Engar reglur til um notkun stjórnvalda og stofnana á samfélagsmiðlum

Stjórnvöld og ríkisstofnanir geta útilokað einstaka aðila frá því að taka þátt í umræðum á samfélagsmiðlum þeirra. Reglur um notkun þeirra eiga að liggja fyrir í haust.

Facebook-síða forsætisráðuneytisins.
Facebook-síða forsætisráðuneytisins.
Auglýsing

Ekki hafa verið settar sérstakar reglur um notkun stjórnvalda og ríkisstofnana á samfélagsmiðlum og umræðum sem þar fara fram. Forsætisráðuneytið hyggst hins vegar vinna slíkur reglur fyrir ráðuneyti og á þeirri vinnu að vera lokið næsta haust.

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um notkun stjórnvalda og ríkisstofnana á samfélagsmiðlum.

Hægt að „blocka“ einstaka aðila

Helgi vildi líka fá að vita hvaða rétt almennir borgarar hefðu til að tjá sig á opnum samfélagsmiðlasvæðum stjórnvalda og ríkisstofnana og hvort að þeim væri heimilt að meina einstökum netnotendum að tjá sig á slíkum samfélagsmiðlasvæðum með því að eyða ummælum þeirra eða með því að útiloka þá, eða „blocka“ eins og það kallast á ensku.

Auglýsing

Í svari ráðuneytisins kemur fram að það sé hægt að eyða athugasemdum og útiloka einstaka aðila. „Kjósi stjórnvald að nýta sér samfélagsmiðil til upplýsingagjafar eða samskipta við borgarana verður hann að gæta þess að notkun hans á framangreindum stillingarmöguleikum stríði ekki gegn sjónarmiðum um jafnræði borgara, tjáningarfrelsi þeirra, friðhelgi einkalífs og meðalhóf. Ekki er þó unnt að útiloka að sú staða geti komið upp að stjórnvaldi verði talið rétt að eyða efni, einstökum athugasemdum og ummælum sem sett hafa verið inn á slíkar síður ef efnið telst óviðurkvæmilegt eða ærumeiðandi. Við slíkar aðgerðir hvílir sú skylda á stjórnvaldi að gæta varfærni og meðalhófs og beita vægari úrræðum séu þau tæk og leiðbeina aðila. Ekki er heldur hægt að útiloka, t.d. í framhaldi af ítrekuðum ærumeiðandi ummælum tiltekins einstaklings, að réttmætt geti talist, eftir atvikum að undangenginni málsmeðferð, að honum verði meinað að setja efni á síðu stjórnvalds.“

Almennur fyrirvari á Facebook

Helgi spurði einnig um hvaða skyldur hvíli á stjórnvöldum og ríkisstofnunum til að meðhöndla og svara erindum borgara sem berst gegnum samfélagsmiðla, ýmist með einkaskilaboðum eða á svæði sem almenningur hefur aðgang að.

Í svari forsætisráðuneytisins segir að það hafi haft almennan fyrirvara á fésbókarsíðu ráðuneytisins um að kjósi notendur síðunnar að koma á framfæri formlegu erindi til ráðuneytisins skuli slík erindi send á póstfang ráðuneytisins. „Með þessu hefur ráðuneytið áréttað að það lítur ekki svo á að fésbókarsíðan sé opinber gátt fyrir slík erindi. Á hinn bóginn er það meginregla íslensks stjórnsýsluréttar að stjórnsýslan sé óformbundin í þeim skilningi að almennt eru ekki gerðar kröfur um að erindi skuli berast stjórnvaldi á tilteknu formi, t.d. skriflega fremur en munnlega, í bréfpósti fremur en tölvupósti eða á sérstöku eyðublaði fremur en í óstöðluðu bréfi. Krafa af hálfu stjórnvalds um tiltekið form samskipta umfram önnur verður almennt að byggjast á sérstakri lagaheimild. Á grundvelli skráðra og óskráðra reglna um leiðbeiningarskyldu og rannsóknarreglu ber stjórnvaldi að leiðbeina aðila og aðstoða við að koma máli hans á framfæri. Í almennum fyrirvara sínum áréttar ráðuneytið að ekki sé um opinbera gátt fyrir formleg erindi að ræða en leiðbeinir jafnframt notendum um réttan farveg til að koma slíkum erindum á framfæri, þ.e. á póstfangi ráðuneytisins. Með því verður að telja að skyldur ráðuneytisins samkvæmt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins séu uppfylltar, m.a. framangreind leiðbeiningarskylda.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent