Embætti landlæknis leggur til að stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni tillögur Embættis landlæknis um að breyta álögum á tiltekin matvæli til að bæta neysluvenjur landsmanna.

Auglýsing
Gosdrykkir í hillu.
Gosdrykkir í hillu.

Stjórn­völd ættu að hækka álögur á gos­drykki þannig að þeir séu skatt­lagðir í sam­ræmi við almenna skatt­heimtu í land­inu, þ.e. beri 24 pró­sent virð­is­auka­skatt í stað 11 pró­sents, sam­kvæmt til­lögum Emb­ættis land­klæknis um breyta álögum á til­tekin mat­væli til að bæta neyslu­venjur lands­manna ­sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra kynnti fyrir rík­is­stjórn­inni í morg­un. 

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Enn fremur er lagt til að lögð séu vöru­gjöld á gos­drykki þannig að hækk­unin á þeim nemi í heild­ina a.m.k. 20 pró­sent sem sé þá í sam­ræmi við það sem Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin ráð­leggur aðild­ar­ríkj­um. Fjár­munir sem koma inn séu síðan nýttir til að lækka álögur á græn­meti og ávext­i. 

Auglýsing

Segir í frétt­inni að til­lög­urnar séu í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar um aðgerðir til að efla lýð­heilsu og draga úr heilsu­fars­legum ójöfn­uði.

Svan­dís segir mik­il­vægt að stjórn­völd fjalli um til­lögur Emb­ættis land­lækn­is, enda sé það lagt til í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar að kostir þess að beita efna­hags­legum hvötum til að efla lýð­heilsu verði skoð­að­ir.

Mik­ill á­vinn­ingur af skatt­lagn­ingu sykraðra drykkja

Í minn­is­blaði emb­ætt­is­ins til heil­brigð­is­ráð­herra þessa efnis er áhersla lögð á að lýð­heilsu­sjón­ar­mið verði höfð til hlið­sjónar við beit­ingu efna­hags­legra hvata þannig að þeir virki sem for­varn­ar­að­gerð og verði til þess að bæta heilsu lands­manna.

Bent er á að syk­ur­neysla sé mjög mikil hér á landi, hún sé yfir ráð­lagðri hámarks­neyslu meðal ungs fólks og barna og í sam­an­burði við hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar sé neysla á sykruðum gos­drykkjum og syk­ur­ríkum vörum mest hér á landi. Þessar neyslu­venjur auki líkur á offitu og tann­skemmdum og geti aukið líkur á syk­ur­sýki af teg­und tvö.

Emb­ætti land­læknis segir að vís­inda­legur grund­völlur þess að beita vel skipu­lagðri skatt­lagn­ingu á mat­væli ásamt fleiri aðgerðum til að bæta neyslu­venjur sé að styrkj­ast og sé hvað sterkastur þegar mat er lagt á heilsu­fars­legan ávinn­ing af skatt­lagn­ingu sykraðra drykkja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent