Fékk greiddar tólf milljónir króna fyrir bankaskýrslu

Formaður nefndar sem vann tillögur um skipulag bankastarfsemi á Íslandi var einnig starfsmaður hennar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi honum tæpar tólf milljónir króna fyrir vinnuna í byrjun apríl.

Bjarni Benediktsson tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra að nýju í lok nóvember 2017. Nefndin var skipuð í tíð fyrirrennara hans í starfi, Benedikts Jóhannessonar.
Bjarni Benediktsson tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra að nýju í lok nóvember 2017. Nefndin var skipuð í tíð fyrirrennara hans í starfi, Benedikts Jóhannessonar.
Auglýsing

Guð­jón Rún­ars­son, lög­maður og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, fékk 11.794.491 krónur greiddar í apríl vegna vinnu hans sem for­manns nefndar sem falið var að vinna til­lögur um skipu­lag banka­starf­semi á Íslandi. Guð­jón var auk þess starfs­maður nefnd­ar­inn­ar. Greiðslan kemur fram á síð­unni opn­ir­reikn­ing­ar.is þar sem segir að hún sé vegna sér­fræði­starfa.

Guð­jón var skip­aður í nefnd­ina 1. júlí 2017 og til verk­loka henn­ar, en nefndin lauk störfum með því að skila inn skýrslu til ráðu­neyt­is­ins. Upp­haf­leg verk­lok voru í nóv­em­ber 2017 en þau töfð­ust og urðu á end­anum í jan­úar 2018.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir að fyrir vinnu að verk­efn­inu hafi verið greiddar 16.500 krónur á klukku­stund að við­bættum virð­is­auka­skatti. Greiðsl­urnar voru fyrir átta vinnu­stundir á virkum dögum frá 10. októ­ber og til verk­loka. „Að auki var greitt skv. tíma­skýrslu fyrir und­ir­bún­ings­tíma­bil fram að 9. októ­ber. Greitt var sam­kvæmt tíma­skýrslu og reikn­ingi verk­sala sem barst skal tengilið fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is. Alls var greitt fyrir 574 vinnu­stund­ir.“

Auglýsing

Guð­jón var í kjöl­farið skip­aður í starfs­hóp sem vinna á hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi, í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sá hópur var skip­aður í byrjun febr­úar og átti að ljúka vinnu sinni með skýrslu til fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra fyrir 15. maí 2018. Henni hefur enn ekki verið skilað inn.

Starfs­um­gjörð fjár­mála­mark­aðar gjör­bylt frá 2008

Nefndin sem vann til­lögur um skipu­lag banka­starf­semi á Íslandi skil­aði skýrslu sinni í lok jan­úar 2018. Í nið­­ur­­stöðum hennar kom fram að starfs­um­­gjörð fjár­­­mála­­mark­aðar hafi verið gjör­­bylt frá fjár­­­málakrepp­unni 2008 og breyt­ingar í reglu­verki og eft­ir­liti tekið á helstu áhættum sem gerðu banka­­kerfið fall­valt í aðdrag­anda henn­­ar. „Bank­­arnir standi nú styrkum fótum og ekk­ert bendi til þess að það breyt­ist á næstu mis­s­er­­um. Í ljósi sög­unnar sé samt skyn­­sam­­legt að dregin verði varn­­ar­lína um hvað fjár­­­fest­ing­­ar­­banka­­starf­­semi á grunni beinnar og óbeinnar stöð­u­­töku geti vaxið mikið hjá stærstu bönk­­un­um, þeim sem telj­­ast kerf­is­lega mik­il­vægir hér á land­i,“ segir meðal ann­­ars í útdrætti úr helstu nið­­ur­­stöðum hóps­ins.

Nefndin tók mörg við­­töl við vinnu sína, við inn­­­lenda og erlenda banka­­menn, til að fá fram sem flest sjón­­­ar­mið.

Í lok skýrsl­unnar voru dregin saman atriði sem nefndin taldi að þurfi að huga betur að og lagði fram til­­lögur að úrbót­­um. „Nefndin leggur til að ef ein­hver af kerf­is­lega mik­il­vægu bönk­­unum hefur í hyggju að auka þá fjár­­­fest­ing­­ar­­banka­­starf­­semi sem felst í beinni og óbeinni stöð­u­­töku umfram sem nemur 10-15% eig­in­fjár­­bind­ingu af eig­in­fjár­­grunni, sé þeim banka frjálst að gera það enda verði stofnað sér­­stakt ­fé­lag um fjár­­­fest­ing­­ar­­banka­­starf­­sem­ina. Félögin geta verið hluti af sömu sam­­stæðu, en þau verð­i ­með óháða stjórn, stjórn­­endur og fjár­­hag. Slík breyt­ing á lögum um fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki verði í anda þeirra laga­breyt­inga sem gerðar hafa verið í Bret­landi á grunni Vickers-­­skýrsl­unnar frá 2011. Til vara leggur nefndin til að lög­­gjaf­inn veiti Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu skýra heim­ild og skyldu til að grípa til aðgerða ef eft­ir­litið telur að fjár­­­fest­ing­­ar­­banka­­starf­­semi til­­­tek­ins banka sé orðin það viða­­mik­il að hún skapi áhættu fyrir við­­skipta­­bank­ann. Í þeim efnum skal haft í huga að eft­ir­litið hefur í dag heim­ildir til að grípa inn í rekstur banka, en þær eru mjög almennar og því hætta á að hart yrði deilt um lög­­­mæti slíkrar ákvörð­unar og inn­­­grip gætu dreg­ist um of. Þá kallar nefndin eftir því að eft­ir­lits­að­ilar skil­­greini þá hluta af starf­­semi við­­skipta­­bank­anna sem verður ávallt að vera uppi til að þjóna almenn­ingi og rekstri fyr­ir­tækja í land­inu. Mik­il­vægt er að eng­inn vafi leiki á því hvaða starfs­þættir það eru.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent