Gísli spyr hvort ríkisstjórnin viti virkilega ekki hvað Borgarlína er

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi spyr í pistli á heimasíðu sinni hvort ríkisstjórnin viti virkilega ekki hvað Borgarlína er. Hann segir vont fyrir alla að rangfærslum sé haldið á lofti í opinberri umræðu.

GMB borgarlína
Auglýsing

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi spyr í pistli á heimasíðu sinni hvort ríkisstjórnin viti virkilega ekki hvað Borgarlína er. Hann segir vont fyrir alla að rangfærslum sé haldið á lofti í opinberri umræðu.

„Nú hefur í nokkra daga hver étið upp eftir öðrum að Borgarlínan sé á einhverskonar óburða frumstigi sem geri það ómögulegt að ræða um hana. Sömuleiðis er því haldið fram að ekkert sveitarfélag hafi sett pening í hana. Báðar þessar fullyrðingar eru einfaldlega rangar, einsog allir geta auðveldlega sannreynt og til dæmis kom fram í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun,“ skrifar Gísli.

Hann greinir frá því að Borgarlínan hafi verið í undirbúningi frá því vinnan við Aðalskipulag Reykjavíkur fór fram og skipulagður hafi verið samgönguás sem gerði ráð fyrir hágæða almenningssamgöngum. Í aðalskipulagi segir orðrétt:

Auglýsing

„Í nýja aðalskipulaginu er gert ráð fyrir samgönguás sem tengir þéttingarsvæði við Örfirisey við blandaða byggð í Elliðaárvogi og uppbyggingu atvinnukjarna í Keldnalandi. Á þessari leið er lögð sérstök áhersla á almenningssamgöngur (hraðleið og forgangur strætisvagna, framtíðarleið fyrir léttlest), hjólastíga og greiðar leiðir fyrir gangandi vegfarendur. Þéttleiki byggðarinnar verður mestur við lykilbiðstöðvar strætisvagna.“

Önnur sveitarfélög hafi komið að borðinu mjög fljótlega og allt síðasta kjörtímabil hafi verið unnið markvisst að hönnun, þarfagreiningu, kostnaðargreiningu og skipulagi alvöru uppfærslu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu öllu, sem fljótlega hafi fengið nafnið Borgarlína. „Íslenskir og erlendir verkfræðingar, arkitektar, hönnuðir og hagfræðingar hafa unnið að málinu undanfarin ár. Í dag skrifar vandaður og góður maður og ágætur vinur minn, mjög lélega bakþanka í Fréttablaðið. Þar segir hann að Borgarlínan „sé ekki einu sinni komin á teikniborðið“. Það er nú meiri þvælan í Hauki vini mínum. Hún er ekki bara komin á teikniborðið og búin að vera þar í 4ár, heldur komin út af því aftur og í formlegt skipulag! Eftir langan tíma á teikniborðinu var samþykkt markmið um að vinna sameiginlega að innleiðingu og uppbyggingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (hér eftir nefnt „Borgarlínan“).

Gísli bendir á að samkomulagið sé undirritað af borgar- og bæjarstjórum allra sveitarfélaganna sex. Eftir undirskriftina hafi farið af stað enn meiri vinna sem endaði með því að samþykktar voru breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, þar sem sérstaklega var gert ráð fyrir Borgarlínu.

„En höfundi Bakþankanna er vorkunn, því hann er að éta þetta upp eftir ráðamönnum þjóðarinnar, hvorki meira né minna, sem því miður virðast ekki hafa gefið sér tíma til að skilja Borgarlínu. Frekar en að setja sig inn í málin slá þeir fram froðukenndum frösum um að enginn viti hvað Borgarlína sé. Það er bara rangt. Það má vel vera að þeir viti ekki hvað Borgarlína er og væri það ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálamenn ruglast á sjálfum sér og þjóðinni. En tugþúsundir íbúa höfuðborgarsvæðisins vita bara mjög vel hvað Borgarlína er og kusu í unnvörpum flokka til valda sem styðja Borgarlínu. Í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins fengu flokkar sem styðja Borgarlínuna meirihluta. Flokkar sem eru á móti henni fengu sumstaðar ágæta kosningu, en eru allsstaðar í minnihluta,“ segir Gísli Marteinn.

Hann segist viss um að ef ráðamenn myndu kynna sér Borgarlínu og hugsunina á bak við hana kæmust þeir að sömu niðurstöðu og sveitarstjórnarmenn á öllu höfuðborgarsvæðinu úr öllum flokkum, nema Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, komust á síðasta kjörtímabili:

„Dýrasta og versta leiðin fyrir okkur öll er að fara ekki í Borgarlínu. Við byggjum okkur ekki frá umferðarteppum með gamaldags mislægum gatnamótum fyrir bíla. Það mun ekki duga til og við sitjum uppi með tugi milljarða í slíkar framkvæmdir en samt meiri umferðarteppur en við erum með núna. (Hér er ágæt skýrsla um þennan hluta málsins). Borgarlínan er með öðrum orðum ódýrari en áframhaldandi óbreytt ástand. Þetta veit sveitarstjórnarfólk í öllum flokkum og hefur þessvegna ekki bara undirbúið í þaula, rannsakað, látið vinna álit og samþykkt borgarlínu-breytingar á svæðisskipulagi — heldur hafa bæði Reykjavík og Hafnarfjörður þegar eyrnamerkt peninga í verkefnið.“

Gísli Marteinn segir að lokum að þetta geti gengið hratt. Fyrsti hluti Borgarlínu geti verið byrjaður að aka milli austurhluta Reykjavíkur og Háskóla Íslands, með viðkomu í miðborginni, fyrir árið 2025. Framkvæmdir ættu því að vera í fullum gangi í næstu sveitarstjórnarkosningum árið 2022 ef rétt sé haldið á málum á næstu árum.

„Við verðum að gera þá kröfu til okkar besta fólks sem situr á Alþingi og í ríkisstjórn að það sýni framtíð höfuðborgarsvæðisins áhuga og taki þátt í því með sveitarstjórnarfólki að fara þá leið sem er hagkvæmust og best fyrir alla, sama hvaða samgöngumáta þeir kjósa. Og við verðum líka að gera þá kröfu að þetta sama ráðafólk standi við loforðin sem það sjálft gefur í stjórnarsáttmálum. Það er nú varla til of mikils mælst.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent