Íslandsmet sett í flutningi fólks til landsins í fyrra

Það hafa aldrei fleiri flutt til Íslands en á árinu 2017. Fyrr met var bætt um tæplega 20 prósent. Í annað sinn frá aldarmótum komu fleiri íslenskir ríkisborgarar heim en fluttu burt. Útlendingar eru þó langstærstur hluti þeirra sem komu hingað.

Hinn mikli uppgangur í byggingariðnaði sem átt hefur sér stað útheimtir mikinn innflutning á vinnuafli.
Hinn mikli uppgangur í byggingariðnaði sem átt hefur sér stað útheimtir mikinn innflutning á vinnuafli.
Auglýsing

Alls flutt­ust 8.240 manns til Ísland í fyrra umfram þá sem fluttu af landi brott. Lang­flestir þeirra voru erlendir rík­is­borg­ar­ar, en 7.888 fleiri slíkir fluttu til Íslands en frá land­inu á árinu 2017. Alls flutt­ust 14.929 til lands­ins en 6.689 frá því. Það er lang­mesti fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem hingað hefur flutt á einu ári í sögu lands­ins. Fyrra metið var sett árið 2007 þegar 12.546 fluttu hing­að. Fjöldi aðfluttra í fyrra var því 19 pró­sent meiri en á fyrra metári.

Á tveimur árum, 2016 og 2017, fluttu 12.103 fleiri erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins en frá því. Til sam­an­burðar má nefna að átta árin þar á undan var sam­an­lagður fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem flutti til Íslands umfram þá sem fluttu burt 5.568. Fjöld­inn sem hingað hefur flutt á síð­ustu tveimur árum er auk þess meiri en hann var á góð­ær­is­ár­unum 2006 og 2007. Þá fluttu sam­tals 10.834 erlendir rík­is­borg­arar til Íslands umfram þá sem fluttu á brott. Aukn­ingin á síð­ustu tveimur árum er því um tólf pró­sent umfram þann aðflutn­ing sem átti sér stað þá.  

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands sem birtar voru í dag.

Auglýsing

Fleiri Íslend­ingar komu en fóru

Sá fjöldi sem flutti hingað til lands er langt umfram spár. Í mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar til árs­ins 2065 var til að mynda gert ráð fyrir að aðfluttir umfram brott­flutta yrðu 5.119 í fyrra. Raunin varð, líkt og áður sagði 8.240. Það þýðir að 60 pró­sent fleiri fluttu til lands­ins umfram þá sem fóru en spáin gerði ráð fyr­ir.

Athygli vekur að fleiri Íslend­ingar fluttu til lands­ins á árinu 2017 en frá því. Mun­ur­inn var ekki mik­ill, 352 fleiri lands­menn komu heim en fóru. Þetta er þó merki­legt vegna þess að þetta er í fyrsta sinn í ell­efu ár sem fleiri íslenskir rík­is­borg­arar flytja til lands­ins en frá því. Og ein­ungis í annað sinn frá ald­ar­mótum sem það ger­ist. Hitt árið var 2005 þegar 118 fleiri komu en fóru. Frá lokum árs 2005 og til loka árs 2016 fluttu 9.547 fleiri Íslend­ingar í burtu en komu aftur heim.

Þessi mikli brott­flutn­ingur íslenskra rík­is­borg­ara á allar síð­ustu árum, eftir að efna­hags­við­snún­ingur hafði átt sér stað hér­lendis og hag­vöxtur var mik­ill, vakti mikla athygli. Þrátt fyrir lága verð­bólgu, nán­ast ekk­ert atvinnu­leysi, mik­inn hag­vöxt og mikla styrk­ingu krónu fóru mark­tækt fleiri Íslend­ingar frá land­inu en fluttu til þess á árunum 2014 og 2015.

Aðeins fimm sinnum áður frá árinu 1961 höfðu mark­tækt fleiri brott­­­fluttir verið umfram aðflutta. Í öll þau skipti var það í kjöl­far kreppu­ára hér á landi, meðal ann­­ars árin 2009-2011. Árin 2014 og 2015 var hins vegar góð­æri.

4.549 nýir Pól­verjar

Um 40 pró­sent þeirra sem fluttu til og frá land­inu í fyrra voru á þrí­tugs­aldri. Flestir sem flytj­ast hingað eru með pólskt rík­is­fang en til lands­ins flutt­ust alls 4.549 ein­stak­lingar frá Pól­landi í fyrra.

Mun fleiri karlar flytja til Íslands en kon­ur, eða 2.894 umfram kon­urn­ar.

Lang­flestir þeirra sem fluttu umfram þá sem fóru sett­ust að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 4.311 manns. Þá fluttu 1.574 manns á Suð­ur­nes og 1.060 á Suð­ur­land.

Ástæða hinnar miklu aukn­ingar á komu erlendra rík­is­borg­ara til lands­ins er sú að efna­hags­á­standið á Íslandi er með besta móti og mik­ill skortur er á vinnu­afli hér­lend­is, sér­stak­lega í tengslum við ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­starf­semi. Talið er að það þurfi að minnsta kosti yfir tvö þús­und manns að flytja hingað árlega til að vinna umfram þá sem fara til að við­halda væntum hag­vexti.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent