Eignir lífeyrissjóða landsmanna eru nú tæplega fjögur þúsund milljarðar króna, samkvæmt nýuppfærðum tölum Seðlabanka Íslands.
Eignir lífeyrissjóða námu 3.953 milljörðum í lok mars og lækkuðu um 20 milljarða eða 0,05 % frá síðasta mánuði.
Þar af voru eignir samtryggingadeilda 3.565 milljarðar og séreignadeilda 389 milljarðar.
Í lok mars námu innlendar eignir lífeyrissjóða 3.035 ma.kr.
Þar af voru innlán í innlendum innlánsstofnunum 172 milljarðar og innlend útlán og markaðsverðbréf 2.736 milljarðar.
Erlendar eignir lífeyrissjóða voru 918 milljörðum í lok mars en það er 39 milljarða króna lækkun frá febrúar. Hrein eign lífeyrissjóða nam 3.947 milljörðum í lok mars en aðrar skuldir námu 6 milljörðum.
Lán lífeyrissjóða til heimila námu 350 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs. Sjóðfélagalán stóðu í 329 milljörðum króna um áramótin og því nemur vöxtur útistandandi lána til heimila 21 milljarði króna á fyrsta fjórðungi ársins.