Gísli spyr hvort ríkisstjórnin viti virkilega ekki hvað Borgarlína er

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi spyr í pistli á heimasíðu sinni hvort ríkisstjórnin viti virkilega ekki hvað Borgarlína er. Hann segir vont fyrir alla að rangfærslum sé haldið á lofti í opinberri umræðu.

GMB borgarlína
Auglýsing

Gísli Mart­einn Bald­urs­son sjón­varps­maður og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi spyr í pistli á heima­síðu sinni hvort rík­is­stjórnin viti virki­lega ekki hvað Borg­ar­lína er. Hann segir vont fyrir alla að rang­færslum sé haldið á lofti í opin­berri umræðu.

„Nú hefur í nokkra daga hver étið upp eftir öðrum að Borg­ar­línan sé á ein­hvers­konar óburða frum­stigi sem geri það ómögu­legt að ræða um hana. Sömu­leiðis er því haldið fram að ekk­ert sveit­ar­fé­lag hafi sett pen­ing í hana. Báðar þessar full­yrð­ingar eru ein­fald­lega rang­ar, einsog allir geta auð­veld­lega sann­reynt og til dæmis kom fram í morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun,“ skrifar Gísli.

Hann greinir frá því að Borg­ar­línan hafi verið í und­ir­bún­ingi frá því vinnan við Aðal­skipu­lag Reykja­víkur fór fram og skipu­lagður hafi verið sam­gönguás sem gerði ráð fyrir hágæða almenn­ings­sam­göng­um. Í aðal­skipu­lagi segir orð­rétt:

Auglýsing

„Í nýja aðal­skipu­lag­inu er gert ráð fyrir sam­gönguás sem tengir þétt­ing­ar­svæði við Örfirisey við bland­aða byggð í Elliða­ár­vogi og upp­bygg­ingu atvinnu­kjarna í Keldna­landi. Á þess­ari leið er lögð sér­stök áhersla á almenn­ings­sam­göngur (hrað­leið og for­gangur stræt­is­vagna, fram­tíð­ar­leið fyrir létt­lest), hjóla­stíga og greiðar leiðir fyrir gang­andi veg­far­end­ur. Þétt­leiki byggð­ar­innar verður mestur við lyk­il­bið­stöðvar stræt­is­vagna.“

Önnur sveit­ar­fé­lög hafi komið að borð­inu mjög fljót­lega og allt síð­asta kjör­tíma­bil hafi verið unnið mark­visst að hönn­un, þarfa­grein­ingu, kostn­að­ar­grein­ingu og skipu­lagi alvöru upp­færslu almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu, sem fljót­lega hafi fengið nafnið Borg­ar­lína. „Ís­lenskir og erlendir verk­fræð­ing­ar, arki­tekt­ar, hönn­uðir og hag­fræð­ingar hafa unnið að mál­inu und­an­farin ár. Í dag skrifar vand­aður og góður maður og ágætur vinur minn, mjög lélega bak­þanka í Frétta­blað­ið. Þar segir hann að Borg­ar­línan „sé ekki einu sinni komin á teikni­borð­ið“. Það er nú meiri þvælan í Hauki vini mín­um. Hún er ekki bara komin á teikni­borðið og búin að vera þar í 4ár, heldur komin út af því aftur og í form­legt skipu­lag! Eftir langan tíma á teikni­borð­inu var sam­þykkt mark­mið um að vinna sam­eig­in­lega að inn­leið­ingu og upp­bygg­ingu hágæða almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (hér eftir nefnt „Borg­ar­lín­an“).

Gísli bendir á að sam­komu­lagið sé und­ir­ritað af borg­ar- og bæj­ar­stjórum allra sveit­ar­fé­lag­anna sex. Eftir und­ir­skrift­ina hafi farið af stað enn meiri vinna sem end­aði með því að sam­þykktar voru breyt­ingar á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þar sem sér­stak­lega var gert ráð fyrir Borg­ar­línu.

„En höf­undi Bak­þankanna er vor­kunn, því hann er að éta þetta upp eftir ráða­mönnum þjóð­ar­inn­ar, hvorki meira né minna, sem því miður virð­ast ekki hafa gefið sér tíma til að skilja Borg­ar­línu. Frekar en að setja sig inn í málin slá þeir fram froðu­kenndum frösum um að eng­inn viti hvað Borg­ar­lína sé. Það er bara rangt. Það má vel vera að þeir viti ekki hvað Borg­ar­lína er og væri það ekki í fyrsta skiptið sem stjórn­mála­menn rugl­ast á sjálfum sér og þjóð­inni. En tug­þús­undir íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins vita bara mjög vel hvað Borg­ar­lína er og kusu í unn­vörpum flokka til valda sem styðja Borg­ar­línu. Í öllum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fengu flokkar sem styðja Borg­ar­lín­una meiri­hluta. Flokkar sem eru á móti henni fengu sum­staðar ágæta kosn­ingu, en eru alls­staðar í minni­hluta,“ segir Gísli Mart­einn.

Hann seg­ist viss um að ef ráða­menn myndu kynna sér Borg­ar­línu og hugs­un­ina á bak við hana kæmust þeir að sömu nið­ur­stöðu og sveit­ar­stjórn­ar­menn á öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu úr öllum flokk­um, nema Sjálf­stæð­is­flokknum í Reykja­vík, komust á síð­asta kjör­tíma­bili:

„Dýrasta og versta leiðin fyrir okkur öll er að fara ekki í Borg­ar­línu. Við byggjum okkur ekki frá umferð­ar­teppum með gam­al­dags mis­lægum gatna­mótum fyrir bíla. Það mun ekki duga til og við sitjum uppi með tugi millj­arða í slíkar fram­kvæmdir en samt meiri umferð­ar­teppur en við erum með núna. (Hér er ágæt skýrsla um þennan hluta máls­ins). Borg­ar­línan er með öðrum orðum ódýr­ari en áfram­hald­andi óbreytt ástand. Þetta veit sveit­ar­stjórn­ar­fólk í öllum flokkum og hefur þess­vegna ekki bara und­ir­búið í þaula, rann­sak­að, látið vinna álit og sam­þykkt borg­ar­lín­u-breyt­ingar á svæð­is­skipu­lag­i — heldur hafa bæði Reykja­vík og Hafn­ar­fjörður þegar eyrna­merkt pen­inga í verk­efn­ið.“

Gísli Mart­einn segir að lokum að þetta geti gengið hratt. Fyrsti hluti Borg­ar­línu geti verið byrj­aður að aka milli aust­ur­hluta Reykja­víkur og Háskóla Íslands, með við­komu í mið­borg­inni, fyrir árið 2025. Fram­kvæmdir ættu því að vera í fullum gangi í næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2022 ef rétt sé haldið á málum á næstu árum.

„Við verðum að gera þá kröfu til okkar besta fólks sem situr á Alþingi og í rík­is­stjórn að það sýni fram­tíð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins áhuga og taki þátt í því með sveit­ar­stjórn­ar­fólki að fara þá leið sem er hag­kvæmust og best fyrir alla, sama hvaða sam­göngu­máta þeir kjósa. Og við verðum líka að gera þá kröfu að þetta sama ráða­fólk standi við lof­orðin sem það sjálft gefur í stjórn­ar­sátt­mál­um. Það er nú varla til of mik­ils mælst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent