Borgar vel að stýra sveitarfélögum á Íslandi

Tíu sveitarstjórnarmenn eru með meira en tvær milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Borgarstjórar sumra stærstu borga í hinum vestræna heimi eru með lægri laun.

Laun sveitarstjóra
Auglýsing

Tíu sveitarstjórnarmenn eru með meira en tvær milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Tekjuhæsti sveitarstjórnarmaðurinn er Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar með um 2,6 milljónir króna á mánuði. Ármann Kr. Einarsson bæjarstjóri í Kópavogi er með um 2,5 milljónir í mánaðarlaun og Theódóra S. Þorsteinsdóttir einnig bæjarfulltrúi í Kópavogi með um 2,2 milljónir.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar er með 2,1 milljón í mánaðarlaun, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi með rétt rúmar 2 milljónir og hið sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra Reykjavíkur.

Auglýsing

Aðeins laun borgarstjórans í San Francisco í Bandaríkjunum, þar sem búa 900 þúsund manns, eru hærri en laun Gunnars og Ármanns samkvæmt síðu Wikipedia um laun borgarstjóra víða um heim.

Laun Dags B., sem er í 11. sæti listans eru hærri heldur en laun Bill de Blasio borgarstjóra New York borgar. Í New York búa 8,5 milljón manns. Íbúar Reykjavíkur eru 126 þúsund. Íbúar Garðabæjar eru 16 þúsund og í Kópavogi búa 36 þúsund manns. Íbúar Mosfellsbæjar eru rúmlega 10 þúsund og á Seltjarnarnesi búa tæplega 5 þúsund manns.

Laun Haraldar og Ásgerðar eru þau 13. og 14. hæstu samkvæmt síðunni, hærri heldur en mánaðarlaun til dæmis borgarstjóranna í Boston og London. Íbúafjöldin í London eru tæpar 9 milljónir.

Enginn sveitarstjórnarmaður á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar, sem sýnir mánaðarlaun 65 sveitarstjórnarmanna, er með laun sem eru lægri en 1,1 milljón á mánuði.

Tafla: Wikipedia

Útreikn­ing­ar Frjálsr­ar versl­un­ar byggja á út­svars­skyld­um tekj­ur á ár­inu 2017 og þurfa ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Í laun­um sumra kann að vera fal­inn bón­us vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við út­svars­stofn sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá. Í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur, t.d. af vöxt­um, arði eða sölu hluta­bréfa. Sleppt er skatt­frjáls­um dag­pen­ing­um, bíla­styrkj­um og greiðslum í líf­eyr­is­sjóði. Listi Wikipediu er augljóstlega ekki tæmandi eða 100 prósent áreiðanlegur, en gefur þó ágætan samanburð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent