Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á hafnarsvæði á Grenjum til að koma til móts við óskir fyrirtækisins Skaginn 3X hf. um aukið rými. Fyrir liggur umsókn fyrirtækisins um stækkun iðnaðarbygginga um 4.000 fermetra.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en Skaginn 3X hefur verið leiðandi fyrirtæki um árabil þegar kemur að tækjabúnaði fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Skaginn 3X hlaut Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands árið 2017.
Hjá fyrirtækinu starfa um 90 manns við hönnun, þróun og framleiðslu. Fyrirtækið hefur verið burðarrás í atvinnulífi á Akranesi frá stofnun, og mun vöxtur þess hafa mikil áhrif á svæðið og starfsfólki fjölga.
Athafnasvæði Skagans 3X er á
Grenjum milli Lambhúsasunds og
Krókalóns. „Þar hefur um áratugi
verið dráttarbraut og skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts. Í frumhugmyndum
er litið til stækkunar
landfyllingar til norðurs út í Krókalón.
Hugsanlegar landfyllingar
gætu orðið um 12-13.000 fermetrar.
Fyllingarefni mun koma úr viðurkenndum
námum með starfsleyfi.
Efni í brimvarnargarð fæst að
mestu úr núverandi garði verði sú
leið valin að færa hann fram til
norðurs,“ segir í Morgunblaðinu.