Erlendar eignir íslenskra lífeyrissjóða námu 918 milljörðum króna í mars en í heild námu þá eignir lífeyrissjóðanna 3.953 milljörðum króna. Erlendir eignar námu því rúmlega 23 prósentum af heildareignasafni sjóðanna.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 20 milljarða eða 0,05 prósent frá síðasta mánuði.
Þar af voru eignir samtryggingadeilda 3.565 milljarðar króna og séreignadeilda 389 milljarðar.
Í lok mars námu innlendar eignir lífeyrissjóða 3.035 milljörðum. Þar af voru innlán í innlendum innlánsstofnunum 172 milljarðar og innlend útlán og markaðsverðbréf 2.736 milljarðar.
Eins og áður sagði voru erlendar eignir lífeyrissjóða voru 918 milljarðar í lok mars en það er 39 milljarða lækkun frá febrúar.