SFS finnst veiðigjöldin ekki lækka nógu mikið

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að veiðigjöld lækki enn meira en lagt er til í frumvarpi atvinnuveganefndar, þar sem lagt er til að þau lækki um 1,7 milljarða. Samtökin eru líka á móti sértækum afsláttum sem gagnast minni útgerðum.

7DM_0041_raw_2218.JPG
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SGS) segja að frum­varp sem lækkar veiði­gjöld á útgerðir um 1,7 millj­arð króna í ár sé „skref í rétta átt“. Sam­tökin telja hins vegar að frekar eigi að miða við veiði­gjöldin við þá nið­ur­stöðu sem sett var fram í skýrslu sem Deloitte vann fyrir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið og spálíkan veiði­gjalds­nefndar skil­aði af sér. Þau eru einnig mót­fallin því að sér­tækir afslættir á veiði­gjöldum séu veittir minni útgerð­um, líkt og lagt er til í frum­varp­inu. Þetta kemur fram í umsögn SFS, sem skilað var inn í gær, um frum­varp meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar um lækkun veiði­gjalda sem lagt var fram á mið­viku­dag.

Ef veiði­gjaldið yrði end­ur­reiknað á grund­velli þess myndi það fara úr tíu millj­örðum króna í ár í 7,2 millj­arða króna, og þar með lækka um 2,8 millj­arða króna. Í ljósi þess að um yrði að ræða krónu­tölu­lækk­anir á gjaldi sem lagt er á hverja teg­und fisks sem er veidd myndi uppi­staðan af lækkun veiði­gjalda lenda hjá stærstu útgerðum lands­ins.

Skref í rétta átt en ekki nóg

Í umsögn SFS segir að með frum­varp­inu sé að hluta til brugð­ist við einni for­sendu sem sam­tökin telja ranga í reikni­grunni veiði­gjalds, þ.e. að tekið sé mið af afkomu grein­ar­innar fyrir tveimur til þremur árum. „Flestir sem hafa tjáð sig um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi, hvar sem í stjórn­mála­flokkum þeir standa, hafa tekið undir þennan ágalla. Áhrif hans eru sér­stak­lega slæm þessi miss­eri, þegar rekstr­ar­skil­yrði í sjáv­ar­út­vegi eru erfið og allt önnur en þau voru árið 2015. Að því leyti telja SFS að frum­varpið feli í sér skref í rétta átt. Ef ætl­unin er hins vegar að færa gjöldin nær í tíma, þá fylgir frum­varpið ekki þeirri reglu heldur gengur skem­ur.“

Auglýsing
SFS segir rekstr­ar­nið­ur­stöður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja liggja fyrir í skýrslu Deloitte og sam­kvæmt lík­ani veiði­gjalds­nefnd­ar. „Er því vel unnt að miða gjald­töku við þær nið­ur­stöð­ur. Það er hins vegar ekki gert nema að tak­mörk­uðu leyti og telja SFS það gagn­rýn­is­vert. Þá ætti einnig að leið­rétta aðrar for­send­ur, sem telja má rangar í aðferð­ar­fræði við ákvörðun veiði­gjalds og leiða til þess að gjaldið er ofreikn­að.“

Á móti afslætti fyrir minni útgerðir

Í umsögn­inni kemur einnig fram að SFS sé almennt mót­fallin hvers kyns sér­tækum afsláttum eða íviln­un­um. Sam­tökin telja slíka ekki sam­ræm­ast þeirri meg­in­reglu að gjald fyrir nýt­ingu auð­lindar skuli vera það sama óháð því hver nýt­ir. Rýmkun svo­kall­aðs per­sónu­af­slátt­ar, sem nýt­ist minni útgerð­um, á að lækka álögð veiði­gjöld eftir lækkun úr 8,6 millj­örðum króna í 8,3 millj­arða króna, eða um 300 millj­ónir króna.

SFS hefur óskað eftir því að eiga fund með atvinnu­vega­nefnd til þess að fara munn­lega yfir athuga­semdir sín­ar.

Frum­varp atvinnu­vega­nefndar kom fram á mið­viku­dag þegar örfáir dagar voru eftir af starfs­á­ætlun þings­ins. Mikil and­staða hefur verið við frum­varpið og vinnu­lagið í kringum það hjá stærstum hluta stjórn­ar­and­stöð­unnar og því hefur ekki tek­ist að fá sam­þykki fyrir flýti­með­ferð þess á þingi. Búist er við því að umræður um málið haldi áfram á þriðju­dag.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent