Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út að opnað verði á fjárfestingar einkafyrirtækja í Norður-Kóreu, einkum á sviði orkumála.
Þetta er meiriháttar stefnubreyting á viðskiptasambandi þessara óvinaríkja, en svo virðist sem tekist hafi að draga úr spennunni á Kóreguskaga, stuðla að sterkara vinasambandi Norður- og Suður-Kóreu, og sannfæra yfirvöld í Norður-Kóreu um mikilvægi alþjóðlegrar fjárfestingar.
Innviðir Norður-Kóreu á sviði orkumannvirkja eru veikir. „Þetta mun snúast um að bandarískir fjárfestar komi inn - ekki hið opinbera, heldur einkafjárfestar - og hjálpi til við uppbyggingu í orkugeiranum,“ segir Pompeo í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.
In his first interview since returning from North Korea, @SecPompeo tells Chris Kim Jong-un "does follow the Western press. He'll probably watch this show at some point." pic.twitter.com/Ie5o5chrvv
— FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) May 13, 2018
Hann segir að Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, fylgist vel með vestrænum fjölmiðlum, en eins og kunnugt er, þá er framundan fundur Donald Trump og Kim Jong Un í Singapúr, þar sem vonast er til þess að stigin verði skref í átt að enn ríkara vinasambandi Bandaríkjanna við Norður-Kóreu, og minnkandi spennu í Asíu.