Fékk greiddar tólf milljónir króna fyrir bankaskýrslu

Formaður nefndar sem vann tillögur um skipulag bankastarfsemi á Íslandi var einnig starfsmaður hennar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi honum tæpar tólf milljónir króna fyrir vinnuna í byrjun apríl.

Bjarni Benediktsson tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra að nýju í lok nóvember 2017. Nefndin var skipuð í tíð fyrirrennara hans í starfi, Benedikts Jóhannessonar.
Bjarni Benediktsson tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra að nýju í lok nóvember 2017. Nefndin var skipuð í tíð fyrirrennara hans í starfi, Benedikts Jóhannessonar.
Auglýsing

Guðjón Rúnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, fékk 11.794.491 krónur greiddar í apríl vegna vinnu hans sem formanns nefndar sem falið var að vinna tillögur um skipulag bankastarfsemi á Íslandi. Guðjón var auk þess starfsmaður nefndarinnar. Greiðslan kemur fram á síðunni opnirreikningar.is þar sem segir að hún sé vegna sérfræðistarfa.

Guðjón var skipaður í nefndina 1. júlí 2017 og til verkloka hennar, en nefndin lauk störfum með því að skila inn skýrslu til ráðuneytisins. Upphafleg verklok voru í nóvember 2017 en þau töfðust og urðu á endanum í janúar 2018.

Í svari við fyrirspurn Kjarnans um málið segir fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að fyrir vinnu að verkefninu hafi verið greiddar 16.500 krónur á klukkustund að viðbættum virðisaukaskatti. Greiðslurnar voru fyrir átta vinnustundir á virkum dögum frá 10. október og til verkloka. „Að auki var greitt skv. tímaskýrslu fyrir undirbúningstímabil fram að 9. október. Greitt var samkvæmt tímaskýrslu og reikningi verksala sem barst skal tengilið fjármála- og efnahagsráðuneytis. Alls var greitt fyrir 574 vinnustundir.“

Auglýsing

Guðjón var í kjölfarið skipaður í starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hópur var skipaður í byrjun febrúar og átti að ljúka vinnu sinni með skýrslu til fjármála- og efnahagsmálaráðherra fyrir 15. maí 2018. Henni hefur enn ekki verið skilað inn.

Starfsumgjörð fjármálamarkaðar gjörbylt frá 2008

Nefndin sem vann tillögur um skipulag bankastarfsemi á Íslandi skilaði skýrslu sinni í lok janúar 2018. Í nið­ur­stöðum hennar kom fram að starfs­um­gjörð fjár­mála­mark­aðar hafi verið gjör­bylt frá fjár­málakrepp­unni 2008 og breyt­ingar í reglu­verki og eft­ir­liti tekið á helstu áhættum sem gerðu banka­kerfið fall­valt í aðdrag­anda henn­ar. „Bank­arnir standi nú styrkum fótum og ekk­ert bendi til þess að það breyt­ist á næstu miss­er­um. Í ljósi sög­unnar sé samt skyn­sam­legt að dregin verði varn­ar­lína um hvað fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi á grunni beinnar og óbeinnar stöðu­töku geti vaxið mikið hjá stærstu bönk­un­um, þeim sem telj­ast kerfislega mik­il­vægir hér á land­i,“ segir meðal ann­ars í útdrætti úr helstu nið­ur­stöðum hóps­ins.

Nefndin tók mörg við­töl við vinnu sína, við inn­lenda og erlenda banka­menn, til að fá fram sem flest sjón­ar­mið.

Í lok skýrsl­unnar voru dregin saman atriði sem nefndin taldi að þurfi að huga betur að og lagði fram til­lögur að úrbót­um. „Nefndin leggur til að ef ein­hver af kerfislega mik­il­vægu bönk­unum hefur í hyggju að auka þá fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi sem felst í beinni og óbeinni stöðu­töku umfram sem nemur 10-15% eig­in­fjár­bind­ingu af eig­in­fjár­grunni, sé þeim banka frjálst að gera það enda verði stofnað sér­stakt ­fé­lag um fjár­fest­ing­ar­banka­starf­sem­ina. Félögin geta verið hluti af sömu sam­stæðu, en þau verð­i ­með óháða stjórn, stjórn­endur og fjár­hag. Slík breyt­ing á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki verði í anda þeirra laga­breyt­inga sem gerðar hafa verið í Bret­landi á grunni Vickers-­skýrsl­unnar frá 2011. Til vara leggur nefndin til að lög­gjaf­inn veiti Fjár­mála­eft­ir­lit­inu skýra heim­ild og skyldu til að grípa til aðgerða ef eft­ir­litið telur að fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi til­tek­ins banka sé orðin það viða­mik­il að hún skapi áhættu fyrir við­skipta­bank­ann. Í þeim efnum skal haft í huga að eft­ir­litið hefur í dag heim­ildir til að grípa inn í rekstur banka, en þær eru mjög almennar og því hætta á að hart yrði deilt um lög­mæti slíkrar ákvörð­unar og inn­grip gætu dreg­ist um of. Þá kallar nefndin eftir því að eft­ir­lits­að­ilar skil­greini þá hluta af starf­semi við­skipta­bank­anna sem verður ávallt að vera uppi til að þjóna almenn­ingi og rekstri fyr­ir­tækja í land­inu. Mik­il­vægt er að eng­inn vafi leiki á því hvaða starfs­þættir það eru.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent