Íslandsmet sett í flutningi fólks til landsins í fyrra

Það hafa aldrei fleiri flutt til Íslands en á árinu 2017. Fyrr met var bætt um tæplega 20 prósent. Í annað sinn frá aldarmótum komu fleiri íslenskir ríkisborgarar heim en fluttu burt. Útlendingar eru þó langstærstur hluti þeirra sem komu hingað.

Hinn mikli uppgangur í byggingariðnaði sem átt hefur sér stað útheimtir mikinn innflutning á vinnuafli.
Hinn mikli uppgangur í byggingariðnaði sem átt hefur sér stað útheimtir mikinn innflutning á vinnuafli.
Auglýsing

Alls flutt­ust 8.240 manns til Ísland í fyrra umfram þá sem fluttu af landi brott. Lang­flestir þeirra voru erlendir rík­is­borg­ar­ar, en 7.888 fleiri slíkir fluttu til Íslands en frá land­inu á árinu 2017. Alls flutt­ust 14.929 til lands­ins en 6.689 frá því. Það er lang­mesti fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem hingað hefur flutt á einu ári í sögu lands­ins. Fyrra metið var sett árið 2007 þegar 12.546 fluttu hing­að. Fjöldi aðfluttra í fyrra var því 19 pró­sent meiri en á fyrra metári.

Á tveimur árum, 2016 og 2017, fluttu 12.103 fleiri erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins en frá því. Til sam­an­burðar má nefna að átta árin þar á undan var sam­an­lagður fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem flutti til Íslands umfram þá sem fluttu burt 5.568. Fjöld­inn sem hingað hefur flutt á síð­ustu tveimur árum er auk þess meiri en hann var á góð­ær­is­ár­unum 2006 og 2007. Þá fluttu sam­tals 10.834 erlendir rík­is­borg­arar til Íslands umfram þá sem fluttu á brott. Aukn­ingin á síð­ustu tveimur árum er því um tólf pró­sent umfram þann aðflutn­ing sem átti sér stað þá.  

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands sem birtar voru í dag.

Auglýsing

Fleiri Íslend­ingar komu en fóru

Sá fjöldi sem flutti hingað til lands er langt umfram spár. Í mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar til árs­ins 2065 var til að mynda gert ráð fyrir að aðfluttir umfram brott­flutta yrðu 5.119 í fyrra. Raunin varð, líkt og áður sagði 8.240. Það þýðir að 60 pró­sent fleiri fluttu til lands­ins umfram þá sem fóru en spáin gerði ráð fyr­ir.

Athygli vekur að fleiri Íslend­ingar fluttu til lands­ins á árinu 2017 en frá því. Mun­ur­inn var ekki mik­ill, 352 fleiri lands­menn komu heim en fóru. Þetta er þó merki­legt vegna þess að þetta er í fyrsta sinn í ell­efu ár sem fleiri íslenskir rík­is­borg­arar flytja til lands­ins en frá því. Og ein­ungis í annað sinn frá ald­ar­mótum sem það ger­ist. Hitt árið var 2005 þegar 118 fleiri komu en fóru. Frá lokum árs 2005 og til loka árs 2016 fluttu 9.547 fleiri Íslend­ingar í burtu en komu aftur heim.

Þessi mikli brott­flutn­ingur íslenskra rík­is­borg­ara á allar síð­ustu árum, eftir að efna­hags­við­snún­ingur hafði átt sér stað hér­lendis og hag­vöxtur var mik­ill, vakti mikla athygli. Þrátt fyrir lága verð­bólgu, nán­ast ekk­ert atvinnu­leysi, mik­inn hag­vöxt og mikla styrk­ingu krónu fóru mark­tækt fleiri Íslend­ingar frá land­inu en fluttu til þess á árunum 2014 og 2015.

Aðeins fimm sinnum áður frá árinu 1961 höfðu mark­tækt fleiri brott­­­fluttir verið umfram aðflutta. Í öll þau skipti var það í kjöl­far kreppu­ára hér á landi, meðal ann­­ars árin 2009-2011. Árin 2014 og 2015 var hins vegar góð­æri.

4.549 nýir Pól­verjar

Um 40 pró­sent þeirra sem fluttu til og frá land­inu í fyrra voru á þrí­tugs­aldri. Flestir sem flytj­ast hingað eru með pólskt rík­is­fang en til lands­ins flutt­ust alls 4.549 ein­stak­lingar frá Pól­landi í fyrra.

Mun fleiri karlar flytja til Íslands en kon­ur, eða 2.894 umfram kon­urn­ar.

Lang­flestir þeirra sem fluttu umfram þá sem fóru sett­ust að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 4.311 manns. Þá fluttu 1.574 manns á Suð­ur­nes og 1.060 á Suð­ur­land.

Ástæða hinnar miklu aukn­ingar á komu erlendra rík­is­borg­ara til lands­ins er sú að efna­hags­á­standið á Íslandi er með besta móti og mik­ill skortur er á vinnu­afli hér­lend­is, sér­stak­lega í tengslum við ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­starf­semi. Talið er að það þurfi að minnsta kosti yfir tvö þús­und manns að flytja hingað árlega til að vinna umfram þá sem fara til að við­halda væntum hag­vexti.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent