Uppgjör Arion banka undir væntingum

Kostnaðarhlutfall bankans var yfir 70 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og arðsemi eiginfjár undir fjórum prósentum, sem telst mjög lágt í bankarekstri.

Arion Banki
Auglýsing

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018 nam 1,9 millj­örðum króna sam­an­borið við 3,4 millj­arða króna á sama tíma­bili 2017. Arð­semi eigin fjár var aðeins 3,6% sam­an­borið við 6,3% fyrir sama tíma­bil árið 2017, en þetta telst lágt í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Þá var kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans hátt, eða 70,8 pró­sent, en til sam­an­burður hefur Lands­bank­inn, stærsti banki lands­ins, sett sér það mark­mið að ná kostn­að­ar­hlut­falli niður í 45 pró­sent.

Heild­ar­eignir námu 1.131,8 millj­örðum króna í lok mars 2018 sam­an­borið við 1.147,8 millj­arða króna í árs­lok 2017 og eigið fé hlut­hafa bank­ans nam 204,1 millj­örðum króna, sam­an­borið við 225,6 millj­arða króna í árs­lok 2017. 

Auglýsing

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var 23,6% í lok mars en var 24,0% í árs­lok 2017. 

Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, segir í til­kynn­ingu að afkoman sé aðeins undir undir vænt­ing­um. „Af­koma fyrsta árs­fjórð­ungs 2018 er aðeins undir vænt­ing­um. Þókn­ana­tekjur og fjár­muna­tekjur þró­ast með jákvæðum hætti en vaxta­munur hefur lækk­að, m.a. vegna sterkrar lausa­fjár­stöðu bank­ans og mik­illar sam­keppni á lána­mark­aði sem hefur þrýst á vaxta­kjör,“ segir Hösk­uld­ur. 

Helstu atriði, úr rekstri Arion banka, og samanburð milli ára, má sjá hér á myndinni.

Þá segir hann að sam­dráttur hafi verið í trygg­inga­tekjum frá dótt­ur­fé­lagi bank­ans, Verði. Hann skýrist meðal ann­ars af öku­tækjatjónum í vet­ur. „Tekjur dótt­ur­fé­lags­ins Valitor halda áfram að vaxa með áfram­hald­andi sókn á erlenda mark­aði en þeirri sókn fylgir jafn­framt umtals­verður kostn­aður og eru áhrif Valitor á afkom­una nei­kvæð. Áfram verður lögð áhersla á vöxt Valitor erlend­is. Það eru spenn­andi tæki­færi á þeim mörk­uðum sem fyr­ir­tækið starfar á og frek­ari vöxtur getur haft veru­leg áhrif á hugs­an­legt mark­aðsvirði félags­ins á kom­andi miss­erum,“ segir Hösk­uld­ur. 

Til stendur að skrá bank­ann á mark­að, en stærsti eig­andi bank­ans, með 55,6 pró­sent hlut, er Kaup­þing. Það félag mun að lík­indum selja í kringum 30 pró­sent hlut í útboð­inu, sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins í morgun. Virði hluta Kaup­þings miðað við bók­fært eigið fé, er um 125 millj­arðar króna.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

Hösk­uldur seg­ir, að Arion banki hafi mikil sókn­ar­færi í upp­bygg­ingu staf­rænnar þjón­ustu og að hann hafi til þessa verið í leið­andi hlut­verki á því sviði. „Arion banki hefur markað sér nokkra sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði með því að kynna til leiks fjöl­breyttar og spenn­andi staf­rænar nýj­ungar á sviði fjár­mála­þjón­ustu. Mark­mið okkar er að gera þjón­ustu okkar eins ein­falda og þægi­lega fyrir okkar við­skipta­vini og við frekast get­um. Við kynntum á fyrsta árs­fjórð­ungi m.a. ný staf­ræn lána­ferli fyrir skamm­tíma­lán og bíla­lán. Einnig þægi­legar leiðir til að dreifa greiðslum á kredit­kort og stofna sparn­að­ar­reikn­inga. Við sjáum að með þægi­legri banka­þjón­ustu eykst ánægja okkar við­skipta­vina á sama tíma og við upp­skerum aukna skil­virkni í okkar starf­semi. Nú er það svo að 96% snert­inga okkar við við­skipta­vini fara fram í gegnum staf­rænar leið­ir. Það sýnir vel hve mikið fjár­mála­þjón­usta er að breyt­ast og höfum við því boðað breyt­ingar á úti­búa­neti okkar sem end­ur­spegla það. Mark­miðið með breyt­ing­unum er ann­ars vegar að efla okkar kjarna­útibú þar sem fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar geta sótt alla hefð­bundna fjár­mála­þjón­ustu og hins vegar að þróa minni úti­búin í takt við úti­búið okkar í Kringl­unni þar sem höf­uð­á­hersla er á staf­rænar lausnir,“ segir Hösk­uld­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent