Spyr hvort stefnan sé að ríkisvæða heilbrigðisþjónustuna

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði visst munstur að koma fram sem gæti verið vísbending um stefnubreytingu í heilbrigðismálum á Íslandi.

Svandís Svavarsdóttir Halldóra Mogensen
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen þing­maður Pírata spurði Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra út í fjár­hags­vand­ræði heima­þjón­ust­unnar Kar­itas sem sinnir sjúk­lingum í heima­húsum vegna alvar­legra sjúk­dóma í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Hall­dóra sagði visst munstur að koma fram sem gæti verið vís­bend­ing um stefnu­breyt­ingu í heil­brigð­is­málum á Íslandi. „Við sjáum þetta með rekstur sjúkra­bíla, GET og Hug­ar­afl og nú Karita­s,“ sagði Hall­dóra og spurði Svandísi hvort það væri hennar stefna að rík­i­s­væða heil­brigð­is­þjón­ustu í auknum mæli. „Ef svo er, telur ráð­herra væn­legt að gera breyt­ingar á því hvernig heil­brigð­is­þjón­ustu er háttað án þess að form­leg stefna sé komin fram og umræða hafi átt sér stað um hana?“

Svan­dís sagði það heyra undir hennar ráðu­neyti og emb­ætti að tryggja að ef samn­ingur Kar­itas renni út sé tryggt að Land­spít­al­inn og heilsu­gæslan taki við kefl­inu og ekk­ert rof verði á þeirri þjón­ustu. „Það er auð­vitað meg­in­mark­mið­ið.“

Auglýsing

Svan­dís sagði enn­fremur að í skýrslu frá Rík­is­end­ur­skoðun komi fram gagn­rýni á að kaupum á heil­brigð­is­þjón­ustu sé ekki eins vel háttað eða með nægi­lega mark­vissum hætti.

„Ef hátt­virtur þing­maður sér stefnu­breyt­ingu myndi ég kannski vilja orða það sem svo að stefnu­breyt­ingin væri að mínu viti fólgin í því fyrst og fremst að freista þess að hafa heild­ar­mynd­ina undir í öllum mínum ákvörð­un­um. Það er það sem ég er að reyna að gera. Og tryggja fyrst og fremst þjón­ust­una og sam­fellu í henni og öryggi sjúk­linga.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent