Uppgjör Arion banka undir væntingum

Kostnaðarhlutfall bankans var yfir 70 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og arðsemi eiginfjár undir fjórum prósentum, sem telst mjög lágt í bankarekstri.

Arion Banki
Auglýsing

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018 nam 1,9 millj­örðum króna sam­an­borið við 3,4 millj­arða króna á sama tíma­bili 2017. Arð­semi eigin fjár var aðeins 3,6% sam­an­borið við 6,3% fyrir sama tíma­bil árið 2017, en þetta telst lágt í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Þá var kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans hátt, eða 70,8 pró­sent, en til sam­an­burður hefur Lands­bank­inn, stærsti banki lands­ins, sett sér það mark­mið að ná kostn­að­ar­hlut­falli niður í 45 pró­sent.

Heild­ar­eignir námu 1.131,8 millj­örðum króna í lok mars 2018 sam­an­borið við 1.147,8 millj­arða króna í árs­lok 2017 og eigið fé hlut­hafa bank­ans nam 204,1 millj­örðum króna, sam­an­borið við 225,6 millj­arða króna í árs­lok 2017. 

Auglýsing

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var 23,6% í lok mars en var 24,0% í árs­lok 2017. 

Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, segir í til­kynn­ingu að afkoman sé aðeins undir undir vænt­ing­um. „Af­koma fyrsta árs­fjórð­ungs 2018 er aðeins undir vænt­ing­um. Þókn­ana­tekjur og fjár­muna­tekjur þró­ast með jákvæðum hætti en vaxta­munur hefur lækk­að, m.a. vegna sterkrar lausa­fjár­stöðu bank­ans og mik­illar sam­keppni á lána­mark­aði sem hefur þrýst á vaxta­kjör,“ segir Hösk­uld­ur. 

Helstu atriði, úr rekstri Arion banka, og samanburð milli ára, má sjá hér á myndinni.

Þá segir hann að sam­dráttur hafi verið í trygg­inga­tekjum frá dótt­ur­fé­lagi bank­ans, Verði. Hann skýrist meðal ann­ars af öku­tækjatjónum í vet­ur. „Tekjur dótt­ur­fé­lags­ins Valitor halda áfram að vaxa með áfram­hald­andi sókn á erlenda mark­aði en þeirri sókn fylgir jafn­framt umtals­verður kostn­aður og eru áhrif Valitor á afkom­una nei­kvæð. Áfram verður lögð áhersla á vöxt Valitor erlend­is. Það eru spenn­andi tæki­færi á þeim mörk­uðum sem fyr­ir­tækið starfar á og frek­ari vöxtur getur haft veru­leg áhrif á hugs­an­legt mark­aðsvirði félags­ins á kom­andi miss­erum,“ segir Hösk­uld­ur. 

Til stendur að skrá bank­ann á mark­að, en stærsti eig­andi bank­ans, með 55,6 pró­sent hlut, er Kaup­þing. Það félag mun að lík­indum selja í kringum 30 pró­sent hlut í útboð­inu, sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins í morgun. Virði hluta Kaup­þings miðað við bók­fært eigið fé, er um 125 millj­arðar króna.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

Hösk­uldur seg­ir, að Arion banki hafi mikil sókn­ar­færi í upp­bygg­ingu staf­rænnar þjón­ustu og að hann hafi til þessa verið í leið­andi hlut­verki á því sviði. „Arion banki hefur markað sér nokkra sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði með því að kynna til leiks fjöl­breyttar og spenn­andi staf­rænar nýj­ungar á sviði fjár­mála­þjón­ustu. Mark­mið okkar er að gera þjón­ustu okkar eins ein­falda og þægi­lega fyrir okkar við­skipta­vini og við frekast get­um. Við kynntum á fyrsta árs­fjórð­ungi m.a. ný staf­ræn lána­ferli fyrir skamm­tíma­lán og bíla­lán. Einnig þægi­legar leiðir til að dreifa greiðslum á kredit­kort og stofna sparn­að­ar­reikn­inga. Við sjáum að með þægi­legri banka­þjón­ustu eykst ánægja okkar við­skipta­vina á sama tíma og við upp­skerum aukna skil­virkni í okkar starf­semi. Nú er það svo að 96% snert­inga okkar við við­skipta­vini fara fram í gegnum staf­rænar leið­ir. Það sýnir vel hve mikið fjár­mála­þjón­usta er að breyt­ast og höfum við því boðað breyt­ingar á úti­búa­neti okkar sem end­ur­spegla það. Mark­miðið með breyt­ing­unum er ann­ars vegar að efla okkar kjarna­útibú þar sem fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar geta sótt alla hefð­bundna fjár­mála­þjón­ustu og hins vegar að þróa minni úti­búin í takt við úti­búið okkar í Kringl­unni þar sem höf­uð­á­hersla er á staf­rænar lausnir,“ segir Hösk­uld­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent