Ingvar J. Rögnvaldsson hefur verið tímabundið settur til að gegna embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. maí 2018.
Þetta kemur fram í frétt fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Ingvar lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1977 til 1979. Ingvar hefur gegnt stöðu vararíkisskattstjóra frá árinu 2000.
„Fráfarandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, hefur verið kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi til næstu sex ára. Fjármála- og efnahagsráðuneytið þakkar honum fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar,“ segir í frétt ráðuneytisins.
Auglýsing