Harpa leiðréttir laun starfsfólks

Yfirstjórn Hörpu ákvað að bakka með launalækkun.

Harpa.20082011_Nic.Lehoux_1.jpg
Auglýsing

For­stjóri Hörpu, Svan­hildur Kon­ráðs­dótt­ir, til­kynnt­i í gær á stjórn­ar­fundi Hörpu að kjör ­þjón­ustu­full­trúa yrðu leið­rétt og að þau myndu taka mið af þeim samn­ingum sem voru í gildi á síð­asta ári. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Hörpu.

Í henni kem­ur fram að  stjórnin telji að þannig sé komið til móts við þá gagn­rýn­i ­sem Harpa og yfir­stjórn húss­in, hefur sætt í tengsl­u­m við rekstr­ar­hag­ræð­ingu, en eins og ­greint var frá í Frétta­blað­inu vor­u ­laun þjón­ustu­full­trúa lækkuð á sama tíma og laun for­stjóra vor­u hækk­uð.

Auglýsing

Breyt­ingin tekur gildi 1. júní og verður tíma­kaup þá 26,1 pró­sent­i ­yfir taxta stétt­ar­fé­lags­ins eða að ­með­al­tali 2.935 krónur á klukku­stund í yfir­vinnu, en stærstur hlut­i ­þjón­ustu­full­trúa, eða 85 pró­sent þeirra, vinnur á kvöldin og um helg­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent