Almenna leigufélagið: Aðlögum leigusamninga að markaðsverði

Almenna leigufélagið skýrir hækkun leiguverðs á eignum þess að það hafi verið langt undir markaðsverði og að sömuleiðis verði að taka mið að fasteignaverði. Formaður VR hefur gagnrýnt þessar hækkanir.

Húsnæði í Reykjavík
Auglýsing

„Síðan við tókum yfir höfum við því þurft að ganga í það að aðlaga þessa leigu­samn­inga að mark­aðs­verði og höfum við verið að gera það í skrefum til að leigj­endur fái svig­rúm til aðlög­un­ar,“ segir í svari Almenna leigu­fé­lags­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Ragnar Ingólfsson, formaður VR.Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, gagn­rýnir þessar hækk­anir í face­book-­færslu í dag. Þar segir hann að um sé að ræða 50 til 70 pró­sent hækk­anir á rúmum tveimur árum. „Mörg til­felli eru af ein­stak­lingum og tekju­lágum fjöl­skyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráð­stöf­un­ar­tekjum til að brauð­fæða sig og sína og eru margir skilj­an­lega í áfalli og standa ráð­þrota gagn­vart þessu. Val­kost­ur­inn er að taka þessu eða enda á göt­unn­i,“ segir hann í færsl­unni.

Almenna leigu­fé­lagið tók við rekstri tveggja stórra eigna­safna árið 2017 sem sam­sett voru af eignum sem voru að stærstum hluta í eigu Íbúð­ar­lána­sjóðs. Ann­ars vegar leigu­fé­lagið Klett, sem var í eigu ÍLS, og hins vegar félagið BK eignir sem var sam­an­sett af nokkrum eigna­söfnum frá ÍLS, segir í svari Almenna leigu­fé­lags­ins.

Auglýsing

Í svar­inu segir jafn­framt að í mörgum til­fellum sé leigu­verð búið að standa óbreytt frá árunum 2009 til 2010 og hafi það því verið mjög langt undir mark­aðs­verði. Félagið hafi verið að greiða háar fjár­hæðir með þessum eignum vegna rekstr­ar- og fjár­magns­kostn­að­ar.

Leigu­verð verði að taka mið af fast­eigna­verði

Segir enn fremur í svar­inu að þau hafi skiln­ing á að það geti verið þungt fyrir leigj­endur þegar leigu­verð hækk­ar, en leigu­verð taki auð­vitað fyrst og fremst mið af fast­eigna­verði, sem hafi hækkað mjög und­an­farin ár.

„Leigu­verð þarf svo auð­vitað að standa straum af fast­eigna­gjöldum og önnur opin­berum gjöld­um, sem hafa hækkað gríð­ar­lega und­an­farin ár með hækk­andi fast­eigna­mati. Við­hald fast­eigna vegur mjög þungt í kostn­aði og svo erum við auð­vitað að reka skrif­stofu með öllu því sem fylgir, erum með fjölda manns í vinnu við að sinna fast­eign­unum og leigj­endum okkar og bjóðum upp á 24/7 sím­svörun og neyð­ar­þjón­ustu fyrir við­skipta­vini okk­ar. Langstærsti lið­ur­inn í rekstri allra fast­eigna­fé­laga er svo fjár­magns­kostn­aður sem er gríð­ar­lega hár hér á landi vegna vaxta­stigs­ins.

Einka­rekin leigu­fé­lög eru alls staðar í hinum vest­ræna heimi hluti af heil­brigðum og fjöl­breyttum hús­næð­is­mark­aði þar sem fólk hefur val í búsetu­mál­um. Til þess að við getum tekið þátt í því þarf rekstur þess­ara félaga að standa undir sér.

Í dag skipt­ist leigu­mark­að­ur­inn þannig að tveir þriðju hlutar allra leigu­í­búða eru í eigu ein­stak­linga.

Við fáum mjög oft til okkar fólk sem hefur verið að leigja af slíkum aðilum og hafa lent í vand­ræðum varð­andi við­hald, hefur lent í því að fá ekki trygg­ing­arfé sitt greitt til baka að leigu­tíma lokn­um, hefur þurft að flytja oft vegna þess að leigu­í­búðir þeirra eru seld­ar,“ segir í svari Almenna leigu­fé­lags­ins.

Kann­ast ekki við máln­ing­ar­vinnu­gjald

Ragnar gagn­rýndi enn fremur að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félags­ins sé rukkað um rúm­lega 120.000 krónur í flutn­ings­gjald og í flestum til­fellum sé kraf­ist hærri trygg­inga í nýjum samn­ing­um.

Í svari Almenna leigu­fé­lags­ins segir að ­flutn­ings­gjald sé kostn­aður við flutn­ing milli íbúða innan félags­ins. Það séu mjög margir leigj­endur hjá þeim sem nýta sér þessa þjón­ustu en það fylgi henni mik­ill kostn­aður fyrir félag­ið. „Önnur íbúðin stendur alltaf ótekju­ber­andi í ákveð­inn tíma meðan flutn­ingur á sér stað, auk þess sem stand­setn­ing­ar- og umsýslu­kostn­aður er tölvu­verð­ur. Þetta er gjald sem er alþekkt hjá leigu­fé­lögum erlendis og hér­lend­is. Til dæmis rukk­aði Leigu­fé­lagið Klett­ur, sem var í eigu Íbúð­ar­lána­sjóðs, einn auka mánuð fyrir þessa þjón­ustu, en við kusum að fara þessa leið að hafa þetta fast gjald, kr. 120.000,- til að halda kostn­aði í lág­marki.“

Í þriðja lagi nefnir Ragnar að reynt sé að lauma inn í samn­inga að leigj­andi greiði 95.000 krónur fyrir máln­ing­ar­vinnu eða skili af sér nýmál­uðu ef leigu­samn­ingi er sagt upp. Almenna leigu­fé­lagið kann­ast ekki við slíkt máln­ing­ar­vinnu­gjald. „Leigj­andi greiðir fyrir máln­ingu ef hann hefur neglt eða borað í veggi, en þó ekki ef 5 ár eru liðin frá upp­hafi leigu­tíma þar sem þá er kom­inn eðli­legur tími á heil­máln­ingu íbúð­ar. Þetta á að sjálf­sögðu ein­ungis við ef íbú­inn hefur fengið íbúð­ina afhenta nýmál­aða,“ segir í svar­inu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent