Hlýnar um 1,3 til 2,3 gráður á Íslandi næstu árin

Verði losun mikil gæti hlýnun til loka aldarinnar numið meira en 4°C, með ríflegum óvissumörkum þó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar.

Sólbað
Auglýsing

Lang­tíma­hitafars­breyt­ingar á Íslandi frá lokum síð­asta jök­ul­skeiðs, eða í rúm 10 þús­und ár, hafa verið um 4°C sem er mun meira en hnatt­rænar breyt­ingar á sama tíma. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vís­inda­nefndar um lofts­lags­breyt­ingar sem kynnt var í dag.

Í skýrsl­unni er talið lík­legt að fram að mið­biki ald­ar­innar hlýni á land­inu og haf­svæð­inu umhverfis það og að árin 2046 til 2055 verði að með­al­tali 1,3 til 2,3°C hlýrri en árin 1986 til 2005. Umfang hlýn­unar ráð­ist aðal­lega af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Verði losun mikil gæti hlýnun til loka ald­ar­innar (með­al­tal áranna 2091 til 2100) numið meira en 4°C, með ríf­legum óvissu­mörkum þó. Gangi Par­ís­ar­sam­komu­lagið eft­ir, þar sem minna er losað af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, gæti hlýn­unin til loka ald­ar­innar verið á bil­inu 1,5 til 2,4°C.

Auglýsing

Lík­legt er að hlýn­unin verði meiri að vetri til en að sumri og nemur mun­ur­inn um helm­ingi af hlýnun á árs­grund­velli. Vís­bend­ingar eru um að hlýn­unin verði meiri norð­an­lands en sunnan og víða um landið verði meira en helm­ingur sum­ar­daga við lok ald­ar­innar hlýrri en 15°C.

Meiri óvissa er um úrkomu­breyt­ingar en breyt­ingar á hita en gera má ráð fyrir að úrkoma auk­ist um að minnsta kosti 1,5 pró­sent fyrir hverja gráðu sem hlýn­ar. Í sumum reikni­lík­önum er aukn­ingin allt að 4,5 pró­sent fyrir hverja gráðu. Vís­bend­ingar eru um að úrkomu­á­kefð geti einnig auk­ist og að þrátt fyrir aukna heild­ar­úr­komu geti þurrka­dögum einnig fjölg­að.

Hnatt­rænar breyt­ingar

Hnatt­ræn hlýnun við lok ald­ar­innar verður lík­lega á bil­inu 0,3 til 4,8°C og fer mjög eftir því hversu mikið verður losað af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Meg­in­lönd munu hins vegar hlýna meira en úthöfin og hlýn­unin verður áköfust á heim­skauta­svæðum norð­urs­ins. Nán­ast öruggt er að á flestum svæðum mun heitum dögum fjölga og köldum dögum fækka að sama skapi. Lík­legt er að hita­bylgjur verði lengri og tíð­ari, en eftir sem áður má stöku sinnum búast við köldum vetrum á hærri breidd­argráð­um. Draga mun úr úrkomu á þurrum svæðum á sama tíma og hún eykst á svæðum sem þegar eru úrkomu­söm.

Í skýrsl­unni segir að hlýnun jarðar sé óum­deil­an­leg og bendi margar athug­anir til breyt­inga frá því um mið­bik síð­ustu aldar sem séu for­dæma­lausar hvort sem litið er til ára­tuga eða árþús­unda. Loft­hjúp­ur­inn og heims­höfin hafi hlýn­að, dregið hafi úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjáv­ar­borð hefur hækkað og styrkur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda auk­ist.

„Enn­fremur hefur sýru­stig sjávar lækkað um 0,1 pH stig frá iðn­bylt­ingu og ummerki þess á líf­ríki eru þegar merkj­an­leg. Athafnir manna, sér­stak­lega bruni jarð­efna­elds­neyt­is, hafa aukið styrk gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í loft­hjúpnum og er hann nú mun meiri en vitað er að hann hafi verið að minnsta kosti síð­ustu 800 þús­und ár. Styrkur CO2 í loft­hjúpnum hefur auk­ist um 40 pró­sent frá því fyrir iðn­bylt­ingu. Heims­höfin hafa tekið við um 30 pró­sent af koldí­oxíðslos­un­inni og veldur það súrnun þeirra. Nýlegar rann­sóknir benda til þess að frá mið­biki 8. ára­tugs síð­ustu aldar hafi hlýnun numið um 0,17– 0,19°C á ára­tug og sveiflur yfir styttri tíma­bil víki ekki mark­tækt frá því. Hlýnun síð­ustu ára­tuga er töl­fræði­lega mark­tæk.“

Ábend­ingar um aðgerðir og skort á þekk­ingu

Í síð­ustu skýrslu Vís­inda­nefndar árið 2008 var bent á að umtals­verðar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga á Íslandi verði ekki umflún­ar. Þetta yki þörf á vöktun og rann­sóknum á ýmsum þáttum nátt­úru­fars. Ljúka þyrfti öflun grunn­upp­lýs­inga um nátt­úru­far lands­ins og efla lang­tíma­vöktun á umhverf­is­þáttum og líf­ríki hafs og lands. Þá var bent á að vöktun er lang­tíma­verk­efni sem krefst stöðugra fjár­veit­inga og hentar ekki til fjár­mögn­unar úr sam­keppn­is­sjóð­um.

Síðan sú skýrsla kom út hefur dregið úr almennri vöktun á nátt­úru­fari lands­ins, og gildir það jafnt um veð­ur­at­hug­anir sem og vöktun á líf­ríki lands og sjáv­ar. Vís­inda­nefnd telur í skýrslu sinni mik­il­vægt benda á að skipu­leg við­brögð við lofts­lags­breyt­ingum þurfi að byggja á hald­bærum rann­sóknum og þekk­ingaröfl­un. Marg­vís­legar rann­sóknir hafa þegar verið gerðar sem gefa vís­bend­ingar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ýmsa nátt­úru­þætti.

Engin áætlun er þó til um vöktun á lyk­il­þáttum íslenskrar nátt­úru. Sér­stak­lega vanti rann­sóknir þar sem tengsl við lofts­lags­breyt­ingar eru við­ fangs­efni, en ekki er reynt að skýra út orsaka­sam­hengi breyt­inga á umhverf­is­þáttum og nátt­úru­fari eftir á. Bæta þurfi vöktun sér­stak­lega á þeim þáttum sem lík­leg­astir eru taldir til að breyt­ast.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent