Söluverðmæti íbúða á Hafnartorgi verður um 7 til 8 milljarðar króna, miðað við uppsett verð, en dýrustu íbúðirnar munu kosta um 400 milljónir króna. Á Hafnartorgi verða lúxusíbúðir sem ekki hafa áður sést á Íslandi, en þær dýrustu verða yfir 400 fermetrar og er ráðgert að fermetraverðið geti verið vel á aðra milljón króna.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en þar er meðal annars rætt við Þorvald Gissurarson, forstjór ÞG verks, sem byggir á Hafnartorgi. Alls verða þar 69 íbúðir og þar af níu hágæða þakíbúðir.
Í viðtali við Morgunblaðið segir hann að efnisval og efnisnýting verði skörinni ofar en fólk eigi að venjast, einkum í einni stórri þakíbúð. „Við sjáum þetta til dæmis í nýjum verkefnum í London, New York og á Miami. Þetta er tilraunaverkefni. Við höldum því opnu að geta fjölgað íbúðunum aftur,“ segir Þorvaldur, en hann segir að ekki verði farið alla leið í hönnun nema að kaupandi finnist. r.