Borgar vel að stýra sveitarfélögum á Íslandi

Tíu sveitarstjórnarmenn eru með meira en tvær milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Borgarstjórar sumra stærstu borga í hinum vestræna heimi eru með lægri laun.

Laun sveitarstjóra
Auglýsing

Tíu sveit­ar­stjórn­ar­menn eru með meira en tvær millj­ónir króna í mán­að­ar­laun sam­kvæmt Tekju­blaði Frjálsrar versl­un­ar.

­Tekju­hæsti sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur­inn er Gunnar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri Garða­bæjar með um 2,6 millj­ónir króna á mán­uði. Ármann Kr. Ein­ars­son bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi er með um 2,5 millj­ónir í mán­að­ar­laun og Theó­dóra S. Þor­steins­dóttir einnig bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi með um 2,2 millj­ón­ir.

Har­aldur Sverr­is­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæjar er með 2,1 milljón í mán­að­ar­laun, Ásgerður Hall­dórs­dóttir bæj­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi með rétt rúmar 2 millj­ónir og hið sama gildir um Dag B. Egg­erts­son borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur.

Auglýsing

Aðeins laun borg­ar­stjór­ans í San Francisco í Banda­ríkj­un­um, þar sem búa 900 þús­und manns, eru hærri en laun Gunn­ars og Ármanns sam­kvæmt síðu Wikipedia um laun borg­ar­stjóra víða um heim.

Laun Dags B., sem er í 11. sæti list­ans eru hærri heldur en laun Bill de Blasio borg­ar­stjóra New York borg­ar. Í New York búa 8,5 milljón manns. Íbúar Reykja­víkur eru 126 þús­und. Íbúar Garða­bæjar eru 16 þús­und og í Kópa­vogi búa 36 þús­und manns. Íbúar Mos­fells­bæjar eru rúm­lega 10 þús­und og á Sel­tjarn­ar­nesi búa tæp­lega 5 þús­und manns.

Laun Har­aldar og Ásgerðar eru þau 13. og 14. hæstu sam­kvæmt síð­unni, hærri heldur en mán­að­ar­laun til dæmis borg­ar­stjór­anna í Boston og London. Íbúa­fjöldin í London eru tæpar 9 millj­ón­ir.

Eng­inn sveit­ar­stjórn­ar­maður á lista Tekju­blaðs Frjálsrar versl­un­ar, sem sýnir mán­að­ar­laun 65 sveit­ar­stjórn­ar­manna, er með laun sem eru lægri en 1,1 milljón á mán­uði.

Tafla: Wikipedia

Útreikn­ing­ar Frjáls­r­ar versl­un­ar byggja á út­svar­s­­skyld­um tekj­ur á ár­inu 2017 og þurfa ekki að end­­ur­­spegla föst laun við­kom­andi. Mun­­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­­störf og hlunn­indi vegna kaup­rétt­­ar­­samn­inga. Í laun­um sumra kann að vera fal­inn bón­us vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við út­svar­s­­stofn sam­­kvæmt álagn­ing­­ar­­skrá. Í töl­un­um eru ekki fjár­­­magn­s­­tekj­­ur, t.d. af vöxt­um, arði eða sölu hluta­bréfa. Sleppt er skatt­frjáls­um dag­pen­ing­um, bíla­­styrkj­um og greiðslum í líf­eyr­is­­sjóði. Listi Wikipediu er aug­ljóst­lega ekki tæm­andi eða 100 pró­sent áreið­an­leg­ur, en gefur þó ágætan sam­an­burð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent