Embætti landlæknis leggur til að stjórnvöld hækki álögur á gosdrykki

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni tillögur Embættis landlæknis um að breyta álögum á tiltekin matvæli til að bæta neysluvenjur landsmanna.

Auglýsing
Gosdrykkir í hillu.
Gosdrykkir í hillu.

Stjórn­völd ættu að hækka álögur á gos­drykki þannig að þeir séu skatt­lagðir í sam­ræmi við almenna skatt­heimtu í land­inu, þ.e. beri 24 pró­sent virð­is­auka­skatt í stað 11 pró­sents, sam­kvæmt til­lögum Emb­ættis land­klæknis um breyta álögum á til­tekin mat­væli til að bæta neyslu­venjur lands­manna ­sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra kynnti fyrir rík­is­stjórn­inni í morg­un. 

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í dag. 

Enn fremur er lagt til að lögð séu vöru­gjöld á gos­drykki þannig að hækk­unin á þeim nemi í heild­ina a.m.k. 20 pró­sent sem sé þá í sam­ræmi við það sem Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin ráð­leggur aðild­ar­ríkj­um. Fjár­munir sem koma inn séu síðan nýttir til að lækka álögur á græn­meti og ávext­i. 

Auglýsing

Segir í frétt­inni að til­lög­urnar séu í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar um aðgerðir til að efla lýð­heilsu og draga úr heilsu­fars­legum ójöfn­uði.

Svan­dís segir mik­il­vægt að stjórn­völd fjalli um til­lögur Emb­ættis land­lækn­is, enda sé það lagt til í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar að kostir þess að beita efna­hags­legum hvötum til að efla lýð­heilsu verði skoð­að­ir.

Mik­ill á­vinn­ingur af skatt­lagn­ingu sykraðra drykkja

Í minn­is­blaði emb­ætt­is­ins til heil­brigð­is­ráð­herra þessa efnis er áhersla lögð á að lýð­heilsu­sjón­ar­mið verði höfð til hlið­sjónar við beit­ingu efna­hags­legra hvata þannig að þeir virki sem for­varn­ar­að­gerð og verði til þess að bæta heilsu lands­manna.

Bent er á að syk­ur­neysla sé mjög mikil hér á landi, hún sé yfir ráð­lagðri hámarks­neyslu meðal ungs fólks og barna og í sam­an­burði við hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar sé neysla á sykruðum gos­drykkjum og syk­ur­ríkum vörum mest hér á landi. Þessar neyslu­venjur auki líkur á offitu og tann­skemmdum og geti aukið líkur á syk­ur­sýki af teg­und tvö.

Emb­ætti land­læknis segir að vís­inda­legur grund­völlur þess að beita vel skipu­lagðri skatt­lagn­ingu á mat­væli ásamt fleiri aðgerðum til að bæta neyslu­venjur sé að styrkj­ast og sé hvað sterkastur þegar mat er lagt á heilsu­fars­legan ávinn­ing af skatt­lagn­ingu sykraðra drykkja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent