Í aðdraganda þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti átti fund með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, í júní í fyrra, barst lögmanni hans, Michael Cohen, greiðsla frá Úkraínu upp á 400 þúsund Bandaríkjadali, rétt um 40 milljónir króna.
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC barst greiðslan frá yfirvöldum í Úkraínu, og fólki sem stendur forsetanum nærri.
Heimildarmaður BBC segir að Poroshenko hafi fram að fundi hans með Trump, gengið erfiðlega að fá fund og aðeins hafa getað gert sé vonir um að ná mynd af sér með Trump í Washington DC.
Greiðslan til Cohen leiddi hins vegar til þess, að hann náði að fá fund með forsetanum.
WITCH HUNT!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018
Áður hefur komið fram, að Paul Manafort, sem stýrði framboði Trumps um skeið, hafi fengið milljónir Bandaríkjadala í greiðslur frá þrýstihópum í rússneskra yfirvalda í Úkraínu.
Manafort hefur þegar játað á sig lögbrot, meðal annars að hafa ekki sagt bandarísku alríkislögreglunni FBI satt og rétt frá, en hann neita að öðru leyti sök og hefur tekið undir með Donald Trump, um að rannsókn Roberts Mueller, saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, sé fyrst og síðast nornaveiðar.
Þrátt það tal, þá hefur Mueller haldið áfram rannsókn sinni, en búist er við því að hún taki enda í haust.