Útgjöld vegna hælisleitenda voru 3,4 milljarðar í fyrra

Heildarútgjöld ríkis og sveitarfélaga vegna veru hælisleitenda hérlendis hefur numið 6,9 milljörðum króna frá byrjun árs 2012 og til síðustu áramóta.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn um kostnað vegna hælisleitenda.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn um kostnað vegna hælisleitenda.
Auglýsing

Heild­ar­út­gjöld hins opin­bera vegna hæl­is­leit­enda voru um 3,4 millj­arðar króna í fyrra. Sam­tals hefur hann numið um 6,9 millj­örðum króna frá upp­hafi árs 2012. Þessar greiðslur ná yfir allan kostnað sem hlýst að veru hæl­is­leit­enda hér­lend­is, starf­semi Útlend­inga­stofn­unar sem fellur til vegna mála­rekstrar umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hjá stofn­un­inni og kostn­aði af rekstri kæru­nefndar útlend­inga­mála sem teng­ist mála­flokkn­um. Þetta kemur fram í svari Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, um útgjöld vegna hæl­is­leit­enda.

Inni í þessum tölum greiðslur til sveit­ar­fé­laga vegna þeirrar þjón­ustu sem þau veita umsækj­endum um alþjóð­lega vernd. Þar er Reykja­vík langstærsti þjón­ustu­veit­and­inn en alls fékk hún 411 millj­ónir króna í fyrra vegna þjón­ustu við hæl­is­leit­end­ur. Hafn­ar­fjörður fékk 44 millj­ónir króna. Útlend­inga­stofnun er auk þess með þjón­ustu­samn­ing við Reykja­nesbæ en í svar­inu kemur ekki fram hverjar greiðslur til þess sveit­ar­fé­lags voru í fyrra.

Í upp­gjöri rík­is­sjóðs fyrir fyrri hluta árs 2017 kom fram að hrein útgjöld vegna hæl­is­leit­enda á því tíma­bili hafi verið mun hærri en upp­haf­lega áætlað var. Þar sagði: „Í fjár­­heim­ildum vegna árs­ins 2017 voru veru­­lega van­á­ætl­­aðar í fjár­­laga­­gerð fyrir árið 2017 í ljósi for­­dæma­­lausrar fjölg­unar hæl­­is­um­­sókna á síð­­­ustu mán­uðum árs­ins 2016. Kostn­aður vegna þess­­ara umsókna hefur að mestu leyti fallið til á yfir­­stand­andi ári.“

Auglýsing

Tryggja ákveðna grunn­þjón­ustu

Í svar­inu segir að Útlend­inga­stofnun og sveit­ar­fé­lögin þrjú tryggi ákveðna grunn­þjón­ustu  á meðan umsækj­andi sem bíður nið­ur­stöðu vegna umsóknar sinnar dvelur í úrræði á vegum Útlend­inga­stofn­unar eða sveit­ar­fé­lags sem stofn­unin hefur gert þjón­ustu­samn­ing við. „Ef undan er skilin sú grunn­þjón­usta sem snýr að hús­næði, uppi­haldi, skóla­göngu og heil­brigð­is­þjón­ustu, þá eru umsækj­anda tryggðar án end­ur­gjalds sam­göngur vegna erinda sem varða umsókn hans, félags­leg ráð­gjöf hjá sveit­ar­fé­lagi, túlka­þjón­usta, íslensku­kennsla, inter­net­að­gangur og upp­lýs­inga­streymi um afþr­ey­ingu í nærum­hverf­inu. Sveit­ar­fé­lag getur veitt aukna þjón­ustu, ákveði það svo.“

Börnum sem sækja um alþjóð­lega vernd og falla undir skóla­skyldu er einnig tryggð skóla­ganga. Áður en barn fer í skóla fer það í lækn­is­skoðun sam­kvæmt reglum sótt­varna­lækn­is. „Í þeim til­vikum þar sem barn er búsett í úrræði á vegum Útlend­inga­stofn­unar er barn­inu tryggð skóla­ganga í Hafn­ar­firði. Alla jafna hefst skóla­ganga 4–6 vikum eftir komu, en það ræðst af því hversu fljótt lækn­is­skoðun fer fram og nið­ur­staða liggur fyr­ir.“

Hæl­is­leit­endum fækk­aði á milli ára

Flótta­­mönnum sem sóttu um hæli á Íslandi fækk­­aði á milli áranna 2016 og 2017 og fjöldi þeirra sem voru í þjón­­ustu Útlend­inga­­stofn­unar eða sveit­­ar­­fé­laga dróst saman um þriðj­ung. Þá hafa færri flótta­­menn sótt um hæli hér á landi það sem af er ári en gerðu það á sama tíma­bili í fyrra, en alls 181 gerði slíkt á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins 2018.

Á öllu síð­­asta ári sóttu 1.096 manns um hæli á Íslandi. Það eru færri en sóttu um hæli á Íslandi á árinu 2016. Þá fengu alls 135 alþjóð­­lega vernd og leyfi til að dvelja hér áfram, en árið 2017 voru alls 1.293 umsóknir um slíkt afgreidd­­ar. Því fékk einn af hverjum tíu hæl­­is­­leit­endum sem fékk nið­­ur­­stöðu í hæli á Íslandi.

Þeim hæl­­­is­­­leit­endum sem voru í þjón­­­ustu sveit­­­ar­­­fé­laga eða Útlend­inga­­­stofn­unar fækk­­aði mikið í fyrra. Þeir voru 820 í byrjun des­em­ber 2016 en 559 í byrjun sama mán­aðar 2017. Það þýðir að hæl­­­is­­­leit­endum sem voru á for­ræði ríkis eða sveit­­­ar­­­fé­laga fækk­­aði um tæpan þriðj­ung á einu ári.

Þeir sem hafa sótt um hæli og bíða eftir að mál þeirra fái afgreiðslu fá fram­­­­færslu­eyri. Hann er átta þús­und krónur fyrir ein­stak­l­ing á viku en 23 þús­und krónur hjá fjög­­­­urra manna fjöl­­­­skyldu. Auk þess fær hver full­orð­inn hæl­­­­is­­­­leit­andi 2.700 krónur í vasa­pen­ing á viku og for­eldrar fá við­­­­bótar ert barn.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent