Engar reglur til um notkun stjórnvalda og stofnana á samfélagsmiðlum

Stjórnvöld og ríkisstofnanir geta útilokað einstaka aðila frá því að taka þátt í umræðum á samfélagsmiðlum þeirra. Reglur um notkun þeirra eiga að liggja fyrir í haust.

Facebook-síða forsætisráðuneytisins.
Facebook-síða forsætisráðuneytisins.
Auglýsing

Ekki hafa verið settar sér­stakar reglur um notkun stjórn­valda og rík­is­stofn­ana á sam­fé­lags­miðlum og umræðum sem þar fara fram. For­sæt­is­ráðu­neytið hyggst hins vegar vinna slíkur reglur fyrir ráðu­neyti og á þeirri vinnu að vera lokið næsta haust.

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um notkun stjórn­valda og rík­is­stofn­ana á sam­fé­lags­miðl­um.

Hægt að „blocka“ ein­staka aðila

Helgi vildi líka fá að vita hvaða rétt almennir borg­arar hefðu til að tjá sig á opnum sam­fé­lags­miðla­svæðum stjórn­valda og rík­is­stofn­ana og hvort að þeim væri heim­ilt að meina ein­stökum net­not­endum að tjá sig á slíkum sam­fé­lags­miðla­svæðum með því að eyða ummælum þeirra eða með því að úti­loka þá, eða „blocka“ eins og það kall­ast á ensku.

Auglýsing

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að það sé hægt að eyða athuga­semdum og úti­loka ein­staka aðila. „Kjósi stjórn­vald að nýta sér sam­fé­lags­miðil til upp­lýs­inga­gjafar eða sam­skipta við borg­ar­ana verður hann að gæta þess að notkun hans á fram­an­greindum still­ing­ar­mögu­leikum stríði ekki gegn sjón­ar­miðum um jafn­ræði borg­ara, tján­ing­ar­frelsi þeirra, frið­helgi einka­lífs og með­al­hóf. Ekki er þó unnt að úti­loka að sú staða geti komið upp að stjórn­valdi verði talið rétt að eyða efni, ein­stökum athuga­semdum og ummælum sem sett hafa verið inn á slíkar síður ef efnið telst óvið­ur­kvæmi­legt eða æru­meið­andi. Við slíkar aðgerðir hvílir sú skylda á stjórn­valdi að gæta var­færni og með­al­hófs og beita væg­ari úrræðum séu þau tæk og leið­beina aðila. Ekki er heldur hægt að úti­loka, t.d. í fram­haldi af ítrek­uðum æru­meið­andi ummælum til­tek­ins ein­stak­lings, að rétt­mætt geti talist, eftir atvikum að und­an­geng­inni máls­með­ferð, að honum verði meinað að setja efni á síðu stjórn­valds.“

Almennur fyr­ir­vari á Face­book

Helgi spurði einnig um hvaða skyldur hvíli á stjórn­völdum og rík­is­stofn­unum til að með­höndla og svara erindum borg­ara sem berst gegnum sam­fé­lags­miðla, ýmist með einka­skila­boðum eða á svæði sem almenn­ingur hefur aðgang að.

Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins segir að það hafi haft almennan fyr­ir­vara á fés­bók­ar­síðu ráðu­neyt­is­ins um að kjósi not­endur síð­unnar að koma á fram­færi form­legu erindi til ráðu­neyt­is­ins skuli slík erindi send á póst­fang ráðu­neyt­is­ins. „Með þessu hefur ráðu­neytið áréttað að það lítur ekki svo á að fés­bók­ar­síðan sé opin­ber gátt fyrir slík erindi. Á hinn bóg­inn er það meg­in­regla íslensks stjórn­sýslu­réttar að stjórn­sýslan sé óform­bundin í þeim skiln­ingi að almennt eru ekki gerðar kröfur um að erindi skuli ber­ast stjórn­valdi á til­teknu formi, t.d. skrif­lega fremur en munn­lega, í bréf­pósti fremur en tölvu­pósti eða á sér­stöku eyðu­blaði fremur en í óstöðl­uðu bréfi. Krafa af hálfu stjórn­valds um til­tekið form sam­skipta umfram önnur verður almennt að byggj­ast á sér­stakri laga­heim­ild. Á grund­velli skráðra og óskráðra reglna um leið­bein­ing­ar­skyldu og rann­sókn­ar­reglu ber stjórn­valdi að leið­beina aðila og aðstoða við að koma máli hans á fram­færi. Í almennum fyr­ir­vara sínum áréttar ráðu­neytið að ekki sé um opin­bera gátt fyrir form­leg erindi að ræða en leið­beinir jafn­framt not­endum um réttan far­veg til að koma slíkum erindum á fram­færi, þ.e. á póst­fangi ráðu­neyt­is­ins. Með því verður að telja að skyldur ráðu­neyt­is­ins sam­kvæmt skráðum og óskráðum reglum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins séu upp­fyllt­ar, m.a. fram­an­greind leið­bein­ing­ar­skylda.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent