síð­ustu aldar hafi hlýnun numið um 0,17– 0,19°C á ára­tug og sveiflur yfir styttri tíma­bil víki ekki mark­tækt frá því. Hlýnun síð­ustu ára­tuga er töl­fræði­lega mark­tæk.“

Ábend­ingar um aðgerðir og skort á þekk­ingu

Í síð­ustu skýrslu Vís­inda­nefndar árið 2008 var bent á að umtals­verðar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga á Íslandi verði ekki umflún­ar. Þetta yki þörf á vöktun og rann­sóknum á ýmsum þáttum nátt­úru­fars. Ljúka þyrfti öflun grunn­upp­lýs­inga um nátt­úru­far lands­ins og efla lang­tíma­vöktun á umhverf­is­þáttum og líf­ríki hafs og lands. Þá var bent á að vöktun er lang­tíma­verk­efni sem krefst stöðugra fjár­veit­inga og hentar ekki til fjár­mögn­unar úr sam­keppn­is­sjóð­um.

Síðan sú skýrsla kom út hefur dregið úr almennri vöktun á nátt­úru­fari lands­ins, og gildir það jafnt um veð­ur­at­hug­anir sem og vöktun á líf­ríki lands og sjáv­ar. Vís­inda­nefnd telur í skýrslu sinni mik­il­vægt benda á að skipu­leg við­brögð við lofts­lags­breyt­ingum þurfi að byggja á hald­bærum rann­sóknum og þekk­ingaröfl­un. Marg­vís­legar rann­sóknir hafa þegar verið gerðar sem gefa vís­bend­ingar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ýmsa nátt­úru­þætti.

Engin áætlun er þó til um vöktun á lyk­il­þáttum íslenskrar nátt­úru. Sér­stak­lega vanti rann­sóknir þar sem tengsl við lofts­lags­breyt­ingar eru við­ fangs­efni, en ekki er reynt að skýra út orsaka­sam­hengi breyt­inga á umhverf­is­þáttum og nátt­úru­fari eftir á. Bæta þurfi vöktun sér­stak­lega á þeim þáttum sem lík­leg­astir eru taldir til að breyt­ast.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent